Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Ungviðið er alltaf sætt, sama hvaða
dýrategund á í hlut. Þessi afkvæmi
hafa fæðst í dýragörðum víðsvegar
um heiminn undanfarnar vikur og
læra nú á lífið með aðstoð mæðra
sinna eins og sjá má.
Úbbsasí Fílskálfur sem fæddist í
Chester dýragarðinum á norður
Englandi 22. janúar.
Fyrstu skrefin tekin
Mjaltatími Górillan Kipenzi, sem er
tíu daga gamall, á leiðinni að fá sér
sopa hjá Kriba, mömmu sinni, í
dýragarðinu í Sydney í Ástralíu.
Reuters
Nashyrningur
Kálfurinn fæddist
14. janúar í dýra-
garðinum í Saint
Louis í Banda-
ríkjunum.
Halló Gíraffi fæddist í
dýragarðinum í Prag á
miðvikudaginn var.
Á sundi Það fer vel um flóðhesta-
kálfinn með móður sinni í dýragarð-
inum í San Diego en hann fæddist á
miðvikudaginn.
SKASS Frá fundi í félaginu sem hefur verið vel sóttur. Næsti fundur er annað kvöld, þriðjudagskvöld.
annað en jákvætt við þetta.“
Þóranna sagðist myndi vilja sjá
fleiri konur nýta sér þá þjónustu
sem á boðstólum sé í Frum-
kvöðlasetrinu, þar sé bæði mik-
ilvægur stuðningur, tengslanet og
félagsskapur. „Það er margsannað
að aðilar sem eru duglegir að nýta
sér stuðning og hjálp ná lengra en
hinir sem reyna að gera allt sjálfir –
fyrir utan það hve dýrmætt það get-
ur verið að fá félagsskapinn og
byggja upp tengslanetið í gegnum
starfsemi eins og þessa.“
Bæði Þóranna og Anna Lóa
sögðust leggja áherslu á að húm-
orinn og gleðin væru í hávegum höfð
á fundunum. „Við leggjum áherslu á
að það sé gaman hjá okkur því tím-
inn er dýrmætur og nóg af tilboðum
í gangi um alls kyns afþreyingu. Við
ruglum oft saman alvarleika og fag-
mennsku, þ.e. að manneskja sem
hefur frá einhverju mikilvægu að
segja þurfi að gera það á mjög form-
legan hátt og húmorinn sé ekki uppi
við. Við teljum aftur á móti að það sé
nauðsynlegt að við tökum okkur
sjálfar ekki of alvarlega og það sé vel
hægt að miðla og læra nýja hluti á
skapandi og skemmtilegan hátt.
Einkunnarorð okkar eru gleði,
kraftur og sköpun.“
Hver er hugmyndafræðin á bak
við félagsskapinn?
Hugmyndafræðin er sú að kon-
ur á Suðurnesjum nýti krafta sína
sjálfum sér og samfélaginu til
heilla með því að fræðast um hver
aðra og þær leiðir sem þær hafa
farið í lífinu, styðja konur á Suð-
urnesjum til dáða í námi og starfi
og efla tengslanet kvenna á
svæðinu. Fyrir hverja er SKASS?
Fyrir allar konur. Þær þurfa var
ekki að uppfylla nein sérstök skil-
yrði til að mæta á fundina. Konur
skuldbinda sig ekki á neinn hátt
varðandi þessa fundi þannig að
þrátt fyrir að geta ekki mætt í
hverjum mánuði þá hvetjum við
allar til að koma þegar þær hafa
tækifæri til og áhuga á því mál-
efni sem er á fundinum.
Hvað er framundan hjá ykkur?
Febrúarfundur SKASS annað
kvöld í Frumkvöðlasetrinu Ásbrú.
Frumkvöðlakonur og konur í
rekstri ætla að miðla af reynslu
sinni til annarra kvenna, sem
gætu hugsanlega verið með hug-
mynd í kollinum. Það er þó alls
ekki skilyrði fyrir mætingu og all-
ar eru velkomnar. Hugmynd gæti
vaknað.
SKASS er ekki beinlínis jákvæð
kvenímynd. Vill Suðurnesjakona
vera skass?
Samkvæmt íslenskri orðabók
þýðir SKASS tröllskessa eða frek
kona, kvenvargur. Við vorum mjög
fljótar að velja aðra og jákvæðari
merkingu enda teljum við að
„frek kona“ hér í eina tíð hafi vel
getað verið kraftmikil, alvöru,
skapandi Suðurnesjakona. Við er-
um stoltar af því að vera SKASS.
Tilgangurinn að efla
tengslanet kvenna
SPURT OG SVARAÐ
Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna
hefst á miðvikudaginn. Þetta er í
annað sinn sem Ólöf Sverrisdóttir og
Ólafur Guðmundsson, bæði leikarar
og leiklistarkennarar, eru með nám-
skeið af þessu tagi en á námskeiðinu
gera þátttakendur verkefni og æfing-
ar sem opna fyrir sköpunarflæðið,
örva ímyndunarafl og stuðla að auk-
inni sjálfsvitund og öryggi. Jafnframt
fá þátttakendur grunnþjálfun í leik-
rænni túlkun.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn
2. febrúar kl. 20-22 og verður í 10
skipti á miðvikudagskvöldum og fer
fram í Bolholti 4.
Endilega …
… lærið leiklist
Morgunblaðið/G.Rúnar
Kennarinn Ólöf Sverrisdóttir.
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s
Pantaðu tíma í
heyrnarmælingu í síma
568 6880
og prófaðu Acto
Það er ástæðulaust að láta heyrnarskerðingu koma í veg fyrir að þú getir
notið þess besta í lífinu - að eiga samskipti við ættingja, vini og
samstarfsfólk í hvaða aðstæðum sem er.
Acto frá Oticon eru nýjustu heyrnartækin í milliverðflokki. Acto
heyrnartækin búa yfir þráðlausri tækni og endurbættri örtölvutækni
sem gerir þér kleift að heyra skýrar í öllum aðstæðum.
Acto eru falleg, nett og nærri ósýnileg á bak við eyra.
Ómótstæðileg heyrnartæki!