Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 44
Flott par Alex segir erfitt að lýsa því hvað heillar mest við dansinn en segir því fylgja mikið frelsi að fá að
ferðast um heiminn og dansa fyrir fólk. Núverandi dansfélagi hans er hin kanadíska Virginie Primeau.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Síðastliðinn þriðjudag náði hinn 18 ára gamli Alex
Freyr Gunnarsson þeim merkilega árangri að
lenda í 6. sæti á UK Open-mótinu í samkvæm-
isdönsum. Mótið er eitt þriggja stærstu dansmót-
anna í Bretlandi en í ár voru 180 pör skráð til leiks
og keppt í tveimur flokkum, atvinnu- og áhuga-
manna. Alex og dansfélagi hans, hin kanadíska
Virginie Primeau, kepptu í flokki áhugamanna en
voru langyngst þeirra keppanda sem lentu í efstu
sætum.
Alex og Virginie hafa aðeins dansað saman í
fjóra mánuði en hafa þegar unnið nokkur mót og
titla, m.a. Norður-Ameríkutitlana, bæði í flokki
fullorðinna og unglinga.
„Við kynntumst í Þýskalandi og ákváðum þar að
dansa saman. Til þess að það gæti orðið þurfti ég
að flytja til hennar til Kanada,“ segir Alex sem býr
hjá fjölskyldu Virginie. Ásamt því að æfa dansinn
45 klukkustundir á viku stundar hann fjarnám við
Fjölbrautaskólann í Garðabæ en þetta er ekki í
fyrsta sinn sem hann flytur utan til að geta dansað
við ákveðinn félaga. „Ég flutti fyrst út til Úkraínu
þegar ég var í 8. bekk. Svo þegar ég var í 10. bekk
flutti ég til Danmerkur en kom heim til að taka
samræmdu prófin,“ segir Alex. Honum hefur allt-
af gengið vel í skóla þrátt fyrir að dansinn geri
miklar kröfur til tíma hans en hann og Virginie
ferðast nú um heiminn og taka þátt í hinum ýmsu
keppnum og mótum.
Stefnir á atvinnumennskuna
Þrátt fyrir að vera lítið heima á Íslandi er Alex
ennþá í Dansfélagi Hafnarfjarðar sem hann segir
mjög gott félag. Hann segir þó lítið gert hér heima
fyrir dansara sem stefna á atvinnumennskuna og
nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum og Asíu sé
litið á dansinn sem alvöruíþrótt og tiltölulega auð-
velt sé að fá styrki og hafa atvinnu af dansinum.
Þau Virginie stefna á fyrsta sætið í Blackpool í
maí og ætla sér síðan að ná í Kanadatitlana þar á
eftir. Almennt segir hann þó að mikilvægast sé að
halda áfram að ná framförum og að staðna ekki í
dansinum. „Í raun og veru gæti ég keppt sem at-
vinnumaður í dag en það sem maður gerir í sam-
kvæmisdönsunum er að skapa sér nafn fyrst og
færa sig síðan upp í atvinnumannaflokkinn.“
Hann segist eiga foreldrum sínum mikið að
þakka enda séu þau aðalstuðningsmenn hans. Að
sjálfsögðu finnist þeim erfitt að hafa hann ekki
meira heima „en í staðinn næ ég þessum góða ár-
angri og það er ekki hægt að biðja um meira“.
Ekki hægt að biðja um meira
Lenti í sjötta sæti á stórmóti í samkvæmisdönsum Langyngstu keppend-
urnir sem náðu í fyrstu sætin Ferðast um heiminn og stefnir á atvinnumennsku
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 21. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Týnd stúlka finnst eftir 23 ár
2. Norðmenn kjöldregnir
3. Grínast með Íslendinga
4. Staðfestir handtökur
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
William gamli Shakespeare ríður
röftum nú um stundir í íslensku leik-
húsi. Orri Páll Ormarsson veltir Of-
viðrinu fyrir sér í pistli og þeirri ólíku
upplifun sem fólk kann að hafa af
leikhúslífinu. »39
Veltir vöngum
yfir Ofviðrinu
Elvar Örn Frið-
riksson er best
þekktur sem
söngvari hinnar
stórgóðu sveitar
Perla og óhætt að
segja að þar fari
sannkallaður lát-
únsbarki. Hann
heldur tónleika á
Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit
sem er m.a. skipuð félögum hans úr
nefndri sveit. Herlegheitin hefjast
stundvíslega kl. 21.00.
Elvar Örn með tón-
leika á Rósenberg
Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guð-
laugsson kemur fram með hljómsveit
sinni Bergrisunum á tónleikastaðn-
um Sódóma Reykjavík annað kvöld
og hefjast tónleikarnir kl. 23. Berg-
risana skipa Júlíus Guðmundsson á
bassa, Birkir Rafn
Gíslason á gítar,
Egill Örn Rafns-
son á tromm-
ur og Halldór
Warén á
hljómborð.
Bjartmar og Berg-
risarnir á Sódómu
Á laugardag Suðvestlæg átt, yfirleitt 8-15 m/s. Milt veður og rigning eða súld vest-
anlands en þurrt að mestu austantil.
Á sunnudag Suðvestan eða vestanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Rigning en þurrt að mestu
norðaustantil. Áfram milt í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning, fyrst sunnan- og vestantil, en úrkomulítið norðan- og
austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, fyrst sunnantil. Hiti 2 til 7 stig.
VEÐUR
„Ég kann ljómandi vel við mig
hérna og það er eins og ég
hafi aldrei farið,“ sagði Kefl-
víkingurinn Magnús Þór Gunn-
arsson, sem nýgenginn er til
liðs við sitt gamla félag eftir
að hafa leikið með Njarðvík.
Hann átti ljómandi leik í
gærkvöld þegar Keflvík-
ingar lögðu Stjörnuna
102:92 í skemmtilegum
leik í úrvalsdeildinni í
körfubolta í Garðabæ.
»4
Það er eins og ég
hafi aldrei farið
„Við ætluðum okkur alltaf að keyra
mjög stíft á Norðmennina
og það skil-
aði sér á
síðustu tíu
mín-
útunum. Ég
held að þeir
hafi verið búnir á
því á lokakafla leiks-
ins en það var einnig
hluti af okkar áætl-
unum,“ sagði Guð-
mundur Þ. Guð-
mundsson
landsliðsþjálfari
eftir glæsilegan sig-
ur á Noregi. »2
Keyrslan skilaði sér á
síðustu tíu mínútunum
„Þetta var stóri leikurinn í riðlinum
og ég held að við höfum sýnt að við
erum betri en Norðmenn. Við erum
einfaldlega komnir á það góðan stall
en nú taka við þrír alvöruleikir í milli-
riðlinum. Þá mætum við þremur þjóð-
um sem allar eru betri en þær þjóðir
sem við mættum í riðlinum,“ sagði
markvörðurinn Björgvin Páll Gúst-
avsson. »1
Sýndum að við erum
betri en Norðmenn
ÍÞRÓTTIR