Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011 ✝ Þorvarður Guð-jónsson fæddist á Efstabóli í Mosvalla- hreppi í Önund- arfirði 28. janúar 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. janúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Gísli Guðjónsson bóndi á Hesti, f. 28.10. 1897, d. 29.3. 1980, og Guðbjörg Sveinfríður Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 22.8. 1901, d. 25.3. 1980. Þorvarð- ur var elstur sinna systkina, næst í röðinni var 2) Hervör Guðjóns- dóttir, f. 1931, maki Guðmundur Egilsson, 3) María Guðrún Guð- jónsdóttir, f. 1932, 4) Helga Guð- jónsdóttir, f. 1933, maki Pálmar Þorsteinsson, 5) Svava Guðjóns- dóttir, f. 1934, 6) Ingólfur Haf- steinn Guðjónsson, f. 1935, d. 1987, 7) Sveinbjörn Guðjónsson, f. 1940, d. 2007, maki Halldóra Sölvadóttir. Þorvarður kvæntist Sigríði Katrínu Halldórsdóttur, f. 21.3. 1932, d. 9.5. 1984, frá Svarthamri við Álftafjörð. Þau eignuðust fjög- ur börn en yngsta barnið, svein- barn, misstu þau í fæðingu. Elstur ólfsson, f. 1957, sonur R. Svan- hvítar og Ólafs Guðmundssonar Matthías Ólafsson, f. 1992. Seinni kona Þorvarðar er Marta Bíbí Guð- mundsdóttir, f. 9.11. 1932. Dætur Mörtu 1) Hjördís Erlingsdóttir, f. 1959, dóttir hennar er Andrea, 2) Jóhanna Erlingsdóttir, f. 1962, maki Sigurður Hjálmarsson, f. 1961, synir þeirra Tómas, Hjálmar og Marteinn, 3) Geirný Ósk Geirs- dóttir, f. 1970, maki Erik Stöhle, dóttir Geirnýjar er Friðrikka. Þorvarður ólst upp á heimili for- eldra sinna á Hesti við Önund- arfjörð. Um 18 ára aldur fór hann til Reykjavíkur, hóf nám í bifvéla- virkjun og lauk sveinsprófi árið 1951. Hann starfaði hjá Áætl- unarleiðum póststjórnarinnar og SVR og síðar hjá Landleiðum. Árið 1958 hóf Þorvarður störf hjá sér- leyfisfyrirtækinu Norðurleið fyrst sem bifvélavirki og sem bílstjóri. Árið 1971 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri Norðurleiðar og gegndi því starfi þar til fyrirtækið var selt árið 2001. Þorvarður sat í stjórn Félags sérleyfishafa og var formaður þess um skeið auk þess sat hann í stjórn Bifreiðastöðvar Íslands. Þorvarður var stofnfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópa- vogi árið 1972 og forseti klúbbsins 1979-80. Útför Þorvarðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 31. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. barna þeirra er 1) Ás- geir H. Þorvarð- arson, f. 1952, maki Sólveig Hrafnsdóttir, f. 1957, börn þeirra eru a) Kolbrún Silja, f. 1974, b) Hinrik Már, f. 1978, sambk. hans Sigrún Krist- insdóttir, börn þeirra eru Ásgeir Kristinn og Halla Sigrún, c) Þorvarður Hrafn, f. 1986, d) Sigríður Dagbjört, f. 1991. Ás- geir átti son fyrir hjónaband, G. Valgeir Ásgeirsson, f. 1971, maki Ingibjörg Hann- esdóttir, f. 1973, börn þeirra a) Baldur Freyr, b) Ágúst Logi, c) Alma Rún. 2) Sveinfríður G. Þor- varðardóttir, f. 1954, maki Herluf Melsen, f. 1951, börn þeirra a) Henrietta Ósk, f. 1976, sambm. Stuart Fraser, f. 1975, b) Katrín Mörk, f. 1985, maki Egill Örn Sig- urðsson, f. 1984, börn þeirra Erika Rakel og Óliver Viktor, c) Viktor Már, f. 1987, sambk. Sigríður Ragna Hilmarsdóttir, f. 1980, dótt- ir þeirra Elektra Hera, synir Sig- ríðar Rögnu Alexander og Tristan. 3) R. Svanhvít Þorvarðardóttir, f. 9.4. 1957, sambm. Arnar Már Ing- Elsku pabbi minn, ég kveð þig með ljóðabútum sem ég hef tínt til, sem minna mig á bíltúrana okkar síðustu ár og vangaveltur okkar um allt og ekkert og allt þar á milli. Ég setti þetta ljóð með til að blær æskuáranna í Önundarfirði fylgdi þér. Í ferðum okkar vestur síðustu ár varð þér tíðrætt um upp- vaxtarárin og taldir að þú hefðir orðið mikillar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í sveitinni þinni kæru. Vorið kom hlæjandi hlaupandi niður hlíðina vestan megin. Engri sjón hef ég orðið jafn bundinn og alls hugar feginn. (Guðmundur Ingi Kristjánsson) Ég setti þetta kvæði með til að minnast þess tíma þegar þú varst ungur maður og þið mamma fóruð í ferðalög með Norðurleiðarfólkinu í Mörkina: Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María, upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr, María, María … (Sigurður Þórarinsson) En nú verða ferðirnar okkar ekki fleiri, ég mun sakna þín hjartað mitt. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ég þakka fyrir mig pabbi minn. Ég vona að í himnaríki verði allir aftur lítil börn sem leiki sér með gullna bolta og svífi um á skýjahnoðrum og haldist í hendur inn í eilífðina (Gullbrá, 1986) Kveðja. Þín Svanhvít. Ég get ekki minnst Varða tengdaföður míns öðruvísi en að minnast líka hennar Siggu tengda- móður minnar. Ég var ekki nema 16 ára þegar ég fór að vera með elsta syni þeirra Ásgeiri. Þegar ég kom fyrst heim til hans taldi ég mig aldeilis hafa náð mér í snyrti- pinna því herbergið hans var svo fínt, allt í röð og reglu. Við vorum búin að vera saman þó nokkurn tíma þegar ég uppgötvaði að hún Sigga mín sá um að hafa snyrtilegt hjá honum eins og annars staðar á heimilinu. Þegar við áttum Kollu, elstu dóttur okkar, uppgötvaði ég nýja hlið á Varða því hann var mjög barngóður. Síðan urðu börnin fleiri og alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn og sjá Varða leika sér við barnabörnin. Við hlógum mikið þegar hann lá kannski á gólfinu og var að gantast við þau. Árið 1985 fór ég að vinna á skrifstofunni hjá Norðurleið en við Ásgeir höfðum áður unnið við þrif á rútum á sumr- in. Ég kynntist svolítið nýrri hlið á honum þegar ég fór að vinna hjá honum á skrifstofunni. Það var gaman að sjá hvað hann var skipu- lagður, alltaf hélt hann dagbók og skrifaði í hana daglega hvaða bílar fóru hvert, hver keyrði og ef eitt- hvað kom upp á þá kom það fram. Einnig var hann mjög passasamur með fjárreiður fyrirtækisins. Það þurfti alltaf að safna peningum á sumrin til að eiga fyrir útgjöldum um veturinn þegar minna var að gera. Fyrir nokkrum árum fóru systk- inin frá Hesti að gera upp gamla húsið á Hesti. Varði fór yfirleitt með okkur í bíl og hann átti minn- ingar frá mjög mörgum stöðum á leiðinni, og alltaf þegar við ókum framhjá Arnardal benti hann okkur á gamalt hús sem var samkomuhús í gamla daga og sagði: „Þarna hitti ég Siggu mína fyrst,“ og honum vöknaði alltaf um augu. Þessar árlegu ferðir að Hesti voru eins konar ættarmót. Fólk fór að tínast á staðinn með tjöld, felli- hýsi og húsbýla og allir með verk- færi. Eitt sumarið var byggður pallur og systkinin höfðu þann heiðurssess að þau voru bara að fylgjast með og segja til en létu yngra fólkið að mestu um vinnuna. Hann Varði minn var ekki lítið ánægður þegar hann var kominn í fjörðinn sinn, fallegasta fjörð á Ís- landi, sagði hann, með allt fólkið sitt í kringum sig. Þá geislaði af honum enda var oft á kvöldin glatt á hjalla, mikið sungið og hlegið. Þau systkinin voru óþreytandi að segja okkur, þeim yngri, sögur af lífinu í Önundarfirði í gamla daga. Þetta eru okkur ómetanlegar minn- ingar. Fyrir nokkrum dögum fluttu Varði og Marta, seinni kona hans, í íbúð fyrir eldri borgara í Fannborg 8 og var hann mjög glaður að sitja í garðstofunni þegar tók að rökkva og horfa á upplýsta Kópavogs- kirkju. Eftir að heilsunni fór að hraka var hann ekki sáttur. Sjónin versnaði mikið síðustu vikurnar og hann átti erfitt með að fylgjast með. Varði var ekki sáttur við það líf og ég held að hann sé á góðum stað núna þar sem veikindi hrjá hann ekki. Ég vil þakka Varða og Siggu fyr- ir mikla væntumþykju og allar góðu stundirnar í lífi okkar og fjöl- skyldu minnar. Blessuð sé minning þeirra. Sólveig Hrafnsdóttir. Það er indælt á sumrin við Önund- arfjörð Þegar aftansól gullroða sveipar um jörð Þegar logn er um allt, svo að andar ei blær Þegar algróin hlíðin við geislunum hlær Grípa hugina seiðandi átthagabönd Það er indælt á sumrin við Önund- arfjörð Þegar aftansól gullroða sveipar um jörð (Sveinn Gunnlaugsson.) Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við munum ávallt geyma. Við systkinin sitjum hérna saman í Logasölunum og rifjum upp minningar um afa. Þar sem aldursbilið á milli okkar systkin- anna er talsvert þá þekktum við afa með misjöfnum hætti. Öll þekktum við samt afa í Kópavogi sem bjó yf- ir blíðu hjartalagi og einstakri góð- mennsku, okkur og öðrum til fyr- irmyndar. Við minnumst ótalmargra góðra samverustunda, á Kiwanis-jólaböllunum, á skrifstof- unni á Norðurleið eða BSÍ og í heimsókn hjá ömmu og afa í Auð- brekkunni. Afi var Vestfirðingur í húð og hár. Það leyndi sér ekki í mat- argerðinni, sem stundum fór fram í bílskúrnum í Lyngbrekkunni, og í miklu eftirlæti á hertum antík- kringlum úr Gamla bakaríinu á Ísa- firði. Þeir sem fóru til Ísafjarðar áttu von á pöntun frá afa og þótti honum óskaplega vænt um ef við komum honum á óvart með kringlusendingu. Hann valdi líka harðfiskinn af kostgæfni og voru margar ferðir farnar í Kolaportið í fjársjóðsleit að hinum ýmsu vest- firsku sælkeravörum. Okkur þótti öllum mjög vænt um árlegu ferðirnar okkar í Önund- arfjörð. Afi hlakkaði alltaf svo til að fara og hitta alla og njóta þess að vera með fólkinu sínu í fallegasta firði landsins. Það voru dýrmætar stundir á Hesti þegar við hlust- uðum á sögur, sungum og hlógum með afa og systkinum hans þegar þau rifjuðu upp æskuárin í Önund- arfirði, dansleikina og bernsku- brekin. Við munum sakna hans mikið á Hesti og minnast þessara skemmtilegu samverustunda. Afi var alltaf stoltur af okkur og vildi alltaf heyra af því sem við vor- um að fást við hverju sinni. Honum þótti mjög vænt um hversu sam- heldin við erum og samkomulagið gott á milli okkar systkinanna. Afi í Kópavogi og amma Sigga verða alltaf með okkur hvar sem við verð- um og okkar styrkur er að hafa átt þau að. Kolbrún, Hinrik, Þorvarður og Sigríður. Mamma og Varði. Allt okkar full- orðinslíf hefur það alltaf verið „mamma og Varði“ eða síðustu 25 árin. Stuttu eftir að þau kynntust ákváðu þau að rugla saman reytum sínum og keyptu sér hæð í Kópa- vogi. Sumarið sem þau fluttu í Lyngbrekkuna munum við systur mjög vel eftir og það var oft legið í leti undir húsvegg og málin rædd. Þetta sumar, 1986, var eina sum- arið sem við systur vorum barn- lausar því 1987 fæddist Tómas og þá var mjög mikið sótt í Lyng- brekkuna. Bæði af því það var svo gott að biðja mömmu og Varða að passa og svo var bara líka svo gott að sækja þau heim. Pönnukökur í stöflum en það var nefnilega þann- ig að Varði var ekkert rosalega sleipur í eldhúsinu en einhvern veginn varð hann meistari með tvær pönnukökupönnur. Nú börn- um okkar systra fjölgaði með hverju árinu sem leið. Hjálmar fæddist 1988 og svo Andrea 1989 og Marteinn 1990. Svo á fyrstu fjórum árum mömmu og Varða í sambúð fylltist allt af barnabörn- um. Við mæðgur höfum löngum verið fyrirferðarmiklar enda bjugg- um við fjórar saman allan uppvöxt okkar systra og höfðum vanið okk- ur á ýmislegt sem maður kannski ekki myndi gera ef karlmenn hefðu deilt húsi með okkur. Varði fór semsagt ekki bara í sambúð með Mörtu Bíbí, heldur fylgdum við systur með í kaupunum og síðan börn okkar og makar. En alltaf hélt Varði ró sinni og tók þessum börnum eins og sínum eigin barna- börnum og var alltaf kallaður Varði afi. Friðrikka fæddist síðan 1994 en þá var Geirný flutt til Noregs svo ekki var Rikka litla með í laug- ardagsheimsóknum í Lyngbrekk- una. En hún bætti bara um betur; þegar Rikka kom í heimsókn þá var hún bara í lengri tíma, svo vik- um skipti ár eftir ár þar sem það var bara best að vera í Lyngbrekk- unni. Fullt að gera og mikil athygli bæði frá Varða afa og ömmu Bíbí. Allir lærðu að borða harðfisk, lærðu að finna harðfisk í bílskúrn- um og stelast í hann. Krakkarnir okkar eru fullorðnir núna en þau þekkja Varða bara sem „afa“. Varði sýndi krökkunum og okkur systr- um einatt ástúð og umhyggju. Hann lét okkur aldrei finna að við værum ekki hans. Það hefur verið sárt að sjá Varða eldast. Hann hefur alltaf verið sjálfstæður maður en nú síðustu misseri var heilsan farin að gefa sig og það fór ekki framhjá neinum að honum líkaði það ekki. Hann átti erfitt með að sætta sig við að vera öðrum byrði. Nú þegar komið er að leiðarlok- um renna minningarnar fram um Varða, þennan yndislega og góða mann sem var okkur systrum og okkar börnum svo góður þó að við yfirleitt værum fyrirferðarmiklar og værum ekkert að gera boð á undan okkur. Við kunnum Varða miklar þakkir fyrir þá umhyggju sem hann veitti mömmu í hennar veikindum. Hann tók á sig hlutverk sem hann hafði ekki áður reynslu af eins og að versla, elda, þrífa og annað. En nú er mamma ein eftir og hennar söknuður er sár. Okkar missir að Varða er mikill en þó hlýtur missir hans eigin barna og barnabarna að vera stærri og sendum við þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Varði, hvíl í friði. Hjördís, Jóhanna, Geirný Ósk, makar og börn. Flest vissum við að senn drægi að ævilokum hjá ástkærum bróður og mági, Varða, eins og hann var jafnan nefndur á meðal ættingja sinna og vina. Við ólum þó þá von með okkur að heilsu hans færi fram og að við mættum eiga samleið með honum lengur, þegar kallið kom skyndilega. Það var fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan sem kynni okkar Varða og fyrri konu hans, Sigríðar Hall- dórsdóttur frá Ísafirði, tókust. Ég hafði þá kynnst einni heima- sætunni á Hesti og við höfðum ákveðið að eiga samleið í lífinu. Það var því sjálfgefið að með okkur tækist góð vinátta sem hefur hald- ist alla tíð. Varði var elstur sinna 7 systkina á Hesti sem komust á fullorðinsár, en alls voru þau 13 börn hjónanna á Hesti. Um leið og Varði hafði aldur til flutti hann að heiman til að velja sér lífsstarf og hóf nám í bifvéla- virkjun. Um tíma dvaldi Varði á Bergþórugötunni hjá Hafsteini, yngri bróður sínum sem var að læra klæðskeraiðn og studdi Varði hann dyggilega til að honum væri unnt að ljúka náminu. Hervör kona mín, er Varða ævinlega þakklát fyrir þá miklu hjálp sem hann veitti Hafsteini, en Hafsteinn og Hervör voru sérstaklega náin og samrýmd systkini. Þau komu ung að árum langa vegalengd að vestan til að stunda nám í gamla Málleysingja- skólanum og studdu hvort annað af miklum kærleika. Í tímans rás hefur margt breyst. Kynni milli ættingja og vina voru mun nánari en nú tíðkast. Þegar tengdaforeldrar mínir brugðu búi bjuggu þau um tíma í sambýli með okkur hjónum og föður mínum í Heiðargerði 5 á meðan þau voru að koma sér fyrir í eigin húsnæði. Þetta voru sannarlega skemmtileg- ir tímar og kynnin við Varða og hin systkinin urðu nánari. Á milli okkar Varða ríkti mikið traust og við vor- um til skiptis ábyrgðarmenn á víxl- um hjá hvor öðrum í mörg ár. Á þessum árum voru margir að byggja sér húsnæði á höfuðborg- arsvæðinu og oft varð að treysta á skammtímalán til að allt gengi upp. Það má taka það fram að aldrei bar skugga á þessi „viðskipti“ okkar Varða. Varði missti konu sína, Sigríði, á miðjum aldri og varð hún öllum harmdauði. Seinni kona Varða er Marta Bíbí Guðmundsdóttir, en saman hafa þau búið sér gott heim- ili, notið samvistanna við hvort ann- að og gert víðreist. Bíbi, sem er fyrrverandi skíðadrottning, vakti m.a. áhuga Varða á skíðaíþróttinni og lofaði Varði dýrð fjallanna á þeim svæðum sem þau sóttu. Varða var treyst til góðra verka. Hann starfaði lengst af hjá Norð- urleið og var framkvæmdastjóri í mörg ár, áður en hann hætti störf- um sökum aldurs. Afkomendur hans og fjölskylda er mannkosta- fólk, svo af ber. Við þökkum áratuga vináttu og sendum ættingjum og vinum inni- legar samúðarkveðjur. Hervör, Guðmundur og fjölskylda. Þorvarður Guðjónsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar  Fleiri minningargreinar um Þor- varð Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.