Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011 » Heiða og hljóm-sveitin Hellvar héldu tónleikapartí á Bakkusi ásamt gestum föstudaginn 28. janúar í tilefni 40 ára afmælis Heiðu, Ragnheiðar Ei- ríksdóttur. Lista- mennirnir fóru á kost- um, en Hellvar spilaði m.a. lög af plötu sem kemur senn út. Afmælistónleikar Heiðu á Bakkusi Morgunblaðið/Ómar Heiða tók sig vel út á sviðinu á Bakkusi og skemmti fjölmörgum gestum með spilamennsku og söng. Dögg, Anna, Hörn og Arna skemmtu sér vel. Elana frá New York hitaði upp. Heiða og Elvar Geir. Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Þegar ég var að vinna að tónlistarhátíðinni Iceland Airwa- ves hlustaði ég nánast bara á tónlist sem var alveg að verða vinsæl – en nú til dags fær klassík eins og Fleetwood Mac að hljóma oftar. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Ágætis byrjun með Sigur Rós hefur fylgt mér í gegnum sorg og sigra, andvökunætur, erfiðar og langar flugferðir og ótalmörg ólík tímabil í lífinu mínu. Aldrei hef ég fengið vott af leiða á henni. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Mig minnir að það hafi verið safnplatan NOW 14 (bresk vinsældalistaplötusería, sama og Pottþétt-serían á Íslandi) Ég keypti hana í plötubúð sem var á Laugavegi 20 – þar sem skemmtistaðurinn Oliver er til húsa í dag. Þetta var árið 1987 og mig minnir að platan hafi kostað 850 krónur eða svo. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Ég verð að segja einu plötuna sem ég hef sungið inn á: Rokklingarnir: Af lífi og sál. Mér þykir svo vænt um hvað þessi lífsreynsla er stanslaus uppspretta góðs gríns í dag. Ekki amalegt að getað státað af því að hafa verið barna- stjarna. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Ég væri til í að vera tónlistarmanneskja sem tæki þetta alla leið, þ.e.a.s. væri svona tónlistar-„icon“. Fyrir utan mjög góða og vandaða tónlist yrði öll umgjörð líka stór og mikil, t.d. væri útlitið tilkomumikið og tónleikar upplifun út af fyrir sig. Þegar þessu markmiði yrði náð myndi ég beita mér í málum sem skipta mig máli, hafa áhrif og ýta byltingu úr vör. Gott dæmi um slíka tónlistarkonu er Björk. Hvað syngur þú í sturtunni? Slagara með The Supremes t.d. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Mér finnst langskemmtilegast að djamma með tónlist sem fær alla til að syngja með (hver með sínu nefi) og skiptir blóð- inu út fyrir endorfín. En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Þegar ég bjó erlendis á háskóla- árum mínum hlustaði ég alltaf á Meg- as, Ellý Vilhjálms og bróður hennar, Villa Vill, á sunnudagsmorgnum. Nú til dags er það hitt og þetta – en það er alltaf eitthvað sígilt og gamalt. Það er ákveðin hlýja í því. Sl. mánuði spila ég t.d. oft Van Morrison með sunnudags- hjúfrinu. Í mínum eyrum Diljá Ámundadóttir framleiðandi hjá CCP og varaborgarfulltrúi fyrir Besta flokkinn Blóðinu skipt út fyrir endorfín Morgunblaðið/Einar Falur Tónaást Megas kom sér vel erlendis en Supremes er málið í sturtunni. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Ofviðrið – „Ógleymanleg stund,“ B.S pressan.is Ofviðrið (Stóra sviðið) Fim 3/2 kl. 20:00 9.k Sun 20/2 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Fim 3/3 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00 7.k Fim 10/3 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 4/2 kl. 19:00 auka Fös 11/2 kl. 19:00 aukas Sun 27/2 kl. 19:00 aukas Lau 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 19/2 kl. 19:00 aukas Síðustu sýningar Faust (Stóra svið) Sun 6/2 kl. 20:00 aukas Sun 13/2 kl. 20:00 aukas Lau 12/2 kl. 20:00 aukas Fös 18/2 kl. 20:00 aukas Aukasýningar vegna fjölda áskorana Elsku Barn (Nýja Sviðið) Mið 2/2 kl. 20:00 Mið 9/2 kl. 20:00 Mið 16/2 kl. 20:00 Fim 3/2 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00 Sýningum lýkur í febrúar! Afinn (Litla sviðið) Fim 3/2 kl. 20:00 Fös 11/2 kl. 19:00 Fös 18/2 kl. 19:00 Fös 4/2 kl. 19:00 Lau 12/2 kl. 19:00 Lau 19/2 kl. 19:00 Lau 5/2 kl. 19:00 Sun 13/2 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00 Sun 27/2 kl. 20:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans Nýdönsk í nánd (Litla svið) Mið 9/2 kl. 20:00 frums Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 22:00 Fim 10/2 kl. 20:00 2.k Fim 24/2 kl. 20:00 5.k Mið 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Lau 5/2 kl. 14:00 Sun 13/2 kl. 14:00 Lau 26/2 kl. 14:00 Sun 6/2 kl. 14:00 Lau 19/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 14:00 Lau 12/2 kl. 14:00 Sun 20/2 kl. 14:00 Bestu vinkonur allra barna Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00 Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Mbl, GSP ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.