Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 3 1. J A N Ú A R 2 0 1 1
Stofnað 1913 25. tölublað 99. árgangur
SKASS FYRIR
KONUR Á
SUÐURNESJUM
EDDA
OG
DISNEY
HEIÐA OG HELLVAR
Í MIKLU STUÐI Á
BAKKUSI
BÓKIN KYNNT 26 AFMÆLISTÓNLEIKAR 28KONUR ERU KONUM BESTAR 10
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þótt enn hafi ekki tekist að upp-
lýsa hver eða hverjir komu tölvu
fyrir í húsakynnum Alþingis laust
fyrir áramótin í fyrra er málinu
ekki lokið af hálfu lögreglu. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins var tölvan sömu gerðar og
tölva sem lögreglan lagði hald á í
febrúar í fyrra, þegar hún handtók
17 ára gamlan pilt, sem hafði stolið
gögnum úr tölvu lögmanns þekktra
einstaklinga á borð við Karl Wern-
ersson og Eið Smára Guðjohnsen,
og talinn hafa selt blaðamanni DV,
Inga Frey Vilhjálmssyni.
Pilturinn tengist bæði DV og
WikiLeaks og starfar nú, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, hjá WikiLeaks í London.
Við yfirheyrslur lögreglu, hefur
drengurinn ekki reynst samvinnu-
þýður, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Hann hefur neit-
að að láta lögreglunni í té lyk-
ilkóða, til þess að geta opnað tölv-
una sem hald var lagt á og á að
geyma hin meintu stolnu gögn.
Lögreglunni hefur enn sem komið
er ekki tekist að brjóta niður þær
varnir sem pilturinn setti upp, til
þess að hindra aðgang annarra að
tölvunni.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur Ingi Freyr Vil-
hjálmsson, blaðamaður DV, sem
skrifað hefur margar greinar og
fréttir, sem taldar eru byggðar á
hinum stolnu gögnum, réttarstöðu
grunaðs manns, því vitni hafa bor-
ið að hann hafi fengið unga piltinn
til þess að stela umræddum gögn-
um fyrir sig, gegn þóknun.
Það voru forsvarsmenn Mile-
stone sem kærðu gagnastuldinn og
ítrekuð innbrot í fyrirtækið í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, byggist kæra þeirra eink-
um á hinum meinta þætti blaða-
manns DV í málinu.
Ekkert liggur fyrir um það
hvort tölvumálin tvö tengjast, en
það er þó til skoðunar hjá lögregl-
unni, vegna tengsla unga mannsins
við WikiLeaks og blaðaðamann
DV.
Þingmenn gagnrýna harðlega að
enn sé óupplýst hver eða hverjir
komu tölvunni fyrir á Alþingi fyrir
rúmu ári og í hvaða tilgangi. Þeir
gagnrýna jafnframt að yfirstjórn
Alþingis hafi ekki upplýst þá um
tölvufundinn.
Tengsl DV og Wiki-
Leaks rannsökuð
Lögreglan kannar hvort gagnastuldur í fyrra tengist „njósnatölvunni“ á Alþingi
Kornungur karlmaður er talinn hafa selt blaðamanni DV stolin gögn
MBlaðamaður DV »6
Morgunblaðið/Júlíus
Njósnir? Tölvan sem fannst á Alþingi.
Væntanlegt frumvarp um breytta
skipan fiskveiða mun breyta vægi
einstakra þátta í heildarúthlutun
aflaheimilda, sem þegar eru fyrir
hendi í lögum. Þannig gæti vægi
byggðakvóta og strandveiða aukist í
heildarúthlutun á kostnað annarra
þátta. Þetta segir Jón Bjarnason
sjávarútvegsráðherra í samtali við
Morgunblaðið. „Minn hugur er sá að
byggðasjónarmið munu vega mjög
þungt í þessari löggjöf,“ segir Jón.
Ráðherrann segir að fráleitt sé af
Samtökum atvinnulífsins að halda
almennum kjarasamningum í gísl-
ingu vegna óleystra mála á sviði
sjávarútvegs. Þó sé rétt að mikil-
vægt sé að hraða vinnunni og vanda
til verka.
Leiðir til upplausnar
Björn Valur Gíslason, alþing-
ismaður VG, gagnrýnir ályktun
flokksstjórnar Samfylkingarinnar á
bloggsíðu sinni og segir að sú leið
Samfylkingarinnar að innkalla fisk-
veiðiheimildir „muni leiða til mikillar
upplausnar og gjaldþrota í sjávar-
útvegi og valda miklum usla í ís-
lensku efnahagslífi.“ »4
Grunni
kerfis
breytt
Morgunblaðið/Golli
Ekkert lát er á mótmælunum gegn Hosni Mubarak forseta í Egyptalandi og fer spennan í land-
inu vaxandi. Krafan um afsögn forsetans og frjálsar kosningar í kjölfarið fer vaxandi og hafa
bandarísk stjórnvöld tekið undir hana með yfirlýsingu um að mótmælin leiði til kosninga rík-
isstjórnar sem hafi sterkara umboð egypsku þjóðarinnar. »15
Mótmælabylgjan magnast
Reuters
Fyrir réttum sextíu árum fórst flugvélin Glitfaxi með
tuttugu manns. Vélin var í aðflugi að Reykjavík-
urflugvelli þegar hún steyptist í sjóinn. Hún var að
koma frá Vestmannaeyjum. Á miðri leið bárust flug-
mönnum Glitfaxa fregnir af því úr flugturni Reykja-
víkurflugvallar að veðrið væri orðið „mjög vafasamt“
og að aðstæður til lendingar færu versnandi.
Eftir misheppnaða lendingartilraun flaug Glitfaxi
út á Faxaflóa og undirbjó þá næstu. Skyndilega hætti
Glitfaxi að svara köllum flugstjórnar og ljóst var að
hann hafði hrapað.
Í kjölfarið hófst mikil leit. Hlutar úr flaki flugvél-
arinnar og ýmsir munir fundust á næstu dögum og
vikum, en aldrei vélin sjálf og ekki heldur lík hinna
látnu.
Slysið skildi eftir sig stórt skarð. Áhöfn og farþeg-
ar létu eftir sig alls fjörutíu og átta börn og tvö í
móðurkviði. »12-13
TF-ISG Glitfaxi steyptist í sjóinn í aðflugi að Reykjavík-
urflugvelli fyrir 60 árum, 31. janúar 1951.
Glitfaxi hefur
aldrei fundist
20 fórust í flugslysinu í
Faxaflóa fyrir 60 árum
Þau ummæli Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra að órólega
deildin svokallaða sé að „leika sér
að eldinum“ með andstöðu við
stjórnina í mikilvægum málum bera
hvorki vott um góða dómgreind né
sanngirni, að mati Ögmundar Jón-
assonar innanríkisráðherra.
Jóhanna lét þessi orð falla á
flokksstjórnarfundi Samfylkingar á
laugardag og sagði Steingrímur J.
Sigfússon, form. VG, í kjölfarið að
stjórnarliðar ættu ekki að „hræra í
innyflum“ hver annars. »2
Skortur á sanngirni
og dómgreind
Landssamband
skógareigenda
stendur fyrir
átaksverkefni í
ræktun jólatrjáa.
Fyrstu uppskeru
er að vænta eftir
10 ár og hugs-
anlega verða öll
jólatré í landinu
alíslensk árið 2025.
Markmiðið er að byggja upp sér-
staka atvinnugrein, jafnvel með út-
flutning í huga. »9
Allir með alíslensk
jólatré árið 2025