Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
www.noatun.is
Hafðu það
gott með
Nóatúni
FISKRÉTTUR AÐ
HÆTTI BÖRSUNGA
KR./KG
1259
1798
20%
afsláttur
Steingrímur J. ber sig illa og telurað Jóhanna fari offari er hún tal-
ar í oflætistón niður til VG.
Menn eiga ekkiað „hræra í
innyflum hver ann-
ars,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon,
formaður VG, í sam-
tali við vefritið
Smuguna, þegar hann var spurður út
í ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur,
formanns Samfylkingarinnar.
Hvað á Steingrímur nákvæmlegavið? Er Þráinn þarmarnir?
Guðfríður Lilja gallblaðran? Björn
Valur brisið eða jafnvel botnlanginn?
Árni Þór þvagblaðran? Hver er þá
nýra, lifur og ristill? Getur ekki Um-
boðsmaður Alþingis beðið um skrif-
lega skýringu og stuðlað þannig að
stjórnfestu í viðkvæmri stöðu?
En Jóhanna gerði fleira en að rótaí smágirninu í samstarfs-
flokknum. „Það er hættulegur leikur
að spila pólitískan einleik á kostnað
samstarfsfélaga sinna,“ sagði Jó-
hanna.
Jóhanna Sigurðardóttir hefurkomist að því að það sé hættu-
legt að spila einleik í pólitík.
Siggi Hall tilkynnti í gær að þaðværi ömurlegt að bjástra í mat-
argerð.
Benny Goodman reis upp úr gröfsinni af sama tilefni og sagðist
fyrirlíta sérhvern sem léki á klarin-
ett.
Ólafur Stefánsson varaði við illumáhrifum handbolta á börn.
Kristinn Sigmundsson heimtar að
bassar séu bannaðir með lögum.
Fjörlegir dauðakippir
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 slydda
Bolungarvík 1 snjóél
Akureyri 5 léttskýjað
Egilsstaðir 5 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 3 skýjað
Nuuk -11 snjókoma
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló -6 heiðskírt
Kaupmannahöfn 0 heiðskírt
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki -5 heiðskírt
Lúxemborg 1 heiðskírt
Brussel -1 heiðskírt
Dublin 2 léttskýjað
Glasgow 2 skýjað
London 3 léttskýjað
París 1 heiðskírt
Amsterdam 0 skýjað
Hamborg -1 þoka
Berlín 0 skýjað
Vín -2 alskýjað
Moskva -2 snjókoma
Algarve 12 léttskýjað
Madríd 3 skýjað
Barcelona 10 skýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 7 skýjað
Winnipeg -32 léttskýjað
Montreal -10 snjókoma
New York 0 heiðskírt
Chicago 0 frostrigning
Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
31. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:12 17:11
ÍSAFJÖRÐUR 10:34 16:59
SIGLUFJÖRÐUR 10:18 16:41
DJÚPIVOGUR 9:46 16:36
Það var líf og fjör á árlegu Jap-
anshátíðinni í Háskóla Íslands um
helgina. Hátíðin er samstarfsverk-
efni nemenda í japönsku máli og
menningu við HÍ og sendiráðs Jap-
ans á Íslandi. Um 50 manns nema
japönsku við háskólann og lögðu
nemendur sig fram við að skipu-
leggja og kynna ýmis atriði sem
tengjast Japan á einn eða annan
hátt. Gestum var meðal annars boðið
að kynna sér matargerðarlist, jap-
anska skrautritun og japanskt papp-
írsbrot sem nefnist origami á ja-
önsku.
Sindri Antonsson japönskunemi
segir viðtökurnar við hátíðinni ávallt
góðar og til marks um mikinn Jap-
ansáhuga hér á landi. Sjálfur fékk
Sindri áhuga á Japan þegar hann fór
þangað sem skiptinemi á mennta-
skólaárunum. Hann er með svarta
beltið í júdói svo hann sá um að
kynna japanskar bardagalistir á há-
tíðinni.
„Flestir japönskunemar hér á Ís-
landi eru annaðhvort búnir með ann-
að nám eða stefna á að læra eitthvað
annað svo sem viðskipti en það leyn-
ast mörg tækifæri fyrir Íslendinga í
Japan, bæði í viðskiptum með fisk og
svo innan orkugeirans.“
Sindri mun klára japönskunámið
úti í Japan næsta vetur og stefnir
svo í verkfræði í framhaldinu. Hann
segir ímynd Íslands sterka meðal
Japana. Þeir líti á Ísland sem tákn
um hreina náttúru þar sem end-
urnýjanlegir orkugjafar séu í háveg-
um hafðir. hjaltigeir@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Kimono Rósa Blöndal, Guðrún Emilía og Sigrún Lea eru allar á fyrsta ári í
japönsku. Þær heilsuðu ljósmyndara á mjög japanskan hátt.
Japönsk menning
í hávegum höfð
Morgunblaðið/Ómar
Júdó Sindri Antonsson kynnti jap-
anskar bardagaíþróttir á hátíðinni.
Reiknað er með að sanddæluskipið
Skandia komi til landsins í lok þess-
arar viku og hefji í framhaldinu
sanddælingu úr Landeyjahöfn. Mæl-
ing sem Siglingastofnun lét gera við
höfnina fyrir helgi bendir til að dýpi
sé þar nú meira en búist var við.
Herjólfur hefur ekki siglt inn í
Landeyjahöfn undanfarna daga.
Siglingastofnun hefur samið við Ís-
lenska gámafélagið um dælingu úr
höfninni, en það ætlar að nota nýtt
skip, Skandia, til verksins. Þetta skip
er mun öflugra en Perlan sem notast
hefur verið við til þessa. Skandia get-
ur líka athafnað sig í meiri ölduhæð
en Perlan.
Í frétt á eyjafrettir.is kemur fram
að Skadia fari í skoðun í Danmörku á
morgun og stefnt sé að því að skipið
verði komið til landsins fyrir vikulok.
Fram kemur einnig í fréttinni að
Siglingamálastofnun hafi látið kanna
dýpi við Landeyjahöfn fyrir helgi og
þá hafi komið í ljós að grynnsti
punkturinn við höfnina sé 4 metrar.
Haft er eftir Sigurði Áss Grétarssyni
hjá Siglingastofnun að þetta komi á
óvart. Staðan sé góð austan við hafn-
armynnið, en grunnt sé vestan við
það. Hann telur að það þurfi ekki að
taka nema um tvo daga að opna
höfnina þegar Skandia getur byrjað
á verkinu.
Sanddæluskip til
landsins í vikulok
Morgunblaðið/RAX
Landeyjahöfn Talið er að ekki taki
nema um tvo daga að opna höfnina