Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku og förðun
föstudaginn 18. febrúar 2011.
Í Tísku og förðun verður fjallað
um tískuna vorið 2011 í förðun,
snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir
auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. febrúar.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur.
Förðrun.
Húðin,krem og meðferð.
Snyrting.
Neglur.
Kventíska.
Herratíska.
Fylgihlutir.
Skartgripir.
Það heitasta í tísku fyrir
árshátíðirnar.
Hvað verður í tísku á vor-
mánuðum.
Tíska & Förðun
sérblað
Svanhildur Eiríksdóttir
svei@simnet.is
V
ið búum núna á tímum
mikilla breytinga og
margir standa frammi
fyrir því að þurfa að
endurskoða og end-
urmeta líf sitt. Á slíkum tímamótum
er stuðningur og hvatning annarra
mikilvæg og sú staðreynd að fleiri
séu að upplifa svipaða hluti eða hafi
gert það áður á lífsleiðinni, skiptir
máli.“
Síðastliðið haust blésu Anna
Lóa og Þóranna til fyrsta SKASS
fundar eftir að hafa kannað jarðveg-
inn og áhuga kvenna á Suðurnesjum
fyrir félagskap af þessu tagi. Þær
sögðust strax hafa fengið mikinn
meðbyr og sá meðbyr hefur ekki
minnkað þessa fyrstu starfsmánuði
félagsskaparins. Um 50 konur hafa
að jafnaði mætt á fundina, sem
haldnir eru fyrsta þriðjudag í mán-
uði. Þær stöllur eru ekki í vafa um að
ávinningur af fundunum hafi verið
mikill. „Það má segja að ávinning-
urinn sé tvíþættur, annars vegar
ánægðar og kröftugar konur sem
hafa verið duglegar að mæta á fundi
og hins vegar þær konur sem hafa
stigið á stokk og deilt sögu sinni og
hugðarefnum með okkur hinum.
Þetta hafa þær gert þrátt fyrir að
finnast sín saga ósköp lítilfjörleg en
komast svo að því eftir á að saga
okkar allra skiptir máli og getur haft
mjög hvetjandi og jákvæð áhrif á þá
sem hlusta.“
Húmorinn uppi við
Næsti fundur, sem haldinn
verður í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú
þriðjudagkvöldið 1. febrúar er helg-
aður frumkvöðlakonum. Þar mun
fjöldi kvenna kynna verkefni sín og
fyrirtæki og hvetja aðrar konur til
dáða. Þóranna er verkefnisstjóri hjá
Frumkvöðlasetrinu og tengist því
hvorutveggja. Blaðamaður spurði
Þórönnu hvernig landslagið væri í
frumkvöðlamálum Suðurnesja-
kvenna: „Ég held að óhætt sé að
segja að það eru mun fleiri kven-
frumkvöðlar og athafnakonur á Suð-
urnesjunum en margur gerir sér
grein fyrir. Það er einmitt eitt af því
sem við viljum gera með þessu
kvöldi, að draga þær fram í dags-
ljósið og sýna öðrum hvað er að ger-
ast og hvað hægt er að gera. Þessar
konur eru frábærar fyrirmyndir og
það er hvetjandi að sjá konur sem
hafa gert drauma sína að veruleika
og eru að fást við það sem þær lang-
ar til og á sínum forsendum. Þetta
auðgar líka mannlífið og samfélagið
okkar og það er yfir höfuð ekkert
Konur eru
konum bestar!
„Með því að vera til staðar fyrir hver aðra getum við gert fyrstu skrefin í átt til
breytinga auðveldari.“ SKASS er félagsskapur kvenna á Suðurnesjum sem vilja
hvetja hver aðra til dáða. Anna Lóa Ólafsdóttir og Þóranna K. Jónsdóttir eru í
forsvari fyrir „Samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna“.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Forystuskössin Þórunn K. Jónsdóttir og Anna Lóa Ólafsdóttir. Þær eru í
forsvari fyrir félagsskap kvenna, SKASS, sem hefur það að markmiði að
hvetja konur áfram og efla tengsl þeirra á milli.
Þeir eru ófáir sem vildu gjarnan
láta margar myndirnar af sér hverfa
fyrir fullt og allt. Sérstaklega
myndir frá asnalegum tímum þar
sem hártískan eða nefið var ekki
upp á sitt besta, fermingarmynd-
irnar til dæmis.
Á vefsíðunni Awkwardfamilypho-
tos.com má sjá margar slíkar
myndir sem fólk hefur sent inn af
sjálfum sér eða vinum og ætt-
ingjum. Sumar myndirnar eru alveg
óborganlegar og kitla hlát-
urtaugarnar, þó að það hafi eflaust
ekki verið tilgangur þeirra í upp-
hafi.
Það voru æskuvinirnir Mike og
Doug sem settu þessa vefsíðu á
laggirnar eftir að Mike sá undarlega
fjölskyldumynd úr fríi heima hjá
foreldrum sínum. Þá kom sú hug-
mynd að stofna vefsíðu þar sem
fólk gæti deilt undarlegum fjöl-
skyldumyndum með öðrum. Fyrst í
stað birtu þeir aðallega eigin fjöl-
skyldumyndir en síðan jukust vin-
sældir síðunnar og fær hún nú
hundruð heimsókna daglega auk
fjölda innsendra mynda.
Auk ljósmynda er hægt að senda
inn óborganlegar fjölskyldusögur.
Mike og Doug hafa líka stofnað síðu
fyrir asnalegar gæludýramyndir,
Awkwardfamilypetphotos.com.
Vefsíðan www.awkwardfamilyphotos.com
Asnalegar fjölskyldumyndir
Asnaleg Fjölskyldumyndin fyndna sem blés Mike og Doug í brjóst.
Þær konur sem eru
með brjóstafyllingar
geta fengið mjög
sjaldgæft, en lækna-
nlegt, krabbamein
vegna fyllinganna, er
þetta haft eftir
bandaríska lyfjaeft-
irlitinu (FDA) á vef-
síðu The New York
Times.
Hættan nær til
allra gerða af síli-
konpúðum og á við
allar konur sem eru
með þá, hvort sem
þær hafa farið í upp-
byggingu eftir
brjóstakrabbamein
eða í þeim tilgangi að stækka á sér
brjóstin. Þetta er ekki brjósta-
krabbamein heldur eitlakrabbamein
sem vex oftast í brjóstunum, vana-
lega þar sem skurðurinn var gerður.
Tilvikin sem hafa komið fram upp-
götvuðust vegna þess að konurnar
voru með einkenni löngu eftir að
þær voru grónar eftir brjóstastækk-
unaraðgerðina, þær voru með hnúta,
verki, ósamhverf brjóst, vökvasöfnun
og bólgur. Í sumum tilvikum var nóg
að fjarlægja fyllingarnar og vefinn í
skurðinum og konurnar losnuðu við
sjúkdóminn, en sumar konur gætu
þurft lyfja- og geislameðferð.
Vitað er um sextíu mál af þessari
gerð sem komið hafa fram í heim-
inum, sem er lítið hlutfall af þeim 5
til 10 milljónum kvenna sem hafa
brjóstafyllingar. En það er samt
stórt hlutfall miðað við hefðbundna
tíðni sjúkdómsins: þessi gerð af
eitlakrabba í brjóstum greinist vana-
lega aðeins í þremur af hverjum 100
milljónum kvenna sem eru ekki með
brjóstafyllingar. Áhættan er því mjög
lítil, læknar segja að meiri líkur séu
á að verða fyrir eldingu. Ekki er vit-
að hvað veldur þessu en uppi eru
getgátur um að sílikonið örvi frum-
urnar og valdi eitlakrabbameini í
þessum örfáu tilvikum, en það er
ekki vitað.
Heilsa
Brjóstafyllingar geta valdið
mjög sjaldgæfu krabbameini
Morgunblaðið/Golli
Fegrunaraðgerðir
Sílikonpúðar geta
valdið mjög sjaldgæfu
krabbameini.