Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Úrslitaglíman Birgir Páll Ómarsson í hvítum búningi hafði betur á móti Þorvaldi Blöndal og sigraði í -90 kg flokki á afmælismóti Júdósambandsins um helgina. Þorvaldur varð í 2. sæti.
Ómar
Réttu viðbrögðin við
dómi Hæstaréttar um
ógildingu stjórnlaga-
þingskosninganna eru
að hefja án frekari tafa
og kostnaðar vinnu á
Alþingi til endurskoð-
unar á stjórn-
arskránni. Samkvæmt
skýrum ákvæðum 79.
gr. stjórnarskrárinnar
getur einungis Alþingi
sjálft breytt stjórnarskránni. Hug-
myndir um að Alþingi gefi þetta
grundvallarhlutverk frá sér og
skuldbindi sig til að hlíta tillögum til
breytinga frá ráðgefandi þingi,
hvort sem er eftir þjóðaratkvæði
eða ekki, ganga í berhögg við skýr
ákvæði stjórnarskrárinnar. Ábyrgð-
in er hjá Alþingi. Undir þeirri
ábyrgð verður þingið að rísa og á
ekki vísa henni frá sér. Ég vil taka
fram að ég hef mikla samúð með öll-
um þeim sem gáfu kost á sér og
störfuðu að undirbúningi og fram-
kvæmd stjórnlagaþingsins í góðri
trú um að lög og framkvæmd
myndu standast skoðun. Sjálfur tók
ég þátt í kosningunni. Fjölmargir
sitja eftir með sárt ennið því mikil
vinna margra hefur farið for-
görðum. Það er ekki stórmannlegt
af þeim, sem hina pólitísku ábyrgð
bera á málinu, að biðjast ekki einu
sinni afsökunar á því hvernig fór.
Alþingi hefjist handa
Þetta breytir því þó ekki að þau
rök sem færð hafa verið fyrir því að
stjórnlagaþing sé betur til þess fall-
ið að draga fram „þjóðarviljann“ til
breytinga á stjórnarskrá, en Alþingi
sjálft, eru afar veikburða. Alþingis-
menn eru kosnir almennri kosningu
og eru ótvíræðir fulltrúar kjósenda.
Kosningaþátttaka til stjórnlaga-
þings var mjög dræm og umboð
þingsins til tillögugerðar í samræmi
við það. Staðreynd málsins er auk
þess sú, að það má leita vilja, áhuga
og hugmynda fólksins í landinu með
margvíslegum öðrum
hætti en með ráðgef-
andi þingi.
Það gerði til dæmis
stjórnarskrárnefndin
sem starfaði frá 2005
til 2007. Nefndin
hvatti til almennrar
umræðu um stjórn-
arskrárbreytingar og í
kjölfarið var fjöldi
málþinga og ráðstefna
um ýmis stjórn-
arskrártengd mál
haldinn. Nefndin átti
hlut að mörgum þessara viðburða
og haldin var ráðstefna þar sem fé-
lagasamtökum gafst kostur á að
hafa framsögu og tóku um 20 aðilar
þátt.
Haldið var úti sérstakri heima-
síðu og þau fjölmörgu erindi sem
nefndinni bárust voru birt þar, auk
fundargerða og margvíslegs fróð-
leiks um stjórnarskrártengd mál.
Þessu til viðbótar var opnuð upplýs-
ingamiðstöð fyrir almenning í
Þjóðarbókhlöðunni.
Frá því að stjórnarskrárnefndin
skilaði áfangaskýrslu árið 2007 hef-
ur verið efnt til þjóðfundar með
þátttöku um 1000 Íslendinga á öll-
um aldri og af landinu öllu. Sérstök
nefnd hefur unnið úr niðurstöðum
fundarins og er að leggja lokadrög
að skýrslu þar sem brugðist er við
ábendingum frá fundinum. Vænt-
anlega mun nefndin skila starfi sínu
af sér næstu daga.
Við höfum því allt sem þarf til að
hefja vinnu við endurskoðun stjórn-
arskrárinnar á réttum vettvangi.
Það eina sem skortir er að forsætis-
ráðherra komi auga á það, að það er
ónauðsynlegt að leggja að nýju af
stað í kostnaðarsaman leiðangur, til
þess eins að fá enn fleiri tillögur að
breytingum, nú frá ráðgefandi
þingi.
Ríkisstjórn án samráðs
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur þurfti ekki að leita til þjóð-
arinnar til að fá hugmyndir að
grundvallarbreytingum á stjórnar-
skránni þegar hún tók við völdum 1.
febrúar 2009. Hún leitaði einungis
til þeirra sem tryggðu henni völdin,
Framsóknarflokksins, sem skilyrti
stuðning við ríkisstjórnina því að
stjórnlagaþingi væri komið á, og nú-
verandi tveggja stjórnarflokka, sem
hvor um sig höfðu sinn óskalista að
breytingum sem gott væri að koma
á fyrst kosningar væru framundan.
Þessi óskalisti varð að frumvarpi
sem var stöðvað í þinginu.
Þá vann ríkisstjórn Íslands í
fyrsta sinn í lýðveldissögunni að
breytingum á stjórnarskrá án sam-
ráðs á Alþingi. Og enn hefur for-
sætisráðherra ekki látið á það reyna
hvort samstaða geti tekist um efnis-
legar breytingar á stjórnarskránni.
Tvö ár hafa liðið frá því núver-
andi stjórnarflokkar tóku við völd-
um. Mörg hundruð milljónum hefur
verið varið í kosningatilraun sem
mistókst. Er ekki kominn tími til að
forsætisráðherra staldri við og taki
málið upp þar sem það á heima, á
Alþingi, í stað þess að halda fjár-
austrinum áfram?
Hvað er þjóðareign?
Ummæli forsætisráðherra um að
„íhaldið sé skíthrætt“ við auðlinda-
ákvæði í stjórnarskrá, „að auðlind-
irnar verði í þjóðareign“ eru í besta
falli hreinræktaður áróður en í
versta falli afturhvarf til þeirra tíma
er vinstrimenn vildu þjóðnýta allar
auðlindir landsins. Ég fullyrði að
það er enginn efnislegur ágrein-
ingur við Sjálfstæðisflokkinn um
fullveldisrétt íslenska ríkisins yfir
auðlindum landsins og um sameig-
inlega ábyrgð á nýtingu þeirra til
hagsbóta þjóðinni. Hugmyndum um
að gera allar auðlindir að ríkiseign
er á hinn bóginn alfarið hafnað.
Ég lýsi mig reiðubúinn til að
hefja án frekari tafa og kostnaðar
endurskoðun stjórnarskrárinnar
þar sem m.a. verði rætt um auð-
lindaákvæði í stjórnarskrá, þjóð-
aratkvæðagreiðslur, forsetaemb-
ættið, dómstólana og önnur atriði
sem þarfnast endurskoðunar.
Eftir Bjarna
Benediktsson »Er ekki kominn tími
til að forsætisráð-
herra staldri við og taki
málið upp þar sem það á
heima, á Alþingi, í stað
þess að halda fjáraustr-
inum áfram?
Bjarni Benediktsson
Höfundur er formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Endurskoðun stjórnarskrár á ábyrgð Alþingis
Jóhanna Sigurðardóttir er reið.
Hún er svo reið út í sex hæsta-
réttardómara, að í ræðustól á Al-
þingi sl. þriðjudag „fór hún á lím-
ingunum“, eins og nú er tekið til
orða. Hún varð sér til skammar
og gerði sig að athlægi með því að
berja í ræðupúltið og skrækja á
þingheim og þjóðina alla.
Tilefni reiði hennar var, að
dómarar Hæstaréttar höfðu ýtt til
hliðar gæluverkefni hennar með
því að úrskurða, að hún og hús-
karlar hennar hefðu haft landslög
að engu við framkvæmd verkefn-
isins. Þessir húskarlar höfðu að
engu lög um kosningar til Alþing-
is og einnig þau lög, sem ríkis-
stjórnin hafði látið setja um
stjórnlagaþing og framkvæmd
kosninga til þess.
Ekki þorði hún að beina spjót-
um reiði sinnar að Hæstarétti,
eins og innanríkisráðherrann hef-
ur lagst svo lágt að gera. Hún
beindi reiði sinni að Sjálfstæðis-
flokknum með fúkyrðum, sem
stimpla meira en þriðja hluta
þjóðarinnar sem íhald í verstu
merkingu þess orðs. Orð ráð-
herrans verða ekki skilin á annan
hátt en þann, að kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins séu illa innrætt
fólk, sem vill þjóðinni allt illt með
stuðningi sínum við þann flokk.
Sjálfsagt er fyrir þetta fólk að
minnast þessa stimpils, þegar
gengið verður til kosninga næst.
Í taumlausu lýðskrumi ráð-
herrans drukknar sú staðreynd,
að 2⁄3 hlutar þjóðarinnar hafa ekki
trú á því, að stjórnlagaþing sé
fært um að gera tillögur um lag-
færingar á stjórnarskrá lýðveld-
isins. Ég hef áður lýst þeirri skoð-
un minni að endurskoðun
stjórnarskrár okkar sé best kom-
in í höndum fárra hæfra manna,
sem hafa bæði menntun og
reynslu til þess starfs. Þá hef ég
gjarnan vitnað í höfund Laxdælu,
þegar hann lagði Ólafi Pá þau orð
í munn, að „það ætla ég að oss
reynist þeim mun verr heimskra
manna ráð sem þau koma fleiri
saman“. Rétt er þó, að taka fram,
að ég er viss um, að þeir, sem
kosnir voru, eru hvorki gáfaðri né
heimskari en gengur og gerist.
Það er kominn tími til, að for-
sætisráðherra hætti að kallast á
við lítinn minnihluta hávaða- og
ofbeldisfólks.
Axel Kristjánsson
Reiði forsætisráðherra
Höfundur er lögmaður.