Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 31. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Lilja biðst afsökunar
2. Lést eftir fall úr rússibana
3. Eigum ekki að „hræra í innyflum“
4. Íslenskar stelpur safna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
„Tónleikarnir heppnuðust frábær-
lega, fullt hús og mjög góð stemn-
ing,“ segir Haraldur Ægir Guðmunds-
son um fyrstu tónleika af þremur
sem hljómsveitin Groundfloor heldur
í Austurríki um þessar mundir til að
kynna nýja plötu, „… this is what’s
left of it“ .
Groundfloor gaf út plötuna „Bo-
nes“ 2008, en í hljómsveitinni eru
Haraldur sem spilar á kontrabassa,
Ólafur Tómas Guðbjartsson, að-
allagahöfundur, gítarleikari og
söngvari, Harpa Þorvaldsdóttir, pí-
anóleikari og söngvari og Þorvaldur
Þorvaldsson trommuleikari. Julia
Czerniawska, pólskur fiðluleikari, ĺék
líka með á plötunni. Tónleikarnir voru
í Salzburg sl. föstudagskvöld en
sveitin treður aftur upp annað kvöld
og svo föstudaginn 4. febrúar.
Groundfloor með
plötu og tónleika
Þrjú lög komust áfram í Söngva-
keppni Sjónvarpsins sl. laugardags-
kvöld, lögin Aftur heim eftir Sigurjón
Brink, Ég trúi á betra líf eftir Hallgrím
Óskarsson og Ég lofa eftir Vigni Snæ
Vigfússon og Jógvan Hansen, sem
Jógvan flutti. Magni flutti lag Hall-
gríms og lag Sigurjóns
Brink var flutt af Gunn-
ari Ólasyni, Vigni Snæ
Vigfússyni, Pálma
Sigurhjartarsyni,
Matthíasi Matt-
híassyni,
Hreimi Erni
Heimissyni
og Benedikt
Brynleifssyni.
Þrjú lög áfram í
Söngvakeppninni
Á þriðjudag Norðlæg átt víða 8-13 vestanlands en vestlægari, 3-10 austantil. Éljagangur
norðan til en dregur úr úrkomu þar síðdegis en úrkomulítið syðra. Frost um allt land.
Á miðvikudag Austlæg átt, 8-13. Snjókoma eða slydda syðra, en úrkomulítið norðan til
fyrri partinn. Víða frostlaust við ströndina, en annars 0 til 5 stiga frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, 10-
15 um hádegi en 18-23 á Vestfjörðum síðdegis. Hægari og þurrt NA-til fram eftir degi.
VEÐUR
Kolbeinn Sigþórsson fór al-
gjörlega á kostum með liði
AZ Alkmaar í hollensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu.
Nafn Kolbeins fór eins og
eldur í sinu um heims-
byggðina þegar spurðist út
að hann hefði skorað fimm
mörk í 6:1 sigri sinna manna
gegn Venlo. Kolbeinn er
markahæsti leikmaður liðs-
ins á tímabilinu, hefur skor-
að 9 mörk. »7
Kolbeinn skoraði
fimm mörk
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ár-
manni stóð sig mjög vel á Meistara-
móti Íslands í frjálsum íþróttum sem
fór fram um helgina. Helga Margrét
sem keppir í unglingaflokki stórbætti
sig í tveimur greinum, í kúluvarpi og
60 metra grindahlaupi. »3
Góður árangur hjá
Helgu Margréti
Frakkar hömpuðu heimsmeistaratitl-
inum í handknattleik karla í fjórða
skiptið með sigri gegn Dönum í frá-
bærum tvíframlengdum leik sem
háður var Malmö í gær. Frakkar hafa
þar með unnið fjögur stórmót í röð
en þeir eru ríkjandi heimsmeistarar,
Evrópumeistarar og ólympíu-
meistarar. »4
Frakkar heimsmeistarar
í fjórða skiptið
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Íslenski glímukappinn Jósep Valur
Guðlaugsson vann til gullverðlauna
á Evrópumótinu í brasilísku jiu jitsu
sem fram fór í Portúgal nú um
helgina. Jósep er með bláa beltið í
íþróttinni og keppti í mínus 82,3 kg
flokki. Hann segir mikinn uppgang
hafa verið í íþróttinni á Íslandi og
það megi þakka öflugri starfsemi
bardagaíþróttafélagsins Mjölnis og
síðast enn ekki síst góðum árangri
Gunnars Nelsons sem hefur tekist
að koma Íslandi á kortið í brasilísku
jiu jitsu.
„Ég hef æft brasilískt jiu jitsu síð-
astliðin þrjú ár með Mjölni í Reykja-
vík en undanfarna mánuði hef ég æft
í París þar sem kærastan mín er við
nám,“ segir Jósep. Þjálfari hans er
Paulo Sergio Santos sem er heims-
þekktur innan íþróttarinnar.
Íþróttaferill Jóseps spannar þó mun
lengri sögu en hann hefur æft fim-
leika, lyftingar og einnig unnið til
verðlauna í fitness.
Hraustari menn en Jósep eru
vandfundnir. Það kom bersýnilega í
ljós á mótinu þar sem Jósep var með
flensu á keppnisdeginum.
„Mér tókst að ná mér í flensu í síð-
ustu viku og því gat ég lítið annað
gert en að hvíla mig fyrir keppnina.
Það lagaðist þó allt þegar adr-
enalínið fór að streyma í glímunum.“
Jósep segir það fjarri lagi að
íþróttin sé ofbeldisfull því hún snúist
aðallega um útsjónarsemi og aga í
bland við heppni. „Við erum allir
rosalega góðir félagar og um leið og
ég var búinn að kyrkja lokaandstæð-
inginn tókumst við í hendur sem
bestu vinir.“ hjaltigeir@mbl.is
Ljósmynd/Sóley Ómarsdóttir
Gull Jósep sést hér með gullverðlaunin um hálsinn. Með honum á myndinni eru franskir æfingafélagar hans.
Evrópumeistari í BJJ
Jósep Valur Guðlaugsson vann til gullverðlauna á
Evrópumótinu í brasilísku jiu jitsu sem fór fram í Portúgal
Brasilískt jiu jitsu er gólfglíma
sem á rætur sínar að rekja til
Japans og Brasilíu. Markmiðið
er að ná yfirburðastöðu gagn-
vart andstæðingnum og fá hann
til að gefast upp með lás, svæf-
ingu eða einhvers konar taki. Al-
fræðiritið Wikipedia segir
brasilískt jiu jitsu einkennast af
notkun vogarafls, liðamótatök-
um og kverkatökum svipað og í
júdói. Hefðbundið jiu jitsu er
ekki keppnisíþrótt en í því má
bæði sparka og kýla.
Gólfglíma
BRASILÍSKT JIU JITSU
Karlalið Landsbankans og kvenna-
lið Íslandsbanka báru sigur úr být-
um í hinu árlega knattspyrnumóti
fjármálafyrirtækja sem haldið var
á Akureyri á laugardag. Í öðru sæti
í karlaflokki lenti Stefnir, sjóða-
stýringafyrirtæki Arion banka,
sem nú reynir að kaupa Sjóvá.
Skilanefnd Kaupþings, sem sendi
tvö lið til þátttöku í mótinu, hafnaði
í þriðja sæti. Í öðru sæti í kvenna-
flokki hafnaði lið Landsbankans og
í þriðja sæti urðu liðskonur Byrs hf.
Alls tóku 29 lið þátt í knatt-
spyrnumóti fjármálafyrirtækja,
þar af fjögur kvennalið. Í heildina
spiluðu 150 manns með í mótinu, en
talið er að allt að 300 manns hafi
ferðast til Akureyrar vegna at-
burðarins. Leikið var í riðlum og í
kjölfar þeirra tók við útslátt-
arkeppni. Ekki liggur fyrir hver
reyndist markakóngur mótsins.
thg@mbl.is
Skilanefndir sendu
nokkur lið til leiks í
knattspyrnumóti
Hópefli Sigurlið Íslandsbanka í kvenna-
flokki stillir sér upp fyrir myndatöku.
Framandi og forvitnileg skriðdýr
og froskar verða til sýnis í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í febr-
úar. Dýrin hafa verið í sóttkví und-
anfarna mánuði en sýningin hefst
næsta laugardag. Meðal skriðdýra
á sýningunni verður eini snákur
landsins sem er sinaloe mjólk-
ursnákur auk grænkembna og for-
vitnilegra skeggdreka frá Ástralíu.
Snákar og drekar