Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011 ódýrt alla daga Daloon vorrúllur, 3 tegundir 679kr.pk. Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Atburðarásin í Egyptalandi kann að marka endalok þrjátíu ára valdatíðar Hosni Mubaraks, forseta landsins. Ákvörðun forsetans um að reka rík- isstjórn sína og skipa aðra, ásamt því að lofa stjórnar- og efnahagsumbót- um, sem kynnt var á föstudagskvöld- ið, varð ekki til þess að draga móðinn úr þeim mikla fjölda manna sem mótmæla stjórnarfarinu og krefjast lýðræðis og frjálsra kosninga. For- setinn skipaði í fyrsta sinn varafor- seta um helgina, Omar Suleiman. Financial Times leiðir að því líkum að það hafi verið gert að kröfu hers- ins og þykir skipunin vera til marks um að forsetinn sé á útleið. Staðan virðist því vera þannig að ekkert muni stöðva mótmælin annað en valdbeiting hers og lögreglu á komandi dögum. Slíkt gæti auðvitað haft ófyrirséðar afleiðingar og yrði síst til þess að lægja öldurnar til frambúðar. Upphafið að nýjum tímum Financial Times hefur eftir Jon Alterman, rannsóknarstjóra hjá bandarísku hugveitunni Center for Strategic and International Studies, að helgin marki upphafið að endalok- unum hjá Mubarak. Hins vegar geti enginn spáð hvað muni taka við: Nýr einræðisherra, glundroði eða ein- hverskonar vegferð í átt að lýðræði. Hjarta mótmælanna er við Tahir- torg í miðborg Kairó og þar hafa þúsundir mótmælendanna haldið sig síðastliðna sex daga og virt útgöngu- bann forsetans að vettugi. Mohamed ElBaradei, friðarverðlaunahafi Nób- els og einn af leiðtogum stjórnarand- stöðunnar, ávarpaði mótmælendur seinni partinn í gær og sagði að nú yrði ekki aftur snúið og valdatíð Mubaraks væri lokið. ElBaradei fer fyrir samtökum ýmissa stjórnarand- stöðuafla, þeirra meðal Múslímska bræðralagsins en starfsemi samtak- anna er bönnuð í landinu. Á sama tíma og mótmælin magn- ast ríkir skálmöld víðsvegar í land- inu. Skriðdrekar og hermenn eru á götum úti í höfuðborginni og eftir að útgöngubann tók gildi í gær flugu herþotur og þyrlur yfir borginni. Fram til þess hefur herinn ekki beitt sér gegn borgurum og mótmælend- um heldur reynt að viðhalda reglu og sporna við glundroða. Orðrómur er uppi um að óeinkennisklæddir með- limir öryggislögreglu forsetans reyni að stuðla að glundroða og óvissu til þess að mótmælendur og borgarar reyni fyrst og fremst að verja eigur sínar og öryggi fjöl- skyldna sinna. Hermt er að klerka- stjórnin í Íran hafi beitt svipuðum meðulum þegar mótmælaalda gegn stjórnarfarinu gaus upp í fyrra. Upphafið að endalokum valdatíðar Hosni Mubaraks Reuters Samstaða Hjarta mótmælanna er á Tahir-torgi í miðborg Kairó. Þúsundir manna voru við torgið í gærkvöldi.  Ekki verður aftur snúið segir ElBaradei  Ólga og óvissa framundan í Egyptalandi Að minnsta kosti tíu manns fórust og á þriðja tug slösuðust þegar tvær lestir skullu hvor á aðra ná- lægt þýsku borg- inni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í gær. Mikil þoka var á svæðinu þegar farþegalest og vöruflutningalest skullu saman. AP-fréttastofan segir að árekst- urinn hafi verið svo kröftugur að farþegalestin hafi farið af lestar- teinunum. Á fimmta tug manna voru í farþegalestinni þegar árekst- urinn átti sér stað. Um 200 lög- reglu- og slökkviliðsmenn unnu að björgunarstörfum við slysstaðinn í gær en ljóst er að þetta er eitt versta lestarslys í sögu Þýskalands. Unnið er að rannsókn slyssins en samkvæmt Sky-fréttastofunni er talið að önnur lestin hafi ekki virt stöðvunarmerki áður en lestirnar skullu saman. Að minnsta kosti tíu fórust og tugir slös- uðust í lestarslysi Frá slysstað í gær. Samkvæmt nýjustu tölum kusu ríf- lega 99% þeirra sem tóku þátt í kosningunum í suðurhluta Súdans um aðskilnað og stofnun nýs ríkis. Kosningarnar fóru fram 9.-15. jan- úar og munu niðurstöðurnar liggja endanlega fyrir á næstu vik- um. Í ljósi hversu afgerandi úrslit kosninganna stefna í að verða er fátt sem getur komið í veg fyrir að Suður-Súdan öðlist sjálfstæði en gert er ráð fyrir að öllu óbreyttu að landið lýsi yfir sjálf- stæði hinn 9. júlí næstkomandi. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur lýst því yfir að hann muni virða niðurstöðu kosninganna en þær voru hluti að friðarsam- komulagi um endalok borg- arastyrjaldarinnar í landinu sem stóð yfir frá 1983 til 2005. Talið er að um tvær milljónir manna hafi látið lífið í átökunum. 99% kusu sjálf- stæði Suður-Súdans Yfirgnæfandi meirihluti Íra vill semja á ný um skilmála neyðarláns- ins sem Evrópusambandið og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn veittu stjórnvöldum fyrr í vetur þegar ein- sýnt var að þau gætu ekki fjár- magnað sig með hefðbundnum hætti. Þetta kom fram í skoð- anakönnun sem birtist í blaðinu Sunday Independent í gær. Sam- kvæmt henni vilja 82% aðspurðra kjósenda að samið verði upp á nýtt um skilmálana. Neyðarlánið stefnir í að verða eitt helsta málið í aðdraganda þing- kosninganna sem haldnar verða í lok næsta mánaðar. Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael sem er stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, fundaði með Jose Manuel Barroso, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, á dögunum og tjáði honum að ef hann kæmist til valda myndi hann beita sér fyrir endurupptöku lánasamningsins. Skoðanakannanir benda til þess að Fine Gael og Verkamannaflokk- urinn beri sigur úr býtum í kosn- ingunum og myndi samsteypu- stjórn í kjölfarið. Írland Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael. Mikill meirihluti Íra vill endursemja Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að stjórnvöld í Washington ætl- uðust til þess að mótmælin myndu leiða til frjálsra kosninga í landinu og að stjórn landsins myndi í rík- ara mæli starfa í umboði fólksins. Þrátt fyrir kurteislegt orðalag felur yfirlýsing utanríkisráðherr- ans það í sér að bandarísk stjórn- völd munu ekki verja stöðu Hosni Mubaraks í því flókna tafli sem er framundan. Washington Post segir ennfremur frá því að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafi verið í sambandi við þjóð- arleiðtoga í Evrópu og Miðaust- urlöndum um helgina þar sem hann kallaði eftir hjálp við að stuðla að friðsamlegum umbreyt- ingum í Egyptalandi í átt til lýð- ræðis. Segir blaðið að inntak er- indis Obama í þessum viðræðum hafi verið að koma verði í veg fyrir ofbeldi í landinu en að sama skapi tryggja lýðræðisleg réttindi. Leiði til frjálsra kosninga BANDARÍKIN OG EGYPTALAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.