Morgunblaðið - 21.01.2011, Page 40

Morgunblaðið - 21.01.2011, Page 40
Það eru engar smá söng-konur sem fara með aðal-hlutverkin í kvikmyndinniBurlesque og spennandi að fá að sjá þær Cher og Christinu Aquilera saman í kvikmynd. Kannski sérstaklega spennandi að sjá hvernig Aquilera myndi pluma sig sem leikkona. Burlesque er söngva- og dansmynd sem hlaut ný- verið þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlauna, m.a. sem besta mynd ársins. Í kvikmyndinni segir frá Ali (Christina Aquilera) sem er ung sveitastúlka með mikla rödd og munninn fyrir neðan nefið. Hún ákveður að flýja vosbúðina og óvissa framtíð og elta drauma sína til Los Angeles þar sem hún rekst á Burlesque-klúbbinn. Eigandi hans er Tess (Cher) en hún berst í bökk- um fyrir rekstri klúbbsins þar sem reksturinn stefnir í gjaldþrot og litlu má muna að staðnum verði lok- að. Eftir nokkurt þref fær Ali Tess til að ráða sig sem dansari í klúbb- inn þar sem föngulegar stúlkur sýna djörf dansatriði að burlesque- sið. Ali fær síðan enn betra tæki- færi til að sanna sig og verður loks aðalstjarna Burlesque-klúbbsins. Inn í atburðarásina fléttast síðan drama á milli dansaranna og ást- arævintýri Ali við samstarfsfélaga sinn sem blómstrar smám saman. Sagan sjálf er eins og gengur í slík- um kvikmyndum, frekar þunn og allt endar vel. En umgjörðin öll er sérstaklega skemmtileg fyrir augað og lyftistöng myndarinnar. Bún- ingar dansaranna eru glæsilegir og dansatriðin sjálf kröftug og fá mann næstum til að rísa úr sætinu og dansa með. Tvö slík atriði skera sig sérstaklega úr en þar fær rödd Aquilera að njóta sín til fulls og minna atriðin á að horfa á nokkur af flottustu tónlistarmyndböndum söngkonunnar. Þær söngkonurnar leika báðar ágætlega en helst er óþægilegt að horfa á efri vör Cher sem varla hreyfist þegar hún talar. Annars er kvikmyndin hið mesta augnayndi og hressandi nú í svart- asta skammdeginu. Hið mesta augnayndi Smárabíó, Haskólabíó, Borgarbíó Burlesque bbbmn Leikstjórn og handrit: Steve Antin. Aðalleikarar: Cher, Christina Agui- lera og Alan Cumming. Bandaríkin, 2010. 120 mínútur. MARÍA ÓLAFSDÓTTIR KVIKMYNDIR Glamúrgellur Cher og Christina Aguilera í hlutverkum sínum. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Bob Dylan hefur gert samning við bókaútgáfuna Simon & Schuster um að skrifa sex bækur. Dylan mun skrifa tvær bækur, sem verða framhald af æviminningum hans, Chronicles: Volume One, sem komu út 2004. Þriðja bókin verður byggð á útvarpsþáttum Dylans á stöðinni Sirius XM. Ekki er ljóst um hvað hinar þrjár bækurnar eiga að fjalla. Chronicles: Volume One vakti mikla athygli þegar bókin kom út og fékk góða dóma. Dylan gerir bókasamning Rithöfundur Dylan skrifar bækur. SÝND Í EGILSHÖLL „BREATHTAKING“ - THE PEOPLE HHHHH MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. HHHHH „SKEMMTILEG, FYNDINN OG SPENNANDI” - S.V BOXOFFICE MAGAZINE SPARBÍÓ 3D á allar sýningar merktar með grænu950 kr.. Í 3DSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI LÖGIN ER BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR SETH ROGEN JAY CHOU CHRISTOPH WALTZ AND CAMERON DIAZ KLOVN - THE MOVIE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 14 HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 12 KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20 VIP MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 3:40 L ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI ísl. tal kl. 3:403D - 5:503D L HARRY POTTER kl. 8 10 ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40 L YOU AGAIN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L / ÁLFABAKKA ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D ísl. tal kl. 3:30 - 5:45 L GULLIVER'S TRAVELS 3D kl. 3:30 - 5:45 L THE GREEN HORNET 3D kl. 5 - 8 - 10:40 12 HEREAFTER kl. 8 12 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:45 - 8 - 10:15 14 TRON: LEGACY 3D kl. 10:40 10 ROKLAND kl. 8 - 10:30 12 MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 3:30 L / EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.