Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Svo kallaðarstjórnlaga-þingskosn-
ingar voru ógiltar
af ríkulegum
ástæðum af æðsta
dómstóli landsins.
Þær uppfylltu ekki það
grundvallar skilyrði að geta
talist leynilegar kosningar.
Hvarvetna í heiminum hefðu
erlendir eftirlitsmenn lagt til
að kosningar yrðu ógiltar ef
ljóst þætti að þetta frumskil-
yrði hefði ekki verið virt við
framkvæmd þeirra.
Nú er sagt að ekki hafi
komið fram eiginlegar vís-
bendingar um misbeitingu í
kosningunum sem gæti hafa
haft áhrif á niðurstöðu
þeirra. Í rauninni er þetta tal
á lægsta plani og ekki inn-
legg í umræðu um kosningar
sem þóttu ekki uppfylla kröf-
una um að þær væru leyni-
legar. En svo vill til að önnur
atriði sem Hæstréttur tekur
fram að hann telji alvarleg
snúast einmitt um það að
frambjóðendum eða umboðs-
mönnum þeirra hafi hvorki
verið gert kleift að fylgjast
með kosningunum né talning-
unni, þótt hvort tveggja sé
beinlínis áskilið í lögum. Við
slíkar aðstæður er beinlínis
fáránlegt að fullyrða að engin
þau mistök hafi verið gerð
sem gætu hafa haft áhrif á
kosninguna.
Kosningaþátttakan var
óvenjulega dræm eins og
menn muna. Rétt hálfdrætt-
ingur á við Icesave-kosn-
inguna sem ríkisstjórnin og
Ríkisútvarpið reyndu þó að
fá fólkið til að sniðganga. Það
hlýtur að koma til álita að svo
margir hafi forðast þessar
kosningar þar sem augljóst
var af kynningu þeirra að
þær uppfylltu ekki skilyrði
um leynilegar kosningar.
Auðvitað gat hin dræma þátt-
taka haft áhrif á úrslit kosn-
inganna. Nema hvað? Þess
utan var það svo að kjós-
endur fengu kjörseðil í hend-
urnar og á þeim kjörseðli var
ekki nafn frambjóðendanna.
Slíkt er með öllu óþekkt í
kosningum hér á landi og
sjálfsagt ekki algengt annars
staðar.
Óvenjulega mikið var af
ógildum og vafasömum at-
kvæðum í þessum kosn-
ingum. Þar komu þó bara
fram þau atkvæði sem vél-
búnaður taldi sig ekki geta
lesið. Enginn gat yfirfarið
hvort þau atkvæði sem vél-
búnaðurinn taldi sig ráða við
hefðu verið réttilega talin.
Fram hjá öllum þessum ann-
mörkum er ekki
hægt að horfa.
Ekkert er á móti
því að það fólk
sem fékk úthlutað
kjörbréfum í hin-
um ógiltu kosn-
ingum láti stjórnarskrár-
umræður til sín taka í
framtíðinni. En það verður að
sætta sig við það að slíkt ger-
ir það ekki í umboði almenn-
ings úr því sem komið er.
Vitað er að forystumenn
Samfylkingarinnar ýttu mjög
á landskjörstjórnarmenn að
þeir hyrfu frá sínu starfi. Var
það gert í viðleitni til að
beina kastljósinu frá þeim
sem raunverulega ábyrgð
bera á hvernig til tókst. Það
sjá flestir í gegnum þann
gerning. Enda hefur Bjarni
Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, bent á
að sökin á kosningaklúðrinu
liggi ekki hjá landskjör-
stjórninni. Samfylkingin hef-
ur heldur ekki getað stillt sig
um að beina spuna sínum að
Hæstarétti sem er illur leik-
ur. Reynt er að koma því inn
hjá fólki að einstakir dóm-
arar hafi verið vanhæfir til
starfans. Áður en dómstóll-
inn tók til við málið höfðu
þrír dómarar af níu lýst sig
vanhæfa til setu og hafa vafa-
laust tilgreint ástæður sínar
við forseta eða starfandi for-
seta réttarins. Síðan var til-
kynnt hvaða 6 dómarar
myndu fjalla um málið. Það lá
opinberlega fyrir í tæpan
mánuð. Enginn hélt því fram
á þeim tíma að einhver dóm-
arinn væri vanhæfur til starf-
ans. Rétturinn spurði fram-
bjóðendur og kærendur
sérstaklega að því hvort þeir
teldu að einhver vanhæf-
isálitamál væru uppi. Enginn
kom með ábendingu um slíkt.
Það var ekki fyrr en dómur
hafði fallið sem passaði ekki
Samfylkingunni sem spuninn
var settur í gang.
Og því miður hafa tveir
ráðherrar í ríkisstjórn lands-
ins lagt sitt af mörkum til
þessa ljóta leiks. Er þetta
enn eitt dæmið um að sið-
ferðið í íslenskum stjórn-
málum hefur versnað um all-
an helming undir núverandi
stjórn. Þar hafa engu breytt
rannsóknarskýrslur, hver af
annarri og umbótanefnda-
skýrslur flokkanna sjálfra.
Getur nokkur bent á annað
land þar sem Hæstiréttur
hefði dæmt almennar kosn-
ingar ógildar og ríkisstjórn
viðkomandi lands hefði kom-
ist upp með að yppta bara
öxlum?
Ógeðfelldur spuni í
kjölfar kosn-
ingaklúðurs gerir illt
mál verra.}
Eftirleikurinn
F
átt er sameiginlegt með Mexíkó-
borg og Reykjavík. Fyrir það
fyrsta er hlýrra í Mexíkóborg og
svo er hún ein fjölmennasta borg í
heiminum, talið að þar búi litlar
20 milljónir. Víst er að 300 þúsund Íslendingar
myndu hverfa í mannhafið – og varla teljast til
minnihlutahópa.
Þegar íbúar Mexíkóborgar heyra minnst á
íbúafjöldann á Íslandi bregst ekki að þeir
skellihlæja. Eftir að hafa jafnað sig og melt
þessa staðreynd í nokkrar mínútur benti einn
leigubílstjóri mér á að fjöldi leigubílstjóra í
Mexíkóborg væri 300 þúsund.
Eitt stærsta vandamálið í Mexíkóborg er
mengunin sem liggur eins og gul slikja yfir
borginni. Hún er umlukin hæðum og ofan í
dalnum sest mengunin fyrir. Það var einfald-
lega spurning um líf og dauða að draga úr henni. Og það
hefur tekist með djörfum ákvörðunum, sem felast fyrst og
fremst í því að draga úr bílaumferð.
Öflugt neðanjarðarlestarkerfi er til staðar í borginni, en
að öðru leyti fóru almenningssamgöngur fram í gömlum
„rúgbrauðum“, sem allt úði og grúði af í borginni. Ein að-
gerðin fólst í því að stækka almenningsvagnana og fækka
þeim um leið. Þá mega bílaeigendur ekki aka bíl sínum
einn virkan dag í viku og fer það eftir bílnúmerinu hvaða
dagur það er. Þannig er dregið úr umferð og ýtt undir að
fólk nýti sér almenningssamgöngur.
Aðalgötu borgarinnar, Reforma, hefur verið lokað fyrir
bílaumferð á sunnudögum. Fyrir vikið fyllist
hún af lífi, hjólreiðafólki, gangandi vegfar-
endum og börnum að leik. Madero, helstu
verslunargötunni í miðborginni, Laugavegi
þeirra Mexíkana, hefur alfarið verið breytt í
göngugötu og er mér sagt af íbúum að eftir
það hafi hún einnig fyllst af lífi á kvöldin.
Ekki aðeins það, heldur hefur það einnig
gætt Zócalo-torgið lífi, Reforma er slagæðin að
þessu hjarta borgarinnar, næststærsta torgi
heims á eftir Rauða torginu í Moskvu, sem
annars er mjög fráhrindandi – aðeins klætt
steinsteypu og einni fánastöng. Þó að vissulega
setji dómkirkjan og fallegar byggingarnar svip
á umhverfið.
Fleira hefur verið gert. Settir hafa verið upp
hjólastandar með reiðhjólum. Íbúar borg-
arinnar geta keypt sér leyfi til að nota hjólin og
gildir það minnst í sex mánuði. Mér er sagt að reið-
hjólastandarnir séu víða um borgina, þannig að raunhæft
sé fyrir fólk að nýta sér þá. Þá er öflug löggæsla í miðborg-
inni, nánast alltaf lögreglumaður í sjónmáli. Það er nauð-
synlegt í landi, þar sem mannrán eru daglegt brauð.
Loks má nefna að í Mexíkóborg er mikið lagt upp úr
hreinlæti, nánast hvar sem maður kemur er einhver að
sópa stéttina eða þrífa glugga. Víst er meiri þörf á því í
borg, þar sem mengunin er svona mikil, en það setur einn-
ig svip á mannlífið – hvetur til betri umgengni.
Það má læra ýmislegt af því, hvernig farið er að í þess-
ari fjölmennu höfuðborg. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Lífið í Mexíkóborg
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
S
pánverjar veiða mest af
fiski af öllum þjóðum
Evrópusambandsins og
afli þeirra er verðmæt-
astur. Þeir eru næst-
mestu fiskæturnar, flytja mest inn af
fiski og Spánn er jafnframt þriðja
mesta útflutningsríki fiskmetis í
ESB. Spánverjar beita sér af krafti í
sjávarútvegsmálum á vettvangi ESB
og þeir hafa mikil áhrif á sameig-
inlega sjávarútvegsstefnu sam-
bandsins.
Í nýrri meistararitgerð í al-
þjóðasamskiptum sem ber heitið Bít-
ur á beittan öngul, er m.a. fjallað um
hvernig Spánverjar berjast fyrir
hagsmunum sínum í sjávarútvegs-
málum á vettvangi ESB og hvaða
lærdóma Íslendingar geta dregið af
vinnubrögðum Spánverja. Þegar
ESB mótar stefnu, hvort sem er í
sjávarútvegsmálum eða öðru, þá er
byggt á löngu og allflóknu stefnu-
mótunarferli. Að ferlinu koma ótal
aðilar, s.s. samtök sjómanna, útgerð-
armanna, embættismenn, sérfræð-
ingar o.s.frv.
Ekki miðstýrt frá Madríd
Höfundur ritgerðarinnar, Jóna
Sólveig Elínardóttir, segir að Spán-
verjar beiti sér og séu sýnilegir á öll-
um stigum stefnumótunarferlisins.
Spænskir embættismenn beiti sér
mikið innan stofnana ESB og í milli-
ríkjasamskiptum um sjávarútvegs-
mál. Meira máli skipti þó að hags-
munaaðilar og embættismenn frá
strandhéruðum Spánar sinni hags-
munagæslu innan faghópa, samtaka
aðila í sjávarútvegi og hvers kyns
sérfræðihópa sem koma að því að
móta tillögur að breytingum á sjáv-
arútvegsstefnunni. „Þarna eru lín-
urnar lagðar fyrir það sem koma
skal, áður en málin fara til nefnda
ESB, framkvæmdastjórnarinnar og
síðan til ráðherraráðsins,“ segir hún.
Hagsmunagæslu Spánverja sé
ekki miðstýrt frá Madrid heldur sé
hún að stórum hluta í höndum emb-
ættismanna og hagsmunaaðila í
sjálfstjórnarhéruðum Spánar, þ.e.
þeirra sem liggja að sjó. Mikilvægi
sjávarútvegs sé einkum staðbundið
en hann hafi lítil áhrif á heildarefna-
hag Spánar, ólíkt því sem gerist hér
á landi. Jóna Sólveig segir ljóst að
Spánverjar hafi haft mikil áhrif á
sjávarútvegsstefnu ESB. Lykillinn
að árangri Spánverja sé að þeir beiti
sér á öllum stigum, jafnt á þeim
æðstu sem þeim lægstu. Um leið
verði að hafa í huga að Spánverjar
séu afar umfangsmiklir í sjávar-
útvegi og mikilvægir í viðskiptum
með sjávarfang í ESB og því eðlilegt
að þeir hafi mikil áhrif.
Fleiri komi að stefnumótun
En hvaða lærdóma er hægt að
draga af vinnubrögðum Spánverja?
Jóna Sólveig segir að það skipti
miklu að vera virkur og sýnilegur á
öllum stigum ákvarðanatökuferlisins
og að málflutningur sé trúverðugur.
Til að öðlast trúverðugleika verði
málflutningur að byggjast á sér-
fræðiþekkingu og hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi á Íslandi þurfi að sam-
ræma sjónarmið upp að því marki
sem hægt er, áður en reynt er að
vinna þeim fylgi á vettvangi ESB. Í
löndum ESB hafi verið komið á fót
svokölluðum sjávarútvegsklösum
sem sé samráðvettvangur allra sem
koma að sjávarútvegi; jafnt sjó-
manna sem útgerðarmanna,
ferðaþjónustuaðila í sjáv-
arbyggðum, sérfræðinga og
embættismanna. Slíkir klasar
vinni saman að hagsmuna-
málum sjávarútvegsins. „Ég
held að þetta sé eitthvað sem
Íslendingar ættu að taka
til athugunar, að virkja
fleiri við að móta
stefnuna,“ segir hún.
Spánverjar beita sér af
krafti á öllum stigum
Morgunblaðið/Kristján
Lífið Íslendingar hafa lengi flutt saltfisk til Spánar enda eru Spánverjar
bæði sælkerar og mikið fyrir fiskmeti. Þeir eru líka mikil fiskveiðiþjóð.
Í ritgerðinni kemur fram að
Spánverjar veiddu 876.192 tonn
af fiski árið 2008 og aflaverð-
mæti var 1855 milljónir evra.
Sama ár veiddu Íslendingar
töluvert meira af fiski en verð-
mæti aflans var minna. Íslensk
skip lönduðu 1.257.896 tonnum
að andvirði 751 milljón evra.
Helstu tegundir sem Spánverjar
veiða eru guli túnfiskur, makríll,
sardína, kolmunni og lýsingur.
Í spænska flotanum eru
11.215 skip, þar af 1.378 togarar.
Á Spáni starfa um 52.000
manns við fiskveiðar, 22.915 við
fiskvinnslu og 12.000 við fisk-
eldi. Um 0,55% starfandi
manna á Spáni vinna við
þessar greinar, sam-
anborið við 4,3% hér-
lendis.
Um 26% af styrkj-
um sem ESB veitir til
sjávarútvegs renna til
Spánar og ríkisstyrkir
til sjávarútvegs eru
hvergi jafnháir
innan ESB.
Veiða minna
en afla meira
ÖFLUG FISKVEIÐIÞJÓÐ