Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
um síðustu ár þegar við Björgvin
komum í Sunnuhlíð til Gylfa og hann
sagði „já er ekki drottningin með
þér“. Þar á eftir spurði hann um
stelpurnar og Jónu Maríu í Vene-
súela og litlu langafadúlluna.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem.)
Guðný Inga.
Elsku afi okkar. Tilfinningar okk-
ar eru blendnar á þessum tíma, léttir
fyrir þig að fá hvíldina sem þú þráðir
en einnig söknuður hjá okkur þegar
við kveðjum þig. Við eigum margar
góðar minningar úr Vorsabænum
þar sem þið amma bjugguð lengst af.
Alltaf boðið upp á eitthvert góðgæti
og farið í pottinn á góðviðrisdögum.
Oft fórum við með þér í bíltúr og þá
yfirleitt niður á höfn að skoða bátana
og skemmtiferðaskipin. Þið amma
voruð sem eitt og það var þér, og
okkur öllum, erfitt þegar hún kvaddi
þennan heim skyndilega í september
2007. Þið höfðuð gaman af því að
ferðast og voruð búin að ferðast
saman út um allan heim. Það voru
margar ferðirnar sem við fórum með
pabba að sækja ykkur út á flugvöll.
Síðustu ár hafa verið erfið eftir að
þú veiktist og fluttir á Sunnuhlíð. En
nú hefur amma tekið á móti þér og
þú kvaddir þennan heim sáttur.
Elsku afi, þú tókst okkur alltaf
opnum örmum og vildir allt fyrir
okkur gera. Við erum þakklát fyrir
þann tíma sem við áttum saman –
Guð geymi þig!
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
(Pétur Þórarinsson)
Guðrún og Gylfi.
Nú kveðjum við yndislega afa okk-
ar í hinsta sinn. Þegar við sitjum
hérna að rifja upp gamlar og góðar
minningar sem við höfum átt með
honum og ömmu Jónu verðum við
svo glaðar og þakklátar fyrir þær
allar.
Við minnumst þess hve gaman það
var að koma í heimsókn til afa og
ömmu, við vorum svo heppnar að
búa rétt hjá þeim svo við gátum rölt
yfir til þeirra hvenær sem var. Það
var svo æðislegt að gista hjá ömmu
og afa og halda „kósíkvöld“. Þá var
búið að kaupa fullt af nammi og Bug-
les og við horfðum öll á mynd í sjón-
varpinu. Eftir myndina brutum við
saman fötin okkar og afi og amma
komu og báðu bænirnar með okkur,
þá reyndum við að fara með allar
bænirnar sem við kunnum til að
halda þeim lengur hjá okkur.
Amma og afi pössuðu að við hefð-
um alltaf nóg að gera hvort sem það
var að sveifla okkur á þvottaslánni í
garðinum, telja klink, mála listaverk
með penslum á pottlokið úti í heita
pottinum, fara í dúkkuleik eða bara
syngja úr söngbókinni góðu.
Afi var oftast frekar rólegur og yf-
irvegaður og var ekkert voðalega
hrifinn af því þegar við fórum að
glamra á orgelið sem var inni í stofu.
Afi reyndi því oft að kenna okkur
einhver falleg lög en okkur fannst
skemmtilegast að spila eitthvað
frumsamið sem skapaði frekar mikil
læti. Það kætti afa mikið þegar
Sigga Þórey byrjaði að æfa á píanó
og þegar amma og afi fluttu úr
Vorsabænum fékk hún að eiga org-
elið til að æfa sig á heima.
Það var hægt að sjá á afa okkar
hversu gramur hann gat orðið þegar
langafabarn hans, Daniela Inga, var
með fliss og læti en hann hafði samt
sem áður lúmskt gaman af fjörinu í
henni. Þau voru alltaf svo góð hvort
við annað og afi spurði í sífellu um
Danielu Ingu þegar hún var ekki á
Íslandi.
Við verðum svo sorgmæddar þeg-
ar við hugsum til þess að minning-
arnar verði ekki fleiri. Þó að við vit-
um að þú þráðir ekkert heitar en að
komast yfir til ömmu og við ætlum
að halda áfram að reyna að gera
ykkur stolt því við vitum að þið eruð
bæði að fylgjast með okkur. Við
elskum þig svo mikið, afi, og okkur
langar að láta vísuna, sem þér líkaði
svo vel og söngst oft fyrir okkur,
fylgja með:
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa.)
Jóna María, Eva Björg
og Sigríður Þórey.
Gylfi var föðurbróðir okkar systr-
anna. Yngri bróðir pabba og hans
eina systkini, aðeins lægri en hann,
ljóshærðari en dekkri á húð, skegg-
laus með heimsins glæstasta péturs-
spor og meiri gæi. Hann var smiður
og bar það með sér. Hann kunni að
blístra eins og aðeins smiðir geta
gert, hann hafði misst framan af
löngutöng annarrar handar og þegar
við vorum litlar fylgi honum mild og
góð lykt af sagi og hefilspónum. Þeir
voru mjög líkir bræðurnir, en um
leið ólíkir. Gylfi var meiri tæknikall
en pabbi – við fórum heim til Gylfa
og Jónu þegar íslenskt sjónvarp
sendi út í fyrsta skipti – og hann átti
flotta bíla. Við munum eftir svörtum
amerískum kagga með vængjum, á
meðan grasafræðingurinn bróðir
hans keyrði um á Land-rover.
Gylfi var líka greinilega sonur
móður sinnar – hann hló mildilega
inn í sig eins og hún, var handlaginn
eins og hún, með stórar og fallegar
hendur og hefur örugglega farið
jafnmikið hjá sér gagnvart vitleysu
og hún. Og Gylfi var að sjálfsögðu
með hinn fræga Kvíabólssvip, með
fagurlega lagaðar augabrýr sem
skutust langt upp á enni þegar hon-
um var skemmt.
Framan af var eins og fjölskyld-
urnar hefðu skipulagt barneignirnar
þannig að börn fæddust þeim báðum
á sama ári – Einar og Gréta, Mar-
grét og Ingibjörg, Sigga og Björg-
vin, en svo sögðu Gylfi og Jóna stopp
– Þórey var stök og það þótti henni
ósanngjarnt. Lengi var samgangur-
inn mikill – farið í ferðir út úr bæn-
um á sumrin, hist á afmælum og há-
tíðum og í árvissri jólaveislu þar sem
við borðuðum saman og Jóna sá fyrir
því að það var hlegið svo að tárin
runnu niður kinnarnar á okkur. Gylfi
var skemmtilegur og stríðinn og
puttinn sem á vantaði lék stórt hlut-
verk; við að þykjast bora myndar-
lega í nefið eða svindla í Sovét, sem
alltaf var spilað við ærsl og hlátur.
Okkur þóttu líka matarvenjur Gylfa
sérstakar, hann borðaði til dæmis
jólaköku með rækjusalati. Þetta
þótti honum gott, eða kannski bara
gaman að borða fyrir framan star-
andi börnin.
Í jólaboðunum góðu kom alltaf að
því að karlpeningurinn fór að ganga
um gólf – pabbi og Gylfi, Einar og
Björgvin, allir með sama baksvipinn,
allir brosmildir og þöglir og allir
glöddust þeir jafnmikið þau jólin
sem baðherbergið læstist og þeir
stóðu raulandi við hurðina – glaðir
að fá eitthvað að bauka, og Gylfi
yngri sem þá hafði bæst í hópinn
lagði þeim að sjálfsögðu lið. Við
kvenpeningurinn horfðum á þá og
hlógum að þeim, með baksvipinn
sinn, raulið og fallegu hendurnar.
Gylfi og Jóna – oftast nefndi mað-
ur þau í sömu andrá. Falleg og
glæsileg og það er erfitt að hugsa sér
annað án hins. Þegar Jóna féll frá
var sem hluti af Gylfa hefði horfið.
Og nú er hann farinn á eftir henni.
Með Gylfa hverfur hluti af okkur
sjálfum – hluti af fjölskyldunni sem
tengdi okkur við fortíðina – við
ömmu og Norðfjörð og þann hluta af
okkur sem raular inn í sig, er hand-
laginn og hefur unun af söng.
Við systurnar sendum þeim Ein-
ari, Margréti, Björgvini og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Margrét, Ingibjörg, Sigríður
og Þórey Eyþórsdætur.
Mér er það bæði ljúft og skylt að
kveðja minn gamla góða vin, ná-
granna og föður Margrétar æsku-
vinkonu minnar.
Við bjuggum hlið við hlið til
margra ára. Besti nágranni í heimi,
besti pabbi í heimi að mér fannst!
Heiðarlegur, hjartahlýr, ákveðinn
stundum, strangur þegar þess
þurfti, og fallegur jafnt innan sem
utan. Síðustu ár voru honum örugg-
lega ekki að skapi, enda mjög órétt-
látt að þessi góði maður þyrfti að
vera fastur í eigin líkama, með
skerta getu bæði á tal og göngu. En
hugurinn í lagi.
Sl. sumar þegar við Margrét fór-
um til hans í Sunnuhlíð sagði þessi
elska, þegar við komum, tvíburarnir
mínir. Þetta þótti mér mjög vænt
um.
En kæri vinur, góða ferð, þú skilar
kveðju til Jónu og allra hinna sem
eru farnir. Það hefur örugglega ver-
ið tekið vel á móti þér, með flottu
þorrablóti, þegar þú mættir á svæð-
ið.
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar
yfir jörðu fer.
Sof þú væran, vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Takk fyrir allt, Gylfi minn.
Anna Björg Stefánsdóttir.
Það var á haustmánuðum 1967 að
ég var kynntur fyrir þessum manni.
Það var verið að ganga frá ráðningu
minni hjá fyrirtækinu „Húsgagna-
vinnustofa Ingvars og Gylfa“ en það
fyrirtæki rak hann og átti með fé-
laga sínum. Þessi snaggaralegi, lág-
vaxni maður kom mér fyrir sjónir
sem ákveðinn, kröfuharður og
hörkuduglegur maður. Þessi kynni
áttu eftir að reynast mér vel. Það
kom í ljós eftir því sem við kynnt-
umst betur, hvað hann var ljúfur og
góður. Hann var meistarinn minn í
húsgagnasmíði og reyndist mér góð-
ur lærifaðir í því námi.
Á þessum vinnustað var mjög góð-
ur vinnuandi sem skapaðist af því að
allir sem þarna unnu voru samtaka
um að hafa gaman af því að vinna
saman. Fyrir utan það að smíða hina
daglegu framleiðslu, sem voru rúm
og stofuskápar, fengum við mörg
sérverkefni sem við lærðum mikið
af. Þegar boðið var til veislu í tilefni
þorra, var gott að koma til þeirra
hjóna, Gylfa og Jónu í Vorsabæ 9.
Þar lærði maður að smakka hákarl
og drekka viðeigandi skolvatn til að
renna veigunum niður. Þá var hleg-
ið. Þá var líka hraustlega tekið til
söngraddarinnar og þá lærði maður
furðuleg lög eins og „ Situr á bita
sultar …“ og fleiri góð lög.
Síðustu árin hafa verið erfið hjá
mínum manni. Erfið veikindi gerðu
það að verkum að hann var bundinn
hjólastól síðari ár og gat illa tjáð sig.
Ég hitti hann aðeins einu sinni eftir
að hann veiktist og fannst mér báðir
hafa gaman af. Ég kveð þennan
meistara minn nú og minnist hans
með mikið þakklæti í huga og þökk
fyrir það veganesti sem hann gaf
mér fyrir lífið.
Aðstandendum votta ég samúð.
Kristbjörn Þorkelsson (Krissi.)
HINSTA KVEÐJA FRÁ SVÍÞJÓÐ
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Elsku afi, hvíl í friði.
Tanja og Patrik.
✝ Sigurður JónKristjánsson
fæddist á Vesturgötu
35a í Reykjavík 18.
ágúst 1928. Hann lést
á Landakoti, 21. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristján Guðmunds-
son frá Villingadal,
kaupmaður í Krón-
unni, f. 28.5. 1892, d.
30.8. 1977, og Sigrún
Sveinsdóttir frá
Skagaströnd, hús-
móðir, f. 24.8. 1905, d.
15.6. 1971. Bræður Sigurðar eru
Guðmundur H., fyrrverandi kaup-
maður í Krónunni í Mávahlíð, f.
14.10. 1926, d. 14.8. 1974, Rík-
harður Sveinn, fyrrverandi kaup-
maður í Krónunni á Vesturgötu, f.
15.2. 1931, d. 16.1. 2002 og Björn
B., fyrrv. kaupmaður, f. 25.3. 1933.
Sigurður kvæntist Svönu Svein-
björnsdóttur, þau skildu. Börn
þeirra eru: Gylfi, f. 21.4. 1958,
tæknifræðingur. Gylfi er kvæntur
Súsönnu Þ. Jóns-
dóttur. Sonur hennar
er Hákon Örn Árna-
son, f. 5.6. 1986, sam-
an eiga þau dæturnar
Katrínu, f. 1.8. 1993,
og Nínu Kolbrúnu, f.
27.12. 1997; Sigrún, f.
23.5. 1960, hjúkr-
unarfræðingur. Sig-
rún er gift Hermanni
Ólasyni. Börn þeirra
eru: Óli Andri, f.
26.12. 1988, Svana
Rún, f. 1.3. 1993, og
Helga Rún, f. 7.7.
2001.
Sigurður fór ungur til sjós og
starfaði bæði á togurum og fragt-
skipum. Hann var lengst af báts-
maður á m/s Gullfossi. Sigurður
hætti síðar til sjós og starfaði hjá
Reykjavíkurhöfn frá 1984 þar til
hann lét af störfum vegna aldurs.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag, mánudaginn
31. janúar 2011, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Jæja, þá er blessaður kallinn minn
hann Siggi bátur allur. Okkar kynni
hófust er ég sem ungur drengur var
ráðinn sem viðvaningur á M/s Gull-
foss. Sigurður var bátsmaður á Gull-
fossi er ég hóf störf mín hjá Eimskip.
Ég er uppalinn vestur á fjörðum
og kom beint af fiskibátum um borð í
flaggskip Íslands, er þá var. Þetta
var nýr heimur fyrir mig. Þarna réð
snyrtimennskan og töluverður ann-
ar agi, en ég átti að venjast. Sigurður
tók mig strax undir sinn verndar-
væng og predikaði yfir mér eins og
honum var einum lagið og saman
vorum við á Gullfossi í ein sjö ár, er
leiðir okkar skildi og ég fór á annað
skip. Af og til hittumst við á förnum
vegi eins og títt er um sjómenn og
voru umræður okkar alla tíð góðar.
Ekki kom maður að tómum kofunum
þar sem Sigurður lét í ljós skoðanir
sínar á mönnum og málefnum líð-
andi stundar.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég vin minn Sigurð bátsmann
og hef þetta ekki lengra og votta
ættingjum hans og vinum mína
dýpstu samúð og megi góður Guð
vera með honum. Blessuð sé minn-
ing hans.
Guðmundur Kr. Kristjánsson.
Sigurður Jón
Kristjánsson
✝ Smári FanndalEinarsson fædd-
ist í Sigluvík á Sval-
barðsströnd 14. jan-
úar 1940. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
21. janúar 2011. For-
eldrar hans voru
Bára Sævaldsdóttir,
f. 7. aprí 1915, d. 5.
ágúst 2007, og Einar
Elíasson, f. 6. ágúst
1915, d. 26. júlí 2002.
Fósturfaðir Smára
var Valdimar Krist-
jánsson, f. 7. febrúar 1917, d. 16.
janúar 1985. Bróðir sammæðra
Sævaldur Valdimars-
son, systkini sam-
feðra Ásmundur,
Ólafur, Ólafía og
Þórunn.
Smári ólst upp í
Sigluvík, en flutti í
Skriðu í Hörgárdal
19 ára gamall. Bjó
hann þar til 1996,
fór hann þá á dval-
arheimilið Skjald-
arvík og síðan í
Kjarnalund.
Útför Smára fer
fram frá Möðruvalla-
kirkju í Hörgársveit í dag, 31. jan-
úar 2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Smári okkar, það voru forrétt-
indi að fá að alast upp með þér.
Við litum alltaf á þig sem eitt af
okkur systkinunum og eigum við
margar góðar minningar um það
sem við gerðum með þér, t.d. spil-
uðum við mikið olsen olsen, svarta
Pétur, hæ gosa og var þá oft mikið
hlegið. Það var oft fjör í fjósinu
þar sem þið pabbi slógust um húf-
una þína og fékk hún oft að fljúga
upp á fjósbitana. Þeir voru ófáir
kálfarnir sem þú varst búinn að
kenna að drekka úr fötu og taut-
aðir á meðan: „Svona, troddu
hausnum á þér ofan í kolluna.“ Oft
stríddum við þér á því að þeir
tækju allir á móti þér þegar þú
kæmir yfir, svo líklega ertu búinn
að mæta þeim nú.
Þú varst duglegur að safna að
þér alls kyns dóti og þótti okkur
krökkunum gaman að fá að skoða í
skápinn hjá þér og voru ófáar
grímurnar sem þú varst búinn að
búa til. Einnig varstu duglegur að
saga út alls kyns dýr og búa til
dúkkuborð og stóla handa okkur
og börnunum okkar. Eftir að þú
fórst á dvalarheimilið hélstu áfram
að föndra og stytti það þér stund-
irnar.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku Smári, og endum þetta með
setningunni sem við kvöddumst
alltaf með: „Far vel frans.“
Ragnheiður, Jónína,
Mínerva Björg, Davíð
og Sigríður Kristín.
Smári Fanndal
Einarsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög.
Minningargreinar