Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Ævintýrið sígilda Galdrakarlinn í
Oz er eftir bandaríska höfundinn
L. Frank Baum og kom út árið
1900. Leikrit sem Baum gerði
eftir sögunni var frumsýnt árið
1902.
Fellibylur feykir húsinu hennar
Dóróteu til framandi töfralands
þar sem hún lendir ásamt hund-
inum sínum, Tótó. Staðráðin í að
komast heim ákveður Dórótea
að leita hjálpar galdrakarlsins í
Oz en á leiðinni til hans hittir
hún ljón, fuglahræðu og skóg-
arhöggsmann úr tini. Saman
lenda þau í spennandi ævintýr-
um áður en þau ná til hans.
Bókin hefur notið gríðarlegra
vinsælda allt frá útkomu. Vin-
sældirnar stafa af hluta til af vel-
gengni kvikmyndar sem gerð var
eftir sögunni árið 1939 þar sem
hin unga Judy Garland fór með
aðalhlutverkið.
Leikritið Galdrakarlinn í Oz
verður frumsýnt í Borgarleikhús-
inu í september.
Heima er best
GALDRAKARLINN Í OZ
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ein af metsölubókum síðasta árs
var Stóra Disney-matreiðslubókin
sem kom út hjá Eddu. Bókin hef-
ur ekki einungis vakið athygli hér
á landi því hún hefur vakið áhuga
hjá Disney-fyrirtækinu í Banda-
ríkjunum sem er nú að kynna bók-
ina á fjölmörgum markaðs-
svæðum. Að minnsta kosti tvö
erlend bókaforlög hafa þegar
ákveðið að gefa hana út.
„Það má segja að bókin sé
fyrsta útflutningsverkefni okkar í
Disney-útgáfunni,“ segir Jón Axel
Ólafsson útgefandi. „Það má ekki
gleyma því að bókin er hundrað
prósent íslensk, myndir, útlit,
hönnun, kápa, uppskriftir, allt var
unnið á Íslandi frá grunni. Hug-
myndin að bókinni varð til niðri í
Hagkaupi. Þar hitti ég mann sem
spurði: Getið þið ekki búið til mat-
reiðslubók? Ég hélt það nú. Vinir
mínir, kokkar tveir, Óskar Finns-
son og Sigurður Gíslason gerðu
uppskriftirnar, Gassi bróðir minn
gerði kápuna og tók allar myndir í
bókina. Marta María stíliseraði
hana, Margrét Laxness sá um um-
brot og Kristján B. Jónasson og
hans fólk ritstýrði bókinni í sam-
ráði við yfirritstjóra ritstjóra og
útgáfudeild Eddu.
Fyrir jólin seldum við 13.000
eintök af bókinni en hefðum getað
selt miklu meira því hún var upp-
seld löngu fyrir jól. Eins og ég
sagði við einhvern um daginn. Ef
við værum í Bandaríkjunum væru
stærðarhlutföllin þannig að við
hefðum selt 13 milljónir eintaka.
Það skemmtilegasta í sambandi
við þessa bók var hvað hún skap-
aði mikla stemningu inni á heim-
ilunum á meðal foreldra og barna
og margar sögur hafa komið inn á
borð hjá okkur af börnum sem
voru að elda eftir uppskriftum úr
bókinni fyrir mömmu og pabba.
Þetta var sannkölluð fjöl-
skyldubók, enda er Disney fyrir
alla fjölskylduna.“
Framtíð í rafbókum
Edda gaf út rafbók fyrir jólin,
Zen og listin að viðhalda vél-
hjólum – rannsókn á lífsgildum
eftir Robert M. Pirsig, í þýðingu
Sigurðar A. Magnússonar og bæk-
urnar um Bangsímon eftir A.A.
Milne munu fljótlega verða til-
tækar sem rafbækur, auk fleiri
bóka. „Nú er verið að gera nýja
þýðingarsamninga og þeir munu
innihalda rétt útgefenda til að
setja bækur í raftækt form,“ segir
Jón Axel. „Ég held að hér á landi
muni menn fljótlega átta sig á því
að þetta er ein leið til að njóta
bóka. Á bandaríska bókamark-
aðnum eru 15-20 prósent rafbæk-
ur. Hér á landi komu út 1.550
bækur á síðasta ári og ein rafbók,
sem við hjá Eddu gáfum út. Þetta
hlutfall á eftir að breytast snar-
lega í náinni framtíð.“
Galdrakarlinn til Asíu
Hið sígilda ævintýri um Galdra-
karlinn í Oz eftir L. Frank Baum
kom út hjá Eddu í fyrra, en útlit
og hönnunar þeirrar bókar er
svipað og Bangsímonbókanna vin-
sælu. Allar myndir í Galdrakarlin-
um frá Oz voru sérunnar fyrir
Eddu. Þegar hefur verið samið um
dreifingu á Galdrakarlinum í Ind-
landi, Pakistan og fleiri Asíuríkj-
um. Edda hefur svo ákveðið að
gefa út tíu ævintýrasögur fyrir
börn, þar sem hönnun verður með
svipuðum hætti og í Galdrakarlin-
um. „Við erum að velta fyrir okk-
ur næstu bók í þessari seríu, en
þar er ekkert fullákveðið,“ segir
Jón Axel. „Næstu tíu ár mun
koma úr ein ævintýrabók á ári þar
sem við höfum allan rétt á mynd-
unum og rétt til að skapa hvað
sem er út frá bókinni.“
Disney-nýjungar
Hvernig gengur reksturinn?
„Reksturinn er áskorun eins og
allt er í þjóðfélaginu um þessar
mundir. Eins og önnur fyrirtæki
erum við að vinna úr fortíð-
arvanda en sjáum til lands innan
tíðar. Við höfum náð að halda sjó
og erum ánægð með það og það er
fyrst og fremst frábæru starfsfólki
að þakka að við höfum náð góðum
árangri að undanförnu. Í lok síð-
asta árs mörkuðum við okkur
skýra stefnu og framtíðarsýn og
ætlum við að einbeita okkur að
Disney-vörumerkinu á fleiri svið-
um en eingöngu útgáfu í því skyni
að byggja fyrirtækið upp. Það er
mikil sérstaða sem felst í Disney-
vörumerkinu auk þess sem Disney
hefur ákveðið að styðja við alla
vinnu okkar og markaðssetningu
og við vinnum með frábæru fag-
fólki þar sem kann sitt fag. Þar
hafa menn séð að okkur hefur á
undanförnum tveimur árum tekist
vel að lyfta vörumerkinu Disney á
víðara svið og okkur hefur tekist
að auka sýnileika þess. Við erum
með mörg stór og þrælspennandi
verkefni í gangi í samvinnu við
Disney á öðrum sviðum en í bóka-
útgáfu og stefnum á það að
standa undir nafni sem Disney-
fyrirtæki númer eitt á Ísland.“
Geturðu nefnt eitthvað af verk-
efnunum sem þið eruð að vinna í?
„Það er alltaf erfitt að gefa
mikið upp um framtíðina, en það
er ljóst að við eigum eftir að
koma fram á sjónarsviðið á kom-
andi misserum með skemmtilegar
nýjungar sem tengjast Disney á
mörgum sviðum.“
Förum fetið
Óttastu ekki að fara of geyst á
erfiðum tímum?
„Við ætlum að fara mjög var-
lega, og förum fetið í öllu því sem
við gerum og reynum að halda
eins góðum sjó og hægt er. Það
er bókaútgáfan sem er áhættu-
rekstur, maður veit aldrei hvaða
bækur munu ganga og hvaða
bækur munu ekki ganga. Við er-
um með tæplega 11.000 áskrif-
endur að Disney-klúbbnum,
Syrpu, Andrési önd, Disney-
krílum og það er langstærsti hluti
starfseminnar. Við njótum þess
umfram aðrar útgáfur í landinu
að hafa traustan og góðan hóp
fastra áskrifenda.“
Morgunblaðið/Kristinn
Jón Axel „Við erum með mörg stór og þrælspennandi verkefni í gangi í samvinnu við Disney á öðrum sviðum en í bókaútgáfu.“
Disney-fyrirtæki númer eitt á Íslandi
Edda á í mikilli samvinnu við Disney Disney í Bandaríkjunum kynnir Stóru Disney-matreiðslu-
bókina víða um heim Galdrakarlinn í Oz heldur til Asíu Bangsímon og félagar rata í rafbók
Judy Garland