Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
AF SPÍRA
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Þar sem Ofviðrið gekk yfirmig í Borgarleikhúsinu ívikunni fór ég að hugsa.
Frétt í sjálfu sér, myndu þeir sem
þekkja mig segja. Alla vega. Ég
fór að velta því fyrir mér hvort
það skipti sköpum þegar á
Shakespeare-sýningu er komið
hvort gestir þekki söguþráð
verksins eður ei. Er hægt að
koma beint inn af götunni og
njóta Ofviðrisins án nokkurs und-
irbúnings?
Ekki ætla ég að gefa mig út
fyrir að vera sérfræðingur í
Shakespeare en ég þekki eigi að
síður svolítið til verka hans. Það
var Rafn Kjartansson mennta-
skólakennari á Akureyri sem
opnaði undraheim þessa óska-
barns leikbókmenntanna fyrir
mér á sínum tíma. Magnaður
maður, Rafn, og með þeim
skemmtilegri sem ég hef kynnst
um dagana. Heila önn lá ég yfir
aði sig misvel á því hvað var á
seyði á sviðinu. En skiptir það
máli til að njóta sjónleiksins?
Eflaust er allra best aðkoma nestaður til leiks, það
gefur manni meira svigrúm til að
meta uppfærsluna sem slíka.
Ekki þarf að rembast við að
halda í við þráðinn og boðskap-
inn. Sem getur svo auðvitað verið
breytilegur – eftir því hver á í
hlut. Ekki satt?
Eftir sýningu ræddi ég hins
vegar við áhorfanda sem þekkti
hvorki haus né sporð á verkinu
áður en hafði samt gaman af sýn-
ingunni, umgjörðinni, leikgleð-
inni og stemningunni. Upp-
færslan er í flesta staði mjög vel
heppnuð og tvímælalaust þess
virði að sjá hana – þó ekki væri
nema til að sjá Lionel Messi leik-
hússins, Hilmi Snæ Guðnason, í
hlutverki skrípisins kostulega,
Kalibans.
Er þetta ekki einmitt galdur
leikhússins í hnotskurn? Hver
nýtur með sínum hætti.
Að skilja eða ekki skilja – þar er efinn
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Fár Ingvar E. Sigurðsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir í hlutverkum
Prosperós og Aríels í Ofviðrinu. Bæði skila sínu með sóma.
Hamlet og hafði yndi af. Allar
götur síðan hef ég reynt að sjá
þær Shakespeare-sýningar sem
farið hafa á fjalirnar hérlendis.
Deildar meiningar eru um
gæði Ofviðrisins. Raunar hitti ég
málsmetandi leikhúsmann í vik-
unni sem sagði verkið gróflega
ofmetið og kæmi það fram í dag
myndi ekki nokkrum manni detta
í hug að færa það upp. Sjálfur
kveð ég ekki svo fast að orði.
Fyrir sýninguna í vikunni
hafði ég ekki séð Ofviðrið á sviði
í annan tíma og ekki lesið verkið.
Bjó hins vegar að því að hafa
kynnt mér söguþráðinn í stórum
dráttum. Fyrir vikið gekk mér
bærilega að fylgja framvindunni
eftir. Bærilega. Í leikhléi heyrði
ég hins vegar á fólki að það átt-
»Er hægt að komabeint inn af göt-
unni og njóta Ofviðr-
isins án nokkurs und-
irbúnings?
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Það var fyrir fimm árum eða svo að Ásdís
Thoroddsen var að starfa vestur á Hnjóti, í
minjasafni Egils Ólafssonar. Þar kom upp
sú hugmynd að kalla saman nokkra báta-
smiði sem myndu setja saman eitt slíkt
stykki. Gengið var í að fjármagna verkið en
Ásdís var hins vegar ekki með myndavél á
sér heldur tökuvél þegar kom að því að
skrásetja athæfið. Upp úr því varð þessi
mynd til.
„Það urðu tveir hlutir til, annars vegar
þessi mynd og svo mynddiskur, Björg –
leiðarvísir í bátasmíði,“ útskýrir Ásdís.
Mynddiskurinn er í raun kennslumyndband
í bátasmíði þeirri sem sést í myndinni en
Ásdís segir að með þessu hafi hún verið að
skrásetja mikið af gömlum handverks-
brögðum sem annars hefðu fallið í
gleymsku. Í myndinni sjálfri fylgjumst við
hins vegar með fjórum mönnum sem taka
sér fyrir hendur að smíða bát eftir Staðar-
skektunni, sem fúnað hefur í grasi í Reyk-
hólasveit. Eða eins og segir í tilkynningu:
„Samhliða því sem nýi báturinn tekur á
sig mynd er sögð saga bátasmíða á Norð-
urlöndum. Byrjað er á kilinum, sem þróað-
ist frá eintrjáningi steinaldar, og svo dýpk-
ar frásögnin eftir því sem báturinn er
byrtur.“
„Það er 6000 ára saga undir og í hana er
farið meðfram bátssmíðinni,“ segir Ásdís.
„Inn í þetta fléttast fórnir, trúarbrögð, vík-
ingaöldin, handbragð, heiðindómur, versl-
unarsaga, veiði, dauði og hátíðir.“
Ásdís segir að félagsskapur hafi myndast
í kringum þetta, Áhugamannafélag um
bátasafn Breiðafjarðar (batasmidi.is), og sér
hafi komið á óvart hversu ástríðufullt unga
fólkið sé, sem er að sinna þessu. „Það er
mikil handverksmenning í kringum þetta,
það má nánast tala um „költ“. Ég var kom-
in djúpt ofan í þetta og í myndinni sjáum
við t.a.m. breiðfirska lagið. Svo var ég í
sambandi við fólk frá Fáskrúðsfirði, Húna-
vatnssýslu og Bolungarvík. Það er talað um
sandalagið fyrir sunnan og svo eru það fær-
eysku bátarnir sem komu til Vestmanna-
eyja. Aðstæður og notkun á hverjum stað
móta lag bátsins.“
Það er Ásdís sem leikstýrir en Hálfdán
Theódórsson kvikmyndar. Tónlistina semur
Þórður Magnússon. Steinþór Birgisson lit-
greinir og Gunnar Árnason blandar hljóð.
Smiðir eru Hafliði Aðalsteinsson, Eggert
Björnsson, Hjalti Hafþórsson og Aðalsteinn
Valdimarsson. Myndin var tekin upp á Ís-
landi, Danmörku, Noregi, Færeyjum, Finn-
landi, Svíþjóð og Þýskalandi. Framleið-
endur eru Ásdís Thoroddsen og Fahad
Falur Jabali.
Bátur án eirðar, á sex þúsund ára siglingu
Kostagripur „Aðstæður og notkun á hverjum stað móta lag bátsins...“
Heimildarmyndin Súð-
byrðingur eftir Ásdísi
Thoroddsen frumsýnd í
kvöld í Bíó Paradís
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE GREEN HORNET 3D Sýnd kl. 8 og 10:20
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D Sýnd kl. 4 og 6 ísl. tal
SAW 3D Sýnd kl. 8 og 10
ALFA OG ÓMEGA Í 3D Sýnd kl. 4 og 6 ísl. tal
LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
HROTTALEG
SPENNA
Í ÞVÍVÍDD
3D GLERAUGU
SELD SÉR
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
HHHHH
„SKEMMTILEG, FYNDINN
OG SPENNANDI”
- S.V BOXOFFICE MAGAZINE
SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
SÝND Í 3D
LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR
í3D
3D GLERAUGU
SELD SÉR
3D GLERAUGU
SELD SÉR
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
-H.S, MBL-K.G, FBL
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
THE GREEN HORNET 3D kl. 8 - 10.10
BURLESQUE kl. 8
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6
THE TOURIST kl. 10.10
GAURAGANGUR KL. 6
12
L
L
12
7
Nánar á Miði.is
THE GREEN HORNET 3D kl. 5.25 - 8 - 10.35
THE GREEN HORNET 3D LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35
BURLESQUE kl. 8 - 10.35
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30
THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
GAURAGANGUR KL. 5.50
MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40
NARNIA 3 3D KL. 3.30
12
12
L
L
12
L
7
L
7
BURLESQUE KL. 8 - 10.30
GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10.10
EINS OG HINIR kl. 6 Enskur texti
BARA HÚSMÓÐIR kl. 10.15 Enskur texti
HVÍTAR LYGAR kl. 5.20 Íslenskur texti
ÆVINTÝRI ADÉLE BLANC-SEC kl. 8 Íslenskur texti
LEYNDARMÁL KL. 10 Enskur texti
L
7
L
L
L
L
L
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
5%
5%