Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég mætti ekki til þessa fundar með umboð eða niðurstöðu upp á vasann. Enda liggur ákvörðun um framhald- ið ekki fyrir. Alþingi hefur ákvörð- unarvaldið,“ segir Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra um fund sinn með þeim 25 einstaklingum sem náðu kjöri til stjórnlagaþings í gær. „Ríkisstjórnin er að afla upplýs- inga og hlusta á sjónarmið málsaðila, þar á meðal stjórnarandstöðunnar, áður en hún ákveður hverjar hennar tillögur verða um framhaldið.“ Enn að melta stöðuna Ögmundur kveðst á þessari stundu ekki vilja tjá sig um einstak- ar tillögur sem fram hafa komið, þar á meðal hvort þeir sem náðu kjöri fái að starfa áfram og að niðurstaðan fari í kjölfarið í þjóðaratkvæði. „Það hafa komið fram ýmsar hug- myndir og tillögur sem ég hef ekkert umboð til að slá af eða staðfesta. Menn eru að melta stöðuna. Ég get þó sagt að mín skoðun er mjög ein- dregið sú að úrskurði Hæstaréttar ber að hlíta til hins ýtrasta og hvað sem gert verður þarf að vera í sam- ræmi við það.“ Hvað snertir tímarammann segir Ögmundur að þótt stjórnin muni hafa hraðar hendur geti hann á þess- ari stundu ekkert um það sagt hve- nær ákvörðun um næstu skref liggi fyrir en þingið átti að taka til starfa 15. febrúar. Dýrt að halda aðrar kosningar Ómar Ragnarsson fréttamaður náði kjöri á stjórnlagaþingið. Hann segir hópinn hafa hist á laugardag til að ræða stöðuna. Allir vilji að stjórnlagaþing verði sett á. „Ef það yrði kosið á ný, annað- hvort með óbreyttum frambjóðend- um, sem er eðlilegast miðað við það sem á undan er gengið, eða ferlið hafið á ný og því lokið í haust þá myndum við öll, eða nánast öll, bjóða okkur fram aftur. Á svipaðan hátt myndum við öll, eða nánast öll, hlýða kallinu ef Alþingi skipaði okkur í það hlutverk að endurskoða stjórnar- skrána. Ögmundur upplýsti okkur um það [í gær] að það hefði verið rætt um það í hópnum, þegar lögin um stjórnlagaþing voru sett á sínum tíma, að stjórnlagaþingið myndi ákveða sjálft hvort það afhenti sitt plagg til Alþingis, eða vildi að það færi í ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Flestum líst miklu betur á þann kost,“ segir Ómar sem leggur áherslu á að Hæstiréttur hafi ekki fellt dóm heldur gefið álit sitt á kosn- ingunum. Hæstiréttur „enginn Guð“ „Í því áliti kemur hvergi fram að Hæstiréttur véfengi þær atkvæða- tölur sem fengust. Í því ljósi teljum við stöðuna nokkuð sterka, sérstak- lega m.t.t. til þess að mikill hvellur yrði ef farið yrði í að verja yfir 200 milljónum í nýjar kosningar. „Hæstiréttur er ekki Guð almátt- ugur, heldur eins og önnur mann- anna verk,“ segir Ómar sem telur réttinn vísa til fjarlægs möguleika á kosningasvindli í áliti sínu. Það sé líkt og ef dómari í frægum leik á Melavellinum forðum hefði dæmt úrslitin ógild vegna þess að boltinn kynni að hafa farið í gegnum gat á netinu. Þvert á móti hafi dómari hafnað kröfu annars liðsins um að ógilda „gatmarkið“ í leiknum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fulltrúa ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft samband við sig vegna fyrirhugaðra viðræðna um framhald málsins. „Ef fundurinn verður á morgun mæti ég, ef ég fæ fundarboð,“ segir Bjarni sem telur stjórnvöld horfa fram hjá niðurstöðu Hæstaréttar. „Ríkisstjórnin þarf að fara að átta sig á því að Hæstiréttur dæmdi kosninguna ógilda. Það þýðir að það eru engir stjórnlagaþingsfulltrúar til. Ég hef mikla samúð með þeim sem tóku þátt í kosningunni, bæði þeim sem voru í framboði og störf- uðu við framkvæmd kosninganna. Mér finnst að þeir verðskuldi afsök- unarbeiðni frá ríkisstjórninni og jafnframt skýr svör um framhaldið. Ég er þeirrar skoðunar og hef alltaf verið að við getum byrjað vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar án frekari millileikja,“ segir Bjarni og á við endurskoðun á vettvangi stjórn- málaflokkanna. Flokkarnir taki við málinu – Stjórnlagaþingið yrði því óþarft? „Já.“ – Hvað með hugmyndir um að þeir sem hlutu kosningu fái að halda starfinu áfram og hugsanlega leggja fram tillögur sínar í þjóðaratkvæði? „Ég legg til að Ögmundur hitti alla frambjóðendurna 523 fyrst hann er byrjaður á því, vegna þess að þeir eru allir í sömu stöðu gagnvart dómi Hæstaréttar. Ég tel að þeir sem náðu kosningu séu í sömu stöðu og aðrir frambjóðendur. Kjörbréf þeirra eru ógild. Þeir hafa því ekki stöðu umfram aðra frambjóðendur til að hafa áhrif á framvindu mála.“ Ögmundur útilokar ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Morgunblaðið/Ómar Glatt á hjalla Vel fór á með Ögmundi og Ómari á fundinum í gær. Ástrós Gunnlaugsdóttir fylgist brosandi með.  Stjórnarandstaðan boðin til fundar um næstu skref í stjórnlagaþingsmálinu „Mér bárust smáskilaboð sem ég geri ekki mikið úr. Mér skilst að aðrir hafi fengið þau líka. Í þeim kom fram að ég skyldi hafa verra af. Þetta hreyfði ekki mikið við mér. Ég verð að segja það. Mér varð hins miklu meira um þegar ég varð áskynja viðbragða innanríkisráðherra og ummæla hans um dóm Hæstaréttar. Mér fannst þau mun alvarlegri,“ segir Óðinn Sigþórsson, einn kærenda vegna framkvæmdar stjórnlaga- þings, um hótun sem honum barst eftir að Hæstiréttur ógilti kosn- inguna. Ögmundur láti af embætti Óðinn telur að Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra eigi að segja af sér vegna framgöngu sinnar í kjölfar dóms Hæstaréttar. „Hér talar sá ráðherra sem fer með eitt vandasamasta ráðuneyti á Íslandi, þ.e.a.s. ráðuneyti sem á að gæta laga og réttar. Hann leyf- ir sér að taka þannig til orða að hann muni sætta sig við dóm Hæstaréttar en gefur sterkt í skyn að niðurstaðan sé röng. Mað- urinn sem á að byggja upp traust á ráðuneyti sínu tekur málið póli- tískum tökum og grefur þar með undan dómstólnum. Ögmundur hlýtur að íhuga afsögn.“ Skafti Harðarson bauð sig einn- ig fram og kærði svo framkvæmd- ina. Honum barst hótun á blogg- síðu sína þar sem sagði: „Skafti! Þetta gleymist aldrei og við náum okkur niður á ykkur […] ef við verðum af þessum kosningum.“ Hótanir raktar framvegis Skafti ætlar ekki að láta rekja hótunina en mun héðan í frá láta rekja hótanir ef tilefni þykir til. Þorgrímur S. Þorgrímsson kærði einnig framkvæmd kosning- anna en sama dag og Hæstiréttur ógilti þær, eða síðdegis á þriðju- dag, fékk hann smáskilaboð í gegnum ja.is, vef símaskrárinnar. Þau hljóðuðu svo: „Þú og þinn sérhagsmunahópur mun aldrei komast upp með þetta. Þú munt sjá eftir þessu. Þetta snýst um þig og framtíðina.“ baldura@mbl.is Hótað fyrir að kæra kosninguna Skafti Harðarson Óðinn Sigþórsson Guðni Sigfússon, framkvæmda- stjóri Sýningakerfa, fyrirtækis sem tekið hefur að sér uppsetn- ingu kjörklefa vegna alþingis- og sveitarstjórnarkosninga, telur að sá sparnaður sem hafi hlotist af því að notast við pappaskilrúm fremur en klefa í stjórnlagaþings- kosningunum hafi verið lítill. Guðni telur í ljósi reynslu sinnar af kostnaði við uppsetningu kjör- klefa á höfuðborgarsvæðinu og m.t.t. til launakostnaðar við frá- gang á pappaskilrúmum, að sparnaðurinn hafi verið lítill. Heimildarmaður sem kom að undirbúningi kosninganna sagði ekki „orð á gerandi“ varðandi launakostnað við að brjóta saman skilrúm. Dómsmálaráðuneytið gaf út tilmæli um notkun pappaskil- rúma og fóru sveitarfélög að þeim. Klefarnir lítið dýrari HÆSTIRÉTTUR GERÐI ATHUGASEMD VIÐ SKILRÚMIN Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þessi hluti ræðunnar bar hvorki vott um sanngirni né góða dóm- greind. Það segir sig sjálft,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra, spurður um þau ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra um helgina að flokksbrot innan Vinstri grænna, sem gjarnan er kennt við óróleika, væri að „leika sér að eldinum“ með andstöðu við veigamikil mál í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Jóhanna lét þessi orð falla á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar en þar sagði hún orðrétt: Skaðar stjórnarsamstarfið „Því er hins vegar ekki að leyna að sá óróleiki sem verið hefur í sam- starfi við hluta þingflokks Vinstri grænna hefur skaðað stjórnarsam- starfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Vegna órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og trausts samstarfs við formann og stærsta hluta VG hefur þetta hins vegar ekki stöðvað framgang mikil- vægra mála ríkisstjórnarinnar. En það er hættulegur leikur að spila pólitískan einleik á kostnað samstarfsfélaga sinna í trausti þess að samstaða annarra og stuðningur við óvinsælar en óhjákvæmilegar ákvarðanir tryggi að upp úr stjórn- arsamstarfinu slitni ekki […] Þeir stjórnarliðar sem líta á samstarfs- yfirlýsingu stjórnarflokkanna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eldinum.“ Hræri ekki í innyflunum Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, hvatti forystu Samfylkingarinnar til að horfa til ungliða sinna. ,,Ég held að forysta Samfylking- arinnar ætti að taka unga jafnaðar- menn til fyrirmyndar sem eru að borða með ungum Vinstri grænum í kvöld. Það er mun vænlegra að fólk reyni að tala og vinna saman en að hræra í innyflum hvað annars. Við getum öll lært af unga fólkinu,“ sagði Steingrímur í samtali við vef- ritið Smuguna. Bar ekki vott um góða dómgreind Morgunblaðið/Ómar Ræða Jóhanna á fundi flokks- stjórnar Samfylkingarinnar.  Ögmundur Jónasson gagnrýnir ummæli forsætisráðherra um VG Tónlistarnem- endur í Reykja- vík efna til mót- mæla við ráðhúsið kl. 13:30 á morgun. Ástæðan er óánægja nem- endanna með verulegan niður- skurð á fram- lögum til tónlist- arkennslu í borginni frá og með hausti 2011. Nemendur og kenn- arar Söngskólans í Reykjavík hyggjast ganga fylktu liði frá Söng- skólanum, Snorrabraut 54, niður Laugaveginn og að ráðhúsinu. Gangan hefst kl. 12:45 og eru vel- unnarar skólans hvattir til þátttöku. Mótmæla við ráðhúsið Niðurskurður bitn- ar á tónlistarnámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.