Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 13
Þriggja manna áhöfn og sautján farþeg-
ar létu lífið þegar Glitfaxi steyptist í sjó-
inn. Lík hinna látnu hafa aldrei fundist.
Flestir farþeganna voru frá Vestmann-
eyjum, þar á meðal yngsti farþeginn, hinn
fimm mánaða gamli Bjarni Gunnarsson.
Mennirnir sem fórust létu eftir sig 48
börn, þar af 26 innan fermingaraldurs. Þar
að auki voru tvö börn hinna látnu í móð-
urkviði og fæddust skömmu eftir slysið.
Alls misstu því fimmtíu börn föður sinn.
Barnflesta heimilið var í Þingholti í Vest-
mannaeyjum. Þar misstu tólf börn föður
sinn og fyrirvinnu, Pál Jónsson skipstjóra.
Í leiðara Morgunblaðsins hinn 2. febrúar
1951 var skrifað: „Glitfaxi er horfinn – Jel-
inu ljettir, en skuggi kvíða, og síðan sorgar
og saknaðar leggst yfir heimili þess fólks
sem átti vini og venslamenn með hinni
týndu flugvjel.“
Morgunblaðið 24. febrúar 1951.
Ljósmynd/Snorri Snorrason/snorrason.is
Glitfaxi Flugfélag Íslands keypti flugvélina Glitfaxa árið 1946. Hún var upphaflega smíðuð sem herflugvél í Bandaríkjunum, en var síðar breytt í farþegaflugvél.
13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Glitfaxi var af gerðinni Douglas
C-47 og var gömul herflugvél frá
Bandaríkjunum, smíðuð árið
1942. Flugfélag Íslands keypti
hana af Scottish Aviation í nóv-
ember 1946, sem hafði breytt
henni til farþegaflutninga. Flug-
vélin þótti afar öflug á sínum
tíma. Hún var útbúin sætum fyrir
21 farþega og fjögurra manna
áhöfn.
GLITFAXI, TF-ISG
Morgunblaðið 2. febrúar 1951.Morgunblaðið 1. febrúar 1951.
GÖMUL STRÍÐSVÉL