Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GYLFI EINARSSON,
Sunnuhlíð,
Kópavogi,
áður Vorsabæ 9,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
fimmtudaginn 20. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 31. janúar
kl. 13.00.
Einar Gylfason, Sigríður Magnúsdóttir,
Margrét Gylfadóttir,
Björgvin Gylfason, Guðný Inga Þórisdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, vinar og
afa,
HALLDÓRS RÓSMUNDAR HELGASONAR,
Pósthússtræti 3,
Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-deildar
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og krabbameins-
lækningadeildar á Landspítalanum fyrir hlýhug og kærleiksríka umönnun.
Magnea Halldórsdóttir, Kristján Ingi Helgason,
Ragnar Helgi Halldórsson, Þórunn Friðriksdóttir,
Halldóra Halldórsdóttir, Erlingur Rúnar Hannesson,
Guðrún Bjarnadóttir,
afabörn og fjölskyldur.
✝
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
FRIÐFINNUR FRIÐFINNSSON
frá Baugaseli,
Tjarnarlundi 13c,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 23. janúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 3. febrúar kl. 13.30.
Rannveig Ragnarsdóttir,
Elín Una Friðfinnsdóttir, Ketill Hólm Freysson,
Erla Hrund Friðfinnsdóttir, Páll Baldursson,
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson,
Emil Friðfinnsson, Sabine Friðfinnsson,
Ragnar Eyfjörð Árnason, Ingibjörg Sigurðardóttir,
afa- og langafabörn.
Látin er móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma
MATTHILDUR PÁLSDÓTTIR
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Gunnar Kjartansson, Kristín Stefánsdóttir,
Hildur Gunnarsdóttir, Páll S. Pálsson,
Stefán Gunnarsson,
Kjartan Gunnarsson Ravn, Camilla Ravn,
Kristín Hrönn, Gunnar Páll, Stig og Sune.
✝ Bjarni Jónssonfæddist 7. júlí
1922, hann lést í Víði-
hlíð í Grindavík 20.
janúar 2011.
Foreldrar: Guðrún
Eggertsdóttir (1898 –
1971) og Jón Þorkels-
son (1896 – 1986) sem
bjuggu í Kothúsum í
Garði, þar sem Bjarni
átti bernsku- og
æskuár. Systkini:
Eggert (1921 – 2005),
Aðalsteinn (f. og d.
1926), Sveinn (1927 –
1978) og Guðríður Sigurlaug (1932).
Bjarni kvæntist Ástu Árnadóttur
(1922) frá Landakoti, Sandgerði,
þann 2. september 1944. Börn
þeirra: Arnar Magnús (1944 –
lengst af á Skólavegi 26 og svo á
Aðalgötu 1. Bjarni ólst upp í Garði,
vann ungur við fiskvinnslu og út-
gerð. Sat skóla í Garði og síðan á
Laugarvatni, stundaði nám í Iðn-
skóla Keflavíkur og lauk þaðan
sveinsprófi 1952 og meistaranámi í
húsasmíði 1955. Bjarni vann við um-
sjón húsnæðis og mannvirkja á
Keflavíkurflugvelli 1948-1992,
lengst af sem yfirverkstjóri við
verklegar framkvæmdir.
Bjarni var félagslyndur og jafn-
réttissinnaður maður. Hann var
virkur þátttakandi í fjölmörgum
samfélagsverkefnum, sat í sókn-
arnefnd Keflavíkurkirkju í 14 ár,
þar af formaður í fjölda ára. Bjarni
var félagi í Karlakór Keflavíkur,
var formaður byggingarnefndar fé-
lagsheimilis kórsins.
Útför Bjarna verður frá Keflavík-
urkirkju í dag, 31. janúar 2011 og
hefst athöfnin kl. 13.
1947), Arnar (1948)
maki Guðrún Eiríks-
dóttir (1947), Guðrún
(1949) maki Hörður
Gíslason (1948), Sig-
ríður Júlíana (f. og d.
1956) og Sigríður Júl-
ía (1957) maki Björn
Sigurðsson (1956).
Barnabörnin eru:
Helga (1970), Ásta
(1973), Bjarni (1973),
Gunnar (1977), Einar
Örn (1977), Árný
(1992) og Unnur
(1996). Barna-
barnabörnin eru: Emil (1993), Jón
Axel (1997), Einar Árni (2002),
Kristjana Júlía (2003), Hilmir Gauti
(2005) og Álfrún (2006).
Bjarni og Ásta bjuggu í Keflavík,
Ég vil þakka elsku pabba mínum
að hafa verið mér fyrirmynd í heið-
arleika og trygglyndi. Mín fyrsta
minning um hann er þegar fjöl-
skyldan er að fara til ljósmyndara.
Hann hélt á mér inn undir frakk-
anum sínum og skýldi mér fyrir
hríðarbylnum og þannig var hann
alla tíð.
Alltaf var hann boðinn og búinn til
að hjálpa okkur systkinunum hvort
sem það var að leggja parket, smíða
handrið eða vel hugsuð ráð á öðrum
sviðum. Hann var ekki mikill sel-
skapsmaður, en fylgdi henni
mömmu allt sem hún vildi fara.
Enda var samband þeirra einstak-
lega fallegt.
Góðar minningar á ég þegar hann
var að undirbúa sig fyrir konserta
Karlakórs Keflavíkur, sem hann
söng með í ein 40 ár, syngjandi lag-
línur nýklipptur og strokinn í kjól-
fötum. Hann vann lengst af á Kefla-
víkurflugvelli og gegndi þar
ábyrgðarstörfum. Ekki fékkst hann
til að kaupa nammi eða gallabuxur
handa mér. Nei, það gerði hann
ekki, hann var prinsippmaður. Ég
varð að finna aðrar leiðir til að eign-
ast svoleiðis góss.
Hann pabbi minn gerði ekki flugu
mein eins og sannaðist daginn sem
ég var skírð. Þá er hann settur í það
að ryksuga flugurnar úr gluggan-
um, sem hann gerði en hleypti þeim
síðan út undir bert loft. Blessuð sé
minning hans og guð styrki mömmu.
Sigríður Júlía Bjarnadóttir.
Það var vetur þegar ég kom fyrst
á Skólaveg 26. Bjarni tilvonandi
tengdafaðir minn sat við stofuborðið
og lagði kapal. Það gerði hann oft og
líka réð hann hverja krossgátuna
eftir aðra. Síðar lærði ég að fátt var
það sem hann gat ekki leyst, hvort
sem það sneri að smíðum eða við-
gerðum.
Þegar við Addi gerðum tilraun til
að byggja okkur raðhús í Keflavík
var hann alltaf boðinn og búinn að
hjálpa okkur. Bílinn þeirra fengum
við að láni eftir þörfum og alltaf þeg-
ar við komum til Íslands var það
fyrsta sem við gáðum að, eftir að við
komum gegn um tollinn, hvort ekki
biði Bjarni Jóns til að keyra okkur
heim á Skólaveg þar sem borðin
svignuðuðu undan kræsingum. Kon-
an hans hún Ásta sá um það. Þau
komu nokkrum sinnum í heimsókn
til okkar í Lúx og oft var farið í bíl-
túra í allar áttir. Virtist Bjarni hafa
gaman af því. Einnig fóru þau í
nokkrar skemmtisiglingar og tók þá
Bjarni mikið af ljósmyndum en það
var eitt af hans áhugamálum. Feng-
um við marga ferðasöguna að heyra
þegar við komum.
En þótt ferðalög væru honum
hugleikin þá átti Ísland hug hans
allan og ekki síst staðurinn þar sem
hann átti sín uppvaxtarár. Það voru
í Kothús í Garði. Að aka Garðhring-
inn, það gerði hann oft. Einnig
stundaði hann mikið útiveru, fór í
sund flesta daga og hjólaði.
Seinni árin glímdi þessi sterki og
hrausti maður við erfið veikindi og
erfitt að horfa upp á þau en enginn
fær slíku ráðið. Við munum geyma
fallega minningu um hann og barna-
börnin minnast hans með virðingu.
Guðrún.
Látinn er góðvinur okkar og ná-
granni um árabil, Bjarni Jónsson,
húsasmíðameistari í Keflavík, eftir
langvarandi sjúkdómsstríð. Síðustu
þrjú árin dvaldist hann á Hjúkrun-
arheimilinu Víðihlíð í Grindavík og
andaðist þar.
Á meðan heilsan leyfði var Bjarni
mikill og traustur starfsmaður og
gekk heill að hverju hlutverki, sem
honum var í hendur fengið.
Svo vildi til að við hjónin urðum
næstu nágrannar Bjarna og Ástu
hátt á annan áratug. Það varð okkar
í milli vinátta, sem órofa stóð frá
fyrstu kynnum. Þau Bjarni og Ásta
voru einstaklega samrýnd hjón. Það
var aldrei talað um þau sitt í hvoru
lagi. Bjarni og Ásta voru bæði
nefnd, þegar um þau var rætt.
Það er margs að minnast frá sam-
leiðinni með þessum mætu vinum
okkar. Okkur verða minnisstæð
mörg vorkvöldin þegar Bjarni hafði
lokið dagsverki sínu, þá voru þau
hjónin saman úti í garði til þess að
búa allt undir sumarkomuna. Feg-
urð og snyrtimennska – utan húss
sem innan mátti ekki vanrækja.
Listhneigð þeirra beggja var ein-
huga í þeirri framkvæmd. Bjarni
var karlmenni að burðum, glæsi-
menni i sjón og reyndist hann og
þau hjónin góð heim að sækja. Á
heimili þeirra áttum við hjónin
margar ógleymanlegar ánægju-
stundir. Oft var setið og spjallað
tímunum saman, því aldrei skorti
umræðuefni.
Fljótt eftir að við fluttumst í ná-
grennið við Skólaveginn varð okkur
ljóst að við höfðum eignast vini sem
alltaf var hægt að leita til og gott að
treysta. Bæði höfðu þau áhuga á fé-
lagsmálum og vildu leggja þeim
verkefnum lið sem þau töldu að til
heilla mættu horfa. Bæði báru þau
hlýjan hug til kirkjunnar sinnar og
jafnframt reiðubúin til liðsinnis á
þeim vettvangi, þegar þess var þörf.
Bjarni var um skeið formaður sókn-
arnefndar. Ásta átti sæti í stjórn
systrafélagsins.
Ásta er fædd fyrsta janúar. Brátt
komst sú hefð á að við hjónin lögðum
leið okkar til okkar góðu nágranna,
með heillaóskir til afmælisbarnsins.
Þar var okkur tekið af rausn, veit-
ingar þegnar og góðra stunda áfram
minnst og horft fram á ófarna veg-
inn. Þær samverustundir munu
seint gleymast. Þannig mætti
margra stunda minnast. Það var
alltaf bjart og hlýtt í návist Bjarna
og Ástu. Vináttan var svo einlæg og
hlý. Stundum brugðum við okkur í
stutt ferðalög á fögrum sumardög-
um. Og alltaf var gaman.
En svo fór að skyggja yfir. Bjarni
tók að kenna þess sjúkdóms sem að
lokum leiddi hann til lokadægurs.
Hinn góði og glæsilegi vinur okkar
hvarf smám saman lengra og lengra
út í óminnið og að endingu rann
lokadagurinn upp. Hin langa þraut
var liðin og endanlegur friður feng-
inn.
Við kveðjum kæran vin með sökn-
uði. Vottum Ástu, börnum þeirra og
ástvinum innilega samúð og biðjum
þess að ljósið litríka lýsi þeim og
styrki þau allt til þeirrar stundar, er
leiðirnar liggja saman á ný.
Sjöfn og Björn, Akranesi.
Bak við langa ævi hvílir saga. Hún
er í senn persónusaga og spegill
tímabils. Bjarni var Suðurnesja-
maður með uppruna í Garði. Minn-
ingar frá góðum uppvexti urðu hon-
um því kærari sem fram leið.
Foreldrarnir voru traustar mann-
eskjur, bjuggu á eignarjörð sinni
Kothúsum og systkinin ólust upp við
það atlæti sem best gerðist. Bjarni
lærði húsasmíði, lauk meistaranámi
1955 frá Iðnskóla Keflavíkur og
kenndi þar síðar um skeið. Hann
starfaði frá 1948 hjá Varnarliðinu.
Hann var mikilvirkur þrekmaður og
úrræðagóður smiður, verkstjóri og
svo um langt skeið forstöðumaður
þeirrar starfsemi er hann vann að.
Þau eru mörg mannvirkin, sem
hann hefur haft afskipti af á vell-
inum við breytingar og viðgerðir.
Hann lét af störfum á áttræðisaldri
og var þá í hópi þeirra sem lengst
unnu þar.
Það er forvitnilegt að líta til sam-
skipta fólksins sem vann hjá varn-
arliðinu og þeirra sem byggðu vall-
arsvæðið. Bjarni var hófsamur
jafnaðarmaður, og ætla má að hann
hafi verið vel sáttur við flugvöllinn í
heiðinni og þá möguleika sem hann
gaf til framfara.
En lítið var honum um alla her-
mennsku. Skilja má að ráðamönnum
hefur verið ljóst hvað í honum bjó,
sendu hann til náms utan, sem var
lærdómsríkt fyrir hann og gerði
hann hæfari til að þjóna sínu hlut-
verki. Honum þótti vænt um þá
tæknilegu fræðslu sem hann fékk
þar. Hann kappkostaði að sýna fag-
lega framgöngu, en nærri sér
hleypti hann aldrei hinum erlendu
gestum. Hann var strangheiðarleg-
ur maður og það má ætla að ekki í
nokkurt skipti hafi hann haft í sér
spenning þegar farið var um gæslu-
hlið, sem urðu ófá skipti í löngu
starfi.
Lífsförunautur hans er listakonan
Ásta Árnadóttir. Þau mynduðu eina
heild, sem öllum sem þeim kynntust
þótti vænt um. Saman voru þau
þátttakendur í svo mörgu góðu sem
horfði til framfara í mannlífi í sinni
byggð. Kirkjustarf, kórastarf og
margt annað félagsstarf urðu þeim
lífsfylling og ánægja að geta um
langt skeið lagt góðu lið. Bjarni
gegndi formennsku í sóknarnefnd
Keflavíkur lengi, þau bæði samtaka
í starfi við kirkjusamfélagið og fé-
lagar hans í Karlakórnum fólu hon-
um formennsku í byggingarnefnd
félagsheimilis síns. Þeim Ástu auðn-
aðist að ferðast víða um lönd, ma.
með góðum vinum í hópi sem kenndi
sig við Eddu. Og svo var auðvitað
heimilið, húsið sitt hönnuðu þau og
byggðu sjálf og börnin fengu það at-
læti sem frekast var á þeirra færi.
Bjarni og þau bæði voru reglufólk,
þurftu hvorki áfengi eða tóbak, þó
afskiptalaus með það gagnvart öðr-
um. Bjarni reyndar strangtrúr stúk-
ustarfi úr bernsku Garðsins þar sem
Una sagði þeim að vel mætti fara
um lífsveginn án þeirra efna, þó því
gegndu nú ekki allir eins og gengur.
Bjarni var vel á sig kominn og
virkur eftir starfsdaginn, þó kom
þar hin síðari ár að minnissjúkdóm-
ur lagðist að honum og síðasta spöl-
inn þáði hann frábæra umönnun í
Víðihlíð í Grindavík, þar sem hann
tók við ævikvöldinu af sinni innvígðu
rósemi, sáttur og þakklátur fyrir svo
margt. Hér kveður velviljaður heið-
ursmaður eftirlifandi maka og lífs-
förunaut, og er vottuð sérstök sam-
úð.
Hörður Gíslason.
Í dag fer fram frá Keflavíkur-
kirkju útför Bjarna Jónssonar,
húsasmíðameistara, sem lést
fimmtudaginn 20. janúar sl.
Bjarni réðst til starfa hjá Varn-
arliðinu við komu þess til Íslands ár-
ið 1951 og starfaði þar í rúmlega
hálfa öld. Bjarni var yfirverkstjóri í
Stofnun verklegra framkvæmda
flotastöðvar varnarliðsins og á hans
vegum störfuðu deildir trésmiða,
málara, pípulagningamanna og
múrara. Bjarna var ávallt mjög um-
hugað um velferð og hag þeirra tuga
starfsmanna er störfuðu á hans veg-
um og jafnframt um gæði þeirra
verka sem framkvæmd voru á hans
ábyrgð. Hann hlaut margar viður-
kenningar yfirmanna varnarliðsins
fyrir sérstaklega góð störf og ein-
stök starfsgæði manna sinna.
Í starfi mínu sem starfsmanna-
stjóri átti ég mjög gott samstarf við
Bjarna í rúmlega þrjá áratugi.
Bjarni var ætíð ráðagóður, fram-
sýnn og einstaklega prúðmannlegur
í öllum viðskiptum. Af honum staf-
aði sérstakur þokki og ljúfmennska.
Megi minningin um góðan dreng
lengi lifa.
Ég færi eftirlifandi eiginkonu
Bjarna og fjölskyldu hans bestu
samúðaróskir með þakklæti fyrir
góða viðkynningu og mjög góð sam-
skipti á liðnum áratugum.
Guðni Jónsson og
Berta Björgvinsdóttir.
Bjarni Jónsson