Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
✝ Óli G. Jóhannssonfæddist á Ak-
ureyri 13. desember
1945. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 20. janúar
2011. Foreldrar hans
voru hjónin Jóhann
Guðmundsson póst-
meistari, f. 25.11.
1917, d. 10.3. 1980, og
Hjördís Óladóttir
varðstjóri, f. 26.12.
1922, d. 20.9. 2009.
Óli var elstur fjög-
urra systkina. Systk-
ini Óla eru Edda, gift Þórhalli
Bjarnasyni, Örn, kvæntur Þórunni
Haraldsdóttur, og Emilía, gift Eiði
Guðmundssyni. Þau eru öll búsett á
Akureyri.
Eftirlifandi eiginkona Óla er
Lilja Sigurðardóttur, f. 28.3. 1949.
Foreldrar Lilju eru Sigríður Gunn-
arsdóttir, f. 26.9. 1927, og Sigurður
Jónsson, f. 23.1. 1920, d. 18.6. 2003.
Bróðir Lilju er Jón Gunnar, kvænt-
ur Cheryl Bean, búsett í Vancouver
í Kanada. Óli og Lilja eignuðust
saman fjögur börn. 1) Örn, f. 11.7.
1971, kvæntur Christinu E. Nielsen
og börn þeirra eru Sigurd, Freja og
Anna. 2) Sigurður, f. 5.2. 1973, sam-
og kom víða við eftir það. En mynd-
listin og hestarnir áttu hug hans
allan. Hann var einn af brautryðj-
endum myndlistarmenningar á Ak-
ureyri og var einn af stofnendum
Myndsmiðjunnar sem var forveri
Myndlistaskólans á Akureyri. Hann
var sjálfmenntaður myndlist-
armaður og hélt sína fyrstu einka-
sýningu árið 1973. Óli stofnaði
ásamt eiginkonu sinni Gallerý Há-
hól 1974. Það var fyrsta einkarekna
galleríið á Akureyri.
Hann fékkst til að mynda við
kennslu, starfaði lengi sem gjald-
keri á Pósthúsinu á Akureyri, var
rúman áratug til sjós á togurum Út-
gerðarfélags Akureyringa og
blaðamaður á Degi um tveggja ára
skeið. Í gegnum tíðina setti Óli upp
fjölmargar einkasýningar og tók
þátt í ótal samsýningum, bæði hér
heima og erlendis. Árið 1993 snéri
Óli sér alfarið að málverkinu og
leiddi list hans þau hjónin um víða
veröld. Óli hélt sýningar á vegum
Opera Gallery til að mynda í Lond-
on, New York, Monte Carlo, Genf,
Dúbaí, Singapúr og Seúl. Árið 2007
stofnuðu þau hjónin listhúsið Fest-
arklett í gömlu kartöflugeymslunni
við Kaupvangsstræti á Akureyri og
sýndi Óli þar reglulega.
Útför Óla G. fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 31. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.30.
býliskona hans er Ás-
hildur Hlín Valtýs-
dóttir og börn þeirra
eru Viktor, Anton,
Lilja Karítas og Katr-
ín Líf. 3) Hjördís, f.
28.9. 1974, gift Birni
L. Þórissyni og synir
þeirra eru Þórir Örn
og Jóhann Valur og
frá fyrra sambandi á
Hjördís soninn Ólaf
Hrafn Kjartansson,
faðir Kjartan Ólafs-
son. 4) Hrefna Óla-
dóttir, f. 9.12. 1977,
gift Sverri Gestssyni og börn þeirra
eru Salka, Sólon og Sölvi.
Óli var búsettur á Akureyri allt
sitt líf. Á sumrin sem ungur dreng-
ur dvaldi hann í Þórólfstungu í
Vatnsdal og var hann stoltur af sín-
um húnvetnska uppruna. Hann var
mikill hestamaður og sinnti því
áhugamáli af mikilli ástríðu frá
unga aldri. Óli var afreks-
sundmaður á sínum yngri árum og
vann til ótal verðlauna og var einn
stofnenda Sundfélagsins Óðins á
Akureyri árið 1963. Hann var í svif-
flugi og tók einkaflugmannspróf
árið 1965. Óli varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1966
Elsku pabbi.
Það er sama hvert við lítum,
hvernig við snúum eða stöndum. Þú
ert þar sem við erum. Þú ert alls
staðar í kringum okkur. Málverkin
þín segja allt sem segja þarf. Í þeim
búa orð, sterk orð, sögur, sannar
sögur, draumar, vonir og þrár. Lífs-
reynsla og þín einstaka lífssýn. Þau
ert litrík, sterk og stór, rétt eins og
þú. Það er dýrmætt og ómetanlegt
að eiga verkin þín sem prýða heimili
okkar allra.
Að koma eða fara. Þú varst alltaf á
ferðinni. Í skítugum hestagallanum
með málningarsletturnar í hárinu,
smjattandi á góðgæti sem þú skol-
aðir niður með ísköldu Egils appels-
íni. Einn á ferð? Nei, aldrei. Dýrin
þín stór og smá fylgdu þér hvert fót-
mál.
Þú varst einstakur pabbi. Engum
líkur. Þú varst vinur okkar, kenn-
arinn okkar, sögumaðurinn okkar,
húmoristinn okkar, kletturinn okk-
ar, skaphundurinn og stríðnispúk-
inn okkar. Reddarinn okkar. Alltaf
gátum við leitað til þín með smátt
sem stórt. Þú hafðir einstakt lag á að
hvetja okkur áfram og studdir okkur
ávallt af heilum hug. Kenndir okkur
svo margt sem við komum til með að
búa svo vel að alla tíð.
Þú varst einstakur afi. Ríkur afi.
Stoltur afi. Afabörnin þrettán. Við
munum sjá til þess að minningin um
afa Óla lifi í huga og hjörtum þeirra.
Já. Við verðum svo sannarlega ekki
uppiskroppa með efni í sannar sög-
ur. Spennandi sögur sem vekja
sterkar tilfinningar, kátínu, gleði og
sorg.
Í þér bjó ólgandi kraftur, þraut-
seigja, dugnaður og kappsemi. Þú
ert töffarinn okkar sem aldrei lést
deigan síga, heldur stóðst þú tein-
réttur í baki með báða fætur á jörð-
inni. Hélst ótrauður áfram þótt á
móti blési. Óhræddur og sannur. Þú
ert sigurvegarinn okkar.
Af þér erum við stolt og full þakk-
lætis. Við stöndum sterk saman og
munum hugsa vel um elsku mömmu
okkar og Tínu litlu.
Komið er að kveðjustund, elsku
pabbi. Takk fyrir allt og allt.
Ástar- og saknaðarkveðja,
Örn, Sigurður, Hjördís,
Hrefna
og barnabörnin þrettán.
Ástkær afi og tengdafaðir hefur
nú kvatt okkur og lagt af stað í ferð-
ina miklu, alltof snemma.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum afa Óla, „málaraafa“
eins og strákarnir kölluðu oft afa
sinn. Hann leyfði stundum skegginu
að spretta og minnti einna helst á
gæðalegan jólasvein. Ekki fannst
börnunum það nú amalegt.
Ég kynntist Óla fyrir rúmum sjö
árum og mun minnast hans með
þakklæti í hjarta fyrir góð en því
miður of stutt kynni. Hann hafði dá-
lítinn stríðnisglampa í augum eins
og góðra afa er siður og grínaðist
alltaf í börnunum hvað þetta væri nú
„svakalega flott grænt pils“ eða
„bleikar buxur“, þótt augljóslega
væri alltaf um annan lit að ræða. Þau
voru fljót að leiðrétta hann litlu
skottin og þá hló hann alltaf og þótt-
ist ekkert skilja.
Hann var alltaf að hugsa um hest-
ana sína og fylgdi Tína litla honum
hvert fótmál. Minningin um veiði-
ferðirnar skemmtilegu í sumar með
afastrákunum eiga eftir að lifa í
hjörtum þeirra.
Þau Lilja komu í heimsókn til okk-
ar Sigga í Brisbane um árið og átt-
um við dásamlegan tíma saman í sól
og sumaryl. Hann hélt að hitinn yrði
honum erfiður en það kom svo á dag-
inn að útisvalirnar reyndust honum
hin albesta vinnustofa. Óli málaði
þar hvert stórverkið á fætur öðru og
aldrei skorti hann sköpunarkraft-
inn. Hann var sannarlega listamað-
ur af Guðs náð, penslarnir flæddu
áreynslulaust um strigann þangað
til hvert verk var fullklárað. Það var
virkilega gaman að fá að fylgjast
með myndunum hans verða til.
Vertu sæll elsku Óli og takk fyrir
að gefa lífinu lit í orðsins fyllstu
merkingu.
Þín verður minnst um ókomna tíð.
Þín tengdadóttir,
Áshildur Hlín.
Kæri Óli, nú ertu fallinn frá. Það
er leitt að geta ekki hitt þig í Háhól
og rætt málin. Það var alltaf gaman
að spjalla við þig. Þú hafðir skoðanir
á hlutunum og lást ekki á þeim. Það
var mikill kraftur í þér alveg fram á
síðasta dag. Dugnaður þinn og
þrautseigja ásamt miklum hæfileik-
um skilaði þér á þann stall sem þú
náðir sem listamaður. Alltaf naustu
óskoraðs stuðnings yndislegrar eig-
inkonu. Þú slóst aldrei slöku við.
Nýttir öll tækifæri sem þér gáfust til
þess að mála hvort sem það var með-
fram sjómennskunni á sínum tíma
eða í fríum erlendis.
Hestamennskan var alltaf stór
hluti af þínu lífi. Þú hafðir einstakt
lag og umhyggju fyrir dýrum. Á
gamlárskvöld varstu alltaf rokinn út
um miðnætti til þess að athuga með
hestana og passa upp á að allt væri í
lagi í hesthúsinu.
Fyrir um 18 árum, þegar við
Hrefna vorum að kynnast, kem ég
fyrst inn á heimilið ykkar Lilju. Það
var alveg merkilegt hversu margir
áttu þar samastað. Það voru ekki
bara þið Lilja og börnin heldur líka
stór hluti vina krakkanna. Ástæðan
fyrir þessu var líklega viðmót ykkar
beggja gagnvart krökkunum. Þið
voruð frekar eins og hluti af vina-
hópnum. Þú varst laus við alla yf-
irborðsmennsku. Það vissu allir
hvar þeir höfðu þig, hvort sem það
var lista- og hestamaðurinn Óli G.
eða stríðnispúkinn hann afi Óli.
„Orginal“ varstu.
Þegar þú ferð frá okkur Óli minn
skilurðu eftir þig skarð. Minning þín
mun lifa um ókomna tíð í afkomend-
um þínum, sögunum og málverkun-
um. Þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Megi góður guð varðveita þig.
Nokkur orð frá Sölku:
Elsku afi, ég vildi aldrei að þú
myndir deyja. Elsku afi, ég sakna
þín. /Þín Salka.
Sverrir tengdasonur.
Elsku afi.
Þú varst svo ótrúlega flottur kall
og ég get ekki hugsað mér betri afa.
Þú varst líka svo ótrúlega skemmti-
legur og með mjög sterkar skoðanir
á öllu. Alveg sama hvernig mótlætið
var, hvort það var mikið eða lítið
tæklaðir þú það með stæl. Þannig
bjóst þú til frasann um „að taka einn
Óla G. á hlutina“. Alveg sama hvern-
ig veðrið var og þótt það hafi verið
snjór, ískalt og hvass vindur varstu
alltaf bara í pólóbol, rauða jakkanum
þínum, flauelsbuxum og rennandi
blautum skóm með málningarslettur
úti um allt. Fótboltakvöldin okkar
munu aldrei gleymast enda frekar
eftirminnileg. Þú varst líka svo flott-
ur málari og ég leit alltaf upp til þín í
myndlistarheiminum. Hesta-
mennskan leyndi sér heldur ekki því
þú varst mjög oft uppi í hesthúsi að
sinna hestunum þínum sem þú elsk-
aðir þótt ég hefði nú átt að eyða
meiri tíma með þér þar. Þú skildir
eftir þig smápart í öllum og allir eiga
sögur þegar þeir voru með afa mín-
um, honum Óla G. Þú varst bara frá-
bær afi og elskaður af öllum.
Takk kærlega fyrir allan tímann
sem að við áttum saman þótt ég
myndi innilega óska að hann yrði
lengri. Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér.
Þinn afastrákur,
Óli Hrafn.
Kær stóri bróðir minn er fallinn
frá.
Alltaf kemur kallið á óvart, þrátt
fyrir að þetta sé það sem liggur fyrir
okkur öllum að lokum. Óli bróðir
minn veiktist alvarlega og barðist
hetjulega fyrir lífi sínu í rúma tvo
sólarhringa. Lífshlaup Óla hefur
hingað til verið hlaðið óvæntum at-
vikum og ævintýrum og einhvern
veginn vildi ég trúa því að minn mað-
ur hefði þetta af, enda hingað til ver-
ið eins og kötturinn sem hefur ótal
líf og farið eigin leiðir.
Óli bróðir var minn var töffari og
engum líkur, hann fór ótroðnar slóð-
ir í lífinu og kom til dyranna eins og
hann var klæddur, lét skoðanir sínar
ávallt í ljós á mönnum og málefnum,
ekki alltaf til vinsælda. Óli G. var
vinur vina sinna.
Lífshlaup okkar systkina saman
spannar rúm 53 ár. Ég var 12 árum
yngri og hann því sannarlega stóri
bróðir minn. Fyrstu minningarbrot
voru þau að hann var ansi hreint
stríðinn við litlu systur, ég hafði
fæðst ein systkina á sjúkrahúsi og
var með dökkan lubba á hausnum
sem hin systkini mín gátu ekki stát-
að af. Þegar litla systir var óþæg,
fékk ég gjarnan að heyra frá honum
að ég hefði að öllum líkindum rugl-
ast í kassa á sjúkrahúsinu, ég væri
nú ekkert lík þeim systkinum mín-
um. En annað kom á daginn, þegar
unglingsárin komu með sína fylgi-
fiska, þá líktist ég stóra bróður æ
meir og man ég einmitt þann dag
þegar hann sagði við mig að við vær-
um bara svo lík, orðaði það svo „eins
og tveir brennivínsdropar úr sömu
flösku“. Fylltist ég stolti. Ég var
ekki bara litla systir, nú var ég líka
vinur hans.
En síðan er liðin mörg ár og
margt hefur verið brallað.
Fyrir stuttu hringdi hann í mig og
vildi bjóða systur sinni ásamt manni
til Ítalíu í vor til að vera viðstödd
opnun sýningar. Hann langaði svo til
að einhver nákominn myndi verða
viðstaddur og upplifa það sem hann
var að gera með þeirri miklu við-
urkenningu sem hann fékk fyrir
málverkin sín. Já hann var svo sann-
arlega búinn að slá í gegn og við sem
stöndum honum næst erum stolt af
því, en gerðum okkur samt ekki allt-
af grein fyrir því hversu langt hann
var kominn og hversu viðurkenndur
hann var.
Óli bróðir minn eignaðist þann
besta lífsförunaut sem hægt er að
hugsa sér, hana Lilju okkar, sem var
einungis 16 ára þegar hún kom inn á
okkar heimili. Ég eignaðist bæði
nýja systur og yndislega mágkonu.
Óli og Lilja bjuggu við mikið ríki-
dæmi, eignuðust fjögur góð börn
sem öll eiga maka og eru barnabörn-
in 13 talsins. Þau umvefja nú móður
sína væntumþykju og styrk.
Eins og áður kemur fram hefur
Óli farið ótroðnar slóðir í lífinu og
gert margt um dagana en fyrst og
fremst var hann listamaður fram í
fingurgóma og hestamaður mikill,
gat helgað sig því hvoru tveggja
fram á síðustu stundu og erum við
þakklát fyrir það. Hans er sárt sakn-
að.
Við sem eftir stöndum þökkum
fyrir að hafa átt hann að og vottum
Lilju, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum samúð á erfiðri
stundu. Það birtir á ný, Lilja mín, við
höldum áfram að bralla eitthvað
skemmtilegt saman með góðan
mann sem förunaut í hugum okkar.
Emilía systir.
Elsku bróðir. Það var sama hvað
það var, þú gerðir allt af ofurkrafti,
hafðir skoðanir á öllu og elskaðir að
hafa skoðanaskipti við aðra. Ekki
var það verra ef viðkomandi var ekki
alltaf sammála þér og þú gast rök-
rætt hlutina en umfram allt, þá virtir
þú skoðanir annarra.
Um leið og þú gekkst inn í her-
bergi fylltist það, það var bara pláss
fyrir einn Óla G. Þessi lýsing fylgdi
þér allt fram á síðustu stundu. Þú
kvaddir okkur með látum, en alltof
snemma. Þú hafðir mikla tjáningar-
þörf, hvort sem var í rökræðum,
þegar þú tókst á við hrossin sem
voru þér svo kær eða þegar þú mál-
aðir. Myndirnar þínar endurspegl-
uðu persónuleika þinn sem var svo
sterkur að eftir honum var tekið,
ekki bara á litla Íslandi, heldur um
heim allan.
Elsku bróðir, minningarnar eru
margar, góðar og dýrmætar. Við átt-
um svo margar frábærar og einstak-
ar stundir. Ég var enn þá ungur þeg-
ar þú varst kominn með fjölskyldu,
fjölskyldu sem er mér svo kær. Lilja
og börnin þín standa mér nærri og
um hag þeirra mun ég ávallt standa
vörð í þinni fjarveru. Ég veit að þú
ert nú á góðum stað og í góðum
höndum. Nú getið þið mamma hald-
ið áfram að rökræða hlutina og verið
sammála um að vera ósammála.
Þín er sárt saknað og stórt skarð
er skilið eftir, skarð sem erfitt verð-
ur að fylla.
Örn Jóhannsson og fjölskylda.
Elsku Óli G., frændi minn og vin-
ur.
Síðan um daginn, þegar ég frétti
af „brottför“ þinni – hef ég um fátt
annað hugsað, með sorg í hjarta. En
hvert fórstu? Yfir móðuna miklu,
upp til Guðs eða í annan heim, lengst
út í geim? Hefur þú núna hitt alla
hina sem fóru á undan okkur, mér og
þér? Það þætti mér gaman að vita,
því þá verður þetta strax svo miklu
bærilegra.
Enginn getur fyllt þitt skarð, eng-
inn kann sömu skemmtilegu sögurn-
ar og þú, enginn lætur okkur hin
heyra það á jafn óbilgjarnan hátt og
þú, og enginn málar af sama krafti
og hraða og þú!
Svo frændi, ég kveð þig með trega
og mun sakna þín sárt, en held í þá
von að þetta sé ekki allt búið enn og
við sjáumst síðar, hvenær og hvar
sem það nú verður.
Elsku hjartans Lilja og fjölskylda,
fyrir mína hönd, systkina minna og
fjölskyldna okkar sendi ég innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð
blessi ykkur öll.
Hjördís Frímann.
Elsku Óli frændi
Þá er forsprakki fjölskyldunnar
farinn og eftir situr fjölskyldan með
sorg í hjarta en svo ótal margar og
góðar minningar. Þessi veikindi þín
voru allt of skyndileg og ótímabær.
Þú áttir alveg eftir að verða gamall
og lúinn karl búandi með þinni ynd-
islegu konu í ellinni í Háhól. En í
mínum huga varstu enn ungur og
svo sannarlega ekki lúinn. Nú sem
aldrei fyrr fékkstu viðurkenningu
fyrir verk þín og það sem við hin í
fjölskyldunni munum monta okkur
af þér og verkum þínum sem prýða
marga staðina.
Minningarnar um góðar stundir
með þér og Lilju hverfa ekki úr huga
mér núna. Ég hugsa enn um það
hvað það gladdi mig mikið að hitta
ykkur tvö í Barcelona þar sem við
röltum um fallega garða og nutum
sólarveðursins. Þegar kom að
kveðjustund gat ég ekki hugsað mér
að kveðja ykkur strax og þið voruð
fljót að bjóða mér að borða með ykk-
ur um kvöldið. Sú kvöldstund var
yndisleg. Þið töluðuð með stolti um
börnin ykkar og þú eflaust sagt
margar fagurskreyttar sögurnar
sem aldrei var leiðinlegt að hlusta á.
En það væri ekki við hæfi hér að
tala eingöngu um þig sem algjöran
dýrling. Þú varst svo sannarlega
maður með skoðanir og óhræddur
við að segja þína meiningu sem gerði
þig að þessum stóra og skemmtilega
karakter. Ég er mjög svo fegin að
hafa einungis þurft að kynna þig fyr-
ir einum kærasta í gegnum tíðina.
Við Halldór Svavar minnumst þess
oft með brosi á vör þegar þú beiðst í
forstofunni í Brekkugötunni og sast
fyrir honum þegar hann kom inn um
dyrnar. Yfirheyrðir hann um ættir
og eigið ágæti og hræddir hann eins
og þú gast og hafðir gaman af. Eftir
það var honum síðan tekið með opn-
um örmum inn í fjölskylduna.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast þér og allar þessar góðu
stundir í Háhól, reiðtúrarnir og auð-
vitað hin ótal mörgu skemmtilegu og
skrautlegu jólaboð sem verða ansi
tómleg án þín og ömmu Hjö.
Þú skilur eftir þig mikið ríkidæmi
og hægt er að sjá stóran hluta af þér
í öllum börnunum þínum. Sérstak-
lega fannst mér gaman að heim-
sækja Ödda son þinn til Danmerkur
því hann líkist þér heldur betur
meira með hverju árinu. Ekki leið-
inlegt að sitja með honum og heyra
sögur fram á nótt. Við vitum alla-
vega hvaðan það kemur.
Elsku Lilja, Öddi, Siggi, Hjördís
og Hrefna, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur, að hafa
misst þennan merkilega og góða
mann.
Edda.
Óli er fallinn frá á hátindi lista-
mannsferils síns. Minningabrotin
fljúga hjá, enda kynni okkar Óla orð-
Óli G. Jóhannsson