Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
✝ Gylfi Einarssonfæddist á Kvíabóli
(Kvíabólsstíg 4) í Nes-
kaupstað 24. janúar
1932. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
20. janúar 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Gíslína
Ingibjörg Haralds-
dóttir, fædd í Nes-
kaupstað 10. júlí 1904,
d. 5. feb. 1988, og Ein-
ar Einarsson, fæddur
í Kambanesi við
Stöðvarfjörð, 6. nóv. 1902, hann
drukknaði 26. apríl 1933. Þau hjón
eignuðust tvo syni, Gylfa og Eyþór
Harald, f. 8. feb. 1929. Foreldrar
Gíslínu voru Þórey Jónsdóttur
fædd 5. jan. 1879, dáin 12. júlí 1957
og Haraldur Brynjólfsson fæddur
29. maí 1880, dáinn 12. maí 1966.
Foreldrar Einars voru Oddný Jón-
asdóttir, f. 27. okt. 1875, d. 31.
ágúst 1916 og Einar Brynjólfsson
(bróðir Haraldar), f. 24. apríl 1871,
d. 4. júlí 1942.
Gylfi ólst upp á Kvíabóli ásamt
bróður sínum og uppeldissystur
þeirra Sigrúnu Sigurjónsdóttur
Jörgensen f. 21. okt. 1921, d. 29
ágúst 2008, hún var náskyld þeim í
báðar ættir og kom þangað þegar
móðir þeirra dó. Hann gekk í
barna- og gagnfræðaskóla í Nes-
kaupstað og vann á sumrin ýmsa
vinnu sem til féll í sjávarplássi.
Hann lærði húsgagnasmíði við Iðn-
skólann í Neskaupstað og lauk það-
an sveinsprófi og fékk síðan meist-
araréttindi. Faglega hluta námsins
stundaði hann í Trésmiðjunni Eini
hjá Jóhanni Pétri Guðmundssyni.
Hann fluttist til Reykjavíkur ásamt
eiginkonu sinni Jónu Björnsdóttur
f. 28. feb. 1935, d. 2. sept. 2007 og
hóf störf hjá Húsgagnaverslun
Reykjavíkur og starfaði þar þangað
til hann stofnaði Húsgagna-
vinnustofa Ingvars og
Gylfa ásamt sam-
starfsmanni árið
1957. Það fyrirtæki
ráku þeir í um 30 ár,
fyrst í Bogahlíð og
síðar að Grensásvegi
3. Frá 1989 starfaði
hann hjá Landmæl-
ingum Íslands, fyrst í
Reykjavík og síðar á
Akranesi þar til 2002
að hann hætti fyrir
aldurs sakir. Gylfi
dvaldist á Hjúkr-
unarheimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi síðustu 8 ár ævi
sinnar.
Gylfi og Jóna áttu þrjú börn: 1)
Einar f. 1. ágúst 1954 kvæntur Sig-
ríði Magnúsdóttur f. 21. feb. 1954,
þau eiga tvö börn: Guðrún f. 9. feb.
1975, hennar börn eru Andrea Ósk
Þorkelsdóttir f. 10. nóv. 1994, Ró-
bert Orri Þorkelsson f. 3. apríl 2002
og Daníel Darri Þorkelsson f. 9.
mars 2007. Gylfi f. 27. okt. 1978
kvæntur Helgu Lind Björgvins-
dóttur f. 12. júlí 1980, börn þeirra
eru Kara Lind og Einar Orri bæði f.
23. nóv. 2007, Helga Lind á Alex f.
27. des. 1999 og Ísabella f. 23. apríl
2002. 2) Margrét f. 10. nóv. 1957 á
tvö börn með fyrrverandi manni
sínum Peter Stegeman f. 5. júlí
1963: Tanja Agnes Eskandari f. 15.
des. gift Salman Eskandari f. 25.
feb. 1987, þeirra barn er Benjamin
Peter f. 3. des. 2010. Patrik Einar f.
8. júní 1990. 3) Björgvin f. 29. sept.
1963 kvæntur Guðnýju Ingu Þór-
isdóttur f. 27. maí 1964, þau eiga
þrjár dætur: Jóna María f. 25. októ-
ber 1985 gift Daniel Degwitz f. 3.
sept. 1982, þeirra barn er Daniela
Inga f. 9. maí 2009. Eva Björg f. 6.
janúar 1989 og Sigríður Þórey f. 15.
mars 1990.
Útför Gylfa verður gerð frá Bú-
staðarkirkju í dag, 31. janúar 2011,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Minn kæri faðir fékk hvíldina hinn
20. janúar sl. eftir langvarandi veik-
indi.
Það var mjög sárt að horfa á hann
pabba verða svona veikan. Þessi góði
pabbi minn, sem ætlaði að hafa það
gott á elliárunum með henni mömmu
minni sem lést alltof fljótt og snöggt
árið 2007.
Ég er þakklát fyrir mína góðu
æsku, í Vogahverfinu og síðar í Ár-
bænum í húsinu sem pabbi minn
byggði frá grunni með hjálp góðra
vina og ættingja.
Vorsabær 9 var okkar heimili,
hreiður og uppeldisstaður.
Ég, eina dóttirin á heimilinu, fór
ekki alltaf eftir settum reglum, sem
foreldrar mínir settu mér, þá settist
pabbi niður með mér og ræddi málin
í góðu.
Á sumrin var farið í margar úti-
legurnar, á Laugarvatn, Þingvöll
o.fl., staði. Pabbi og mamma ferð-
uðust einnig mikið erlendis og var
pabbi áhugamaður um kirkjubygg-
ingar í hverju landi.
Ég er búin að búa í Svíþjóð í ca 30
ár og alltaf var jafn gaman að fá þau
í heimsókn. Við fjölskylda mín kom-
um einnig mjög oft til Íslands, og oft
var erfitt þegar kom að kveðjustund
fyrir okkur pabba.
Ég er glöð að þú náðir að sjá mynd
af litla langafabarni þínu, honum
Benjamín sem fæddist í desember
sl.
Ég er þakklát að hafa náð til
landsins í tæka tíð til að kveðja þig.
Farðu í friði, elsku pabbi minn, ég
bið að heilsa mömmu, ég veit að hún
hefur verið ánægð að fá þig til sín.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt
svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins
og þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið
barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson.)
Þín dóttir
Margrét.
Elskulegur tengdafaðir minn
hann Gylfi hefur kvatt okkur og er
lagður af stað í ferðalagið langa sem
er sú ferð er við leggjum öll í að lok-
um.
Segja má að Gylfi hafi lagt í þessa
ferð fyrir allnokkru því hann hefur
átt við heilsubrest að stríða í mörg
ár. Ég kynntist sem betur fer Gylfa
og Jónu löngu fyrir þann tíma þegar
ég og Björgvin fórum að vera saman
á unglingsaldri og leið ekki langur
tími þar til ég var orðin heimalning-
ur í Vorsabænum. Gylfi átti stundum
til á þessum árum að segja við mat-
arborðið, bara til að stríða mér,
Guðný mín, fáðu þér meira svo þú
verðir stór og feit (ekki sterk.)
Í gegnum hugann fara svo margar
minningar um elsku Gylfa minn og
er ég þakklát fyrir þær allar. Ég get
nefnt t.d. þegar að mig vantaði tíma-
bundna pössun fyrir hana Jónu Mar-
íu mína á meðan ég var í námi þá
gerðist þú „dagafi“ á móti Jónu og
þegar við foreldrarnir komum að ná
í Jónu Maríu átti hún það til að klaga
afa sinn, því hann lét ekki eins mikið
eftir henni og þegar við komum í
venjulegar ömmu- og afaheimsókn-
ir.
Jóna og Gylfi voru alltaf svo mikil
amma og afi fyrir allar stelpurnar
okkar og tók Gylfi virkan þátt í
dúkkuleikjum, kaffiboðum og alls
kyns sýningum sem þær settu upp
og þá í fötum og skarti frá ömmu
Jónu.
Við fjölskyldan nutum þess að
hafa búið í mörg ár í nágrenni við
Gylfa og Jónu og geta bara rölt til
afa og ömmu til að fara í pottinn eða
fá kakó og snúð að ógleymdum klein-
unum hennar ömmu Jónu.
Eins og ég skrifaði hér í byrjun
var ég bara hálfgerður krakki þegar
ég kynntist Gylfa en alla tíð höfum
við verið náin og þótti mér afar vænt
Gylfi Einarsson
Morgunblaðið hefur
oft látið í ljós áhyggj-
ur af hnignandi sið-
ferði og skorti á sam-
félagslegri ábyrgð
meðal stjórnenda fyr-
irtækja og viðskipta-
lífs. Nægir að nefna
leiðarann sem blaðið
færði nýja forsætis-
ráðherranum í eins
konar morgungjöf
hinn sextánda sept-
ember 2004 og hét: „Tækifæri
Halldórs Ásgrímssonar“. Leið-
arinn má heita ákall til Halldórs
um að bregðast kröftuglega við
fyrrgreindum áhyggjum. Morg-
unblaðið skrifaði: „Þessu lýsti
Halldór svo í ræðu á ársfundi
viðskipta- og hagfræðideildar
Háskóla Íslands í janúar sl.: „Sam-
hliða þessu hafa völd stjórnmála-
manna á þessu sviði minnkað og er
það vel, því stjórnmál eiga ekki
heima í atvinnulífinu. Hlutverk
stjórnmálamanna er hins vegar að
setja frelsinu umgjörð. Aðilar í at-
vinnurekstri sem halda að nýja ís-
lenska stefnan sé fólgin í dýrkun
gróðans án nokkurrar samfélags-
legrar ábyrgðar eru á villigötum
og stjórnmálamenn eiga ef nauð-
syn krefur að vísa þeim réttu leið-
ina.“
Á sama tíma og Morgunblaðið
biðlaði til forsætisráðherrans
gerðist það að heilbrigðisráðherra
snéri sér til Hagfræðistofnunar og
bað hana að kanna orsakir þess að
„þjóðin væri að fara á örorku“ eins
og ríkisútvarpið orðaði það í
kvöldfréttum sunnudagsins 2.
október 2004. Af því
sést að ekki var allt
gull sem glóði. „Mesta
góðæri í sögu þjóð-
arinnar“ var kannski
ekki eins gott og sum-
ir vildu vera láta.
I
Hinn 9. september
2004 birtist í Morg-
unblaðinu grein um
stjórnunarfræði og
bar heitið „Stjórn-
endaveiki“. Ég veit
lítið um stjórn-
unarfræði eða ný-
sköpunar- og frumkvöðlafræði en
höfundur greinarinnar var pró-
fessor í þeim fræðum við háskól-
ann á Bifröst. Sjúkdómsgreiningar
eru hins vegar nauðsynleg og brýn
undirstaða góðrar læknisfræði. Í
fyrrnefndri grein leiðir höfundur
líkur að því að stjórnendaveikin
svokallaða sé það sem á ensku er
kallað bipolar disorder en við köll-
um á íslenzku geðhvörf. Höfundur
greinarinnar telur upp einkenni
hins sjúka stjórnanda, meðal ann-
ars þessi:
1) Tilhneiging til að láta eigin
hagsmuni ganga fyrir og réttlæta
það með því að vísa í gengi hluta-
bréfa fyrirtækisins. 2) Tilhneiging
til að notfæra sér völd sín til að
berast óhóflega á. 3) Tilhneiging
til að raða í kringum sig já-fólki
með litla faglega þekkingu. 4) Til-
hneiging til að koma á einræð-
islegri stjórnun og eigna sér nán-
ast allt sem gert er í nafni
fyrirtækisins. 5) Viðkomandi skil-
ur við eiginkonuna og yngir upp.
6) Viðkomandi viðurkennir aldrei
eigin mistök, þakkar ekki öðrum
né deilir heiðri með þeim. Sjálfur
er hann persónugervingur fyr-
irtækisins.
II
Hér er ekki verið að lýsa veiki í
merkingunni sjúkdómur. Þar fyrir
kann greinin að hafa átt fullt er-
indi við okkur Íslendinga. Í fyrr-
nefndri grein um stjórnendaveiki í
Morgunblaðinu er vitnað í banda-
rískan prófessor sem fullyrðir að
allt að þriðjungur æðstu stjórn-
enda fyrirtækja þar í landi hafi
einkenni „veikinnar“. Ekki veit ég
hvernig ástandið er hér á landi.
Greiningin er hins vegar alröng.
Hér er ekki um hinn læknanlega
sjúkdóm geðhvörf að ræða. Hér er
lýst því sem á máli leikra og
lærðra heitir einfaldlega siðblinda.
Það er áhyggjuefni að enginn
læknir skuli hafa þorað að stíga
fram og leiðrétta hina röngu
greiningu, sem auk þess er mjög
særandi fyrir þá sem þjást af geð-
hvörfum. Hitt er þó verra að pró-
fessorar læknadeildar Háskóla Ís-
lands kunna ekki að greina þessa
persónuleikaröskun sem er ólækn-
andi. Hvort tveggja er þeim til
skammar.
Stjórnendaveiki – siðblinda
Eftir Jóhann
Tómasson »Hér er ekki um hinn
læknanlega sjúkdóm
geðhvörf að ræða. Hér
er lýst því sem á máli
leikra og lærðra heitir
einfaldlega siðblinda.
Jóhann
Tómasson
Höfundur er læknir.
Kæri forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins
(FME). Þar sem þú
hefur lýst því yfir að
þú þurfir að víkja af
fundum fyrir sakir
vanhæfis þegar mál-
efni Landsbankans
ber á góma langar
mig að beina 12
spurningum til þín og
FME.
1. Er það rétt að
Landsbankinn tengist flestum
klækjaviðskiptum í íslensku
bankaflórunni samkvæmt Rann-
sóknarskýrslu Alþingis (RNA)?
2. Er það rétt að Landsbankinn,
í gegnum eignarhaldsfélag sitt
Vestía, hafi farið með eignarhlut í
nokkrum af stærstu fyrirtækjum
landsins og selt til Framtakssjóðs
Íslands (FSÍ) á brunaútsöluverði
án þess að fara eftir
verklagsreglum um
opið og gegnsætt
ferli sem Bankasýsla
ríkisins setti þeim í
stærstu einkavæð-
ingu Íslandssög-
unnar?
3. Er það rétt að
Landsbankinn eigi nú
yfir 20% í FSÍ og það
sem út af gengur sé í
eigu 16 lífeyrissjóða?
4. Er það rétt að
Lífeyrissjóður versl-
unarmanna (LIVE)
sé annar stærsti hluthafinn í FSÍ?
5. Er það rétt að Landsbankinn
og LIVE séu skyldir aðilar, þar
sem þeir fara saman með svo stór-
an eignarhlut í FSÍ?
6. Er það rétt að FSÍ sé stærsti
hluthafi (29,01%) í Icelandair
Group?
7. Er það rétt að LIVE sé þriðji
stærsti hluthafi (9,67%%) í Ice-
landair Group?
8. Er það rétt að Landsbankinn
sé fimmti stærsti hluthafi (4,77%)
í Icelandair Group?
9. Er það rétt að varaformaður
FSÍ og varaformaður LIVE sé
sami maðurinn?
10. Er það rétt að tengdir aðilar
eigi meira en 50% í Icelandair
Group?
11. Við hvaða stærðarhlut hluta-
fjár tengdra aðila í fyrirtækjum á
markaði myndast yfirtökuskylda?
12. Hverjar eru ástæðurnar fyr-
ir því að FME veitir tengdum að-
ilum undanþágu frá því að fara
fyrir svona stórum eignarhlut án
þess að til yfirtökuskyldu komi?
Eftir að þessum 12 spurningum
er svarað samviskusamlega vakna
margar aðrar spurningar og minn-
ist ég þess að það var mikið sett
út á FME í RNA og ekki síst
fyrrverandi stjórnarformann
FME, Jón Sigurðsson, sem tók á
eftirminnilegan hátt þátt í glan-
sauglýsingum Landsbankans við
kynningu og sölu á Icesave í Hol-
landi. Fjármálaráðherra hlýtur að
vera að velta því fyrir sér hvort
forstjóri FME þurfi yfirhöfuð að
mæta í vinnuna ef hann er van-
hæfur í öllum stærstu málum er
varða íslenskt atvinnulíf. Svarið er
augljóst.
Opið bréf til forstjóra FME
Eftir Guðmund F.
Jónsson » Fjármálaráðherra
hlýtur að vera að
velta því fyrir sér hvort
forstjóri FME þurfi yf-
irhöfuð að mæta í vinn-
una ef hann er van-
hæfur í öllum stærstu
málum er varða íslenskt
atvinnulíf. Svarið er
augljóst. Guðmundur F. Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Hægri-grænna.
Í ljósi löngu tímabærrar gagnrýni
forseta Íslands á yfirlýsingu Gord-
ons Brown, fyrr-
verandi forsætis-
ráðherra
Bretlands, um
gjaldþrot Íslands,
og þeirrar stað-
reyndar að Ís-
lendingar standa
nú aftur frammi
fyrir ákvörðun
um hvort íslenska
ríkið skuli
ábyrgjast endur-
greiðslu tapaðra innstæðna á Ice-
save-reikningum Landsbankans, vil
ég rifja upp og halda til haga eft-
irfarandi:
Hinn 9. október 2008 lýsti Gordon
Brown, þáverandi forsætisráðherra
Bretlands, því yfir á útvarpsrás
BBC að Bretar væru að frysta eigur
íslenskra fyrirtækja í Bretlandi, þar
sem þeir gætu. (Bein tilvitnun:
„We’re freezing the assets of Ice-
landic companies in the U.K. where
we can“). Þessi yfirlýsing endur-
ómaði í kjölfarið í helstu fjölmiðlum
heimsins.
Í yfirlýsingunni var ekki gerður
greinarmunur á því hvort hin ís-
lensku fyrirtæki tengdust Icesave
eða ekki.
HALLGRÍMUR THORBERG
BJÖRNSSON rafmagnsverkfræð-
ingur.
Ummæli Gordons
Brown í október 2008
Frá Hallgrími Thorberg Björnssyni
Hallgrímur Thor-
berg Björnsson