Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins
Fróðlegt
og nærandi
Nánari upplýsingar á www.xd.is. Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir
hádegisfyrirlestraröð í Valhöll á þriðjudögum þar sem
boðið verður upp á nærandi hádegisverð frá HaPP
á góðum kjörum og fjölbreytta fyrirlestra.
HaPP hefur það metnaðarfulla markmið að stuðla að auknu heilbrigði
Íslendinga með því að bjóða upp á bragðgóðan og hollan mat þar sem
áhersla er lögð á gæði og virkni fæðunnar á líkamann, til að fyrirbyggja
og meðhöndla lífstílssjúkdóma. Nánar á www.happ.is.
Þriðjudagur 1. febrúar kl. 12 - 13
Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri
samskiptasviðs Alcan á Íslandi
Orkuauðlindin og nýting hennar
Þriðjudagur 15. febrúar kl. 12 - 13
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi
Ekki gæla við hugmyndir
– grunnmenntun í deiglu
Þriðjudagur 1. mars kl. 12 - 13
Soffía Gísladóttir, forstöðumaður á
Vinnumálastofnun, Norðurlandi eystra
Hugmyndafræði velferðarmála
Þriðjudagur 15. mars kl. 12 - 13
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Primera Air
Mikilvægi ferðageirans fyrir efnahagslífið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það er einfaldlega vegna þess að við
vildum opna á þann möguleika að
sveitarfélög sem eru þess fýsandi að
fá fangelsi og starfsemi þeirra í sína
heimabyggð geti sett fram tilboð.
Útgangspunkturinn er sá að það
verði þá hagkvæm-
ara, eða ekki síður
hagkvæmt, en ef
fangelsið yrði reist á
höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir Ögmund-
ur Jónasson innan-
ríkisráðherra,
aðspurður hvers
vegna ekki sé gert að skilyrði í út-
boði fyrir nýtt fangelsi að það rísi á
höfuðborgarsvæðinu.
Veit af kostnaðinum
Haft var eftir Páli Winkel, for-
stjóra Fangelsismálastofnunar í
Morgunblaðinu á laugardag að út
frá faglegum sjónarmiðum væri ekk-
ert vit í öðru en að nýtt fangelsi rísi á
höfuðborgarsvæðinu.
Ögmundur kveðst taka aukinn
flutningskostnað með í dæmið.
„Hann er staðreynd og þess vegna
þyrfti að sannfæra okkur um að á
móti kæmi minni kostnaður við aðra
rekstrarliði ef fangelsið væri utan
höfuðborgarsvæðisins.“
Sveitarfélög bjóði í fangelsi
Innanríkisráðherra telur að fangelsi getið risið utan höfuðborgarsvæðisins
Ögmundur
Jónasson
Fjölmargir komu við í menningarhúsinu Hofi á Ak-
ureyri í gær þaðan sem skemmtiþátturinn „Gestir
út um allt“ var sendur út í beinni útsendingu. Á
myndinni sjást í forgrunni fætur þáttastjórnend-
anna, þeirra Felix Bergssonar og Margrétar Blön-
dal. Þau tóku forvitnum gestum fagnandi sem
með hjálp valinkunnra listamanna brustu í fjölda-
söng þegar hæst lét. Þátturinn verður á dagskrá
Rásar 2 síðasta sunnudag hvers mánaðar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skemmtiþátturinn „Gestir út um allt“ hóf göngu sína á Rás 2 í gær
Gestir brustu í söng í menningarhúsinu Hofi
Velferðarnefnd
Norðurlandaráðs
hefur samþykkt
tillögu Íslands-
deildar Norður-
landaráðs um
samhæfðar upp-
lýsingar á Norð-
urlöndum um
mænuskaða.
Tillagan fjallar um að fela nefnd
sérfróðra vísindamanna og lækna
að safna upplýsingum og gera yf-
irlit yfir norrænar og aðrar rann-
sóknir og meðferð við mænuskaða,
í formi skýrslu, og gera tillögur
um úrbætur um rannsóknir og
meðferð á mænuskaða.
Einnig var samþykkt að gera
rannsókn á þátttöku fólks með
mænuskaða á vinnumarkaði og að
vinna að norrænni gæðaskrá um
mænuskaða.
Um 1.000 Norðurlandabúar
verða fyrir mænuskaða árlega. Á
síðustu áratugum hafa framfarir í
meðferð við mænuskaða verið
hægari en á öðrum sviðum lækna-
vísinda, til að mynda varðandi
krabbameins-, hjarta- og augn-
lækningar.
Tillagan verður nú, í framhaldi
af samþykkt velferðarnefndar,
lögð fram til umfjöllunar á árlegu
þingi Norðurlandaráðs í nóvember.
Safna upplýsingum
um mænuskaða
Dr. Urður Njarðvík, lektor við sál-
fræðideild HÍ, kryfur umræðuna
um athyglisbrest með ofvirkni hjá
íslenskum börnum í hádegisfyr-
irlestri í Lögbergi, húsnæði laga-
deildar HÍ kl. 12.10 í dag. „Athygl-
isbrestur með ofvirkni, eða ADHD,
er umdeild röskun sem kemur oft
upp í fjölmiðlum og daglegri um-
ræðu. Ég mun fjalla um eðli kvill-
ans og greiningarferlið og reyni
jafnframt að varpa ljósi á algengar
mýtur um hegðunarkvilla barna,“
segir Urður sem er klínískur barna-
sálfræðingur og hefur stundað
rannsóknir á ADHD.
Kryfur umræðuna
um ADHD
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Landssamtök skógareigenda standa
nú fyrir stórátaki í ræktun jólatrjáa
á Íslandi. Markmiðið er að bregðast
við stórauknum innflutningi á jóla-
trjám og skapa markvissa atvinnu-
grein. Myndaðir verða starfshópar í
öllum landshlutum sem munu vinna
við uppbyggingu atvinnugrein-
arinnar með aðstoð Landssamtaka
skógareigenda. Að sögn fram-
kvæmdastjóra landssamtakanna má
búast við því að einungis verði not-
ast við innlend jólatré á Íslandi árið
2025.
Fyrsta uppskera eftir 10 ár
„Það hefur lengi verið áhugi ís-
lenskra skógarræktenda að rækta
jólatré svo hægt verði að sinna ís-
lenska markaðnum,“ segir
Björn B. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri landssamtakanna. Nú
sé markaðshlutdeild innlendra
ræktenda tæp 15% og ljóst sé að
gera megi betur. Hann segir að ís-
lenskir ræktendur geti vel keppt við
innflutning og hægt sé að bjóða inn-
lend tré á samkeppnishæfu verði.
Björn segir átakið eiga sér nokk-
urn aðdraganda. „Þetta hefur verið
þrjú ár í undirbúningi og hófst með
því að 15 manna hópur fó til Dan-
merkur að læra jólatrjáaræktun.“
Verkefnið sé hugsað til langs tíma
en búast megi við fyrstu uppsker-
unni eftir 10 ár.
„Við hjálpum fólki að velja staði
fyrir ræktunina en við staðarval
þarf að líta til ýmissa þátta svo sem
frosthættu og veðurfars,“ segir
Björn.
Fyrsti starfshópurinn verður á
Suðurlandi og mun hefja störf 11.
febrúar næstkomandi. Björn gerir
ráð fyrir því að innan árs verði
nokkrir hópar komnir af stað víðs
vegar um landið.
Hugsanlegt að öll jólatré
verði íslensk árið 2025
Morgunblaðið/Golli
Skógarhögg Stefnt er að því að hefja markvissa ræktun á jólatrjám á Ís-
landi, að danskri fyrirmynd, og má vænta fyrstu uppskerunnar eftir 10 ár.
Íslensk jólatré
» Innlend framleiðsla jólatrjáa
er nú með um 15% markaðs-
hlutdeild.
» Stefnt er að því að innlend
framleiðsla verði ráðandi árið
2025.
» Rauðgreni og fjallaþinur
verða helstu tegundirnar.
» Ef vel gengur verður stefnt á
útflutning jólatrjáa frá Íslandi.
Ræktun jóla-
trjáa er möguleg
atvinnugrein