Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
VINSÆLA
STA
MYND V
ERALDAR
TVÆR VI
KUR Í RÖ
Ð!
NÁNARI UPPL. Á AF.IS OG MIDI.IS
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
THE DILEMMA kl. 5.50 - 8 - 10.10
THE GREEN HORNET 3D kl. 8 - 10.10
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 5.50
L
12
L
Nánar á Miði.is
THE DILEMMA kl. 5.30 - 8 - 10.30
THE DILEMMA LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30
THE GREEN HORNET 3D kl. 5.25 - 8 - 10.35
BURLESQUE kl. 8 - 10.35
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30
THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.30 - 5.50
MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40
NARNIA 3 3D KL. 3.30
L
L
12
L
L
12
L
L
7
THE FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30
BURLESQUE KL. 10.10
GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8
LÍFSLÖNGUN kl. 8 Enskur texti
BARA HÚSMÓÐIR kl. 8 Enskur texti
HVÍTAR LYGAR kl. 10 Íslenskur texti
LAFMÓÐUR kl. 10 Enskur texti
EINS OG HINIR KL. 6 Enskur texti
ÆVINTÝRI ADÉLE KL. 6 Íslenskur texti
14
L
7
L
L
L
L
L
L
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
5%
5%
/haskolabio/smarabio
-Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN-H.S.S., MBL
LAUGARÁSBÍÓ
THE FIGHTER Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20
THE GREEN HORNET 3D Sýnd kl. 8
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal
SAW 3D Sýnd kl. 10:20 ótextuð
ALFA OG ÓMEGA Í 2D Sýnd kl. 6 ísl. tal
LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 8 og 10
HHHHH
„SKEMMTILEG, FYNDINN
OG SPENNANDI”
- S.V BOXOFFICE MAGAZINE
SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG
TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FRÁBÆR
TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
LÖGIN ERU BROTIN
ÞEIM TIL BJARGAR
í3D SÝND Í 3D
HROTTALEG SPENNA
Í ÞVÍVÍDD Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þúgreiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
Sýningartímar
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir áramót er til siðs að velja þær
plötur sem menn telja öðrum fremri
og birta árslista. Eina óvæntustu
plötu á árslistum fjölmargra tónlistar-
tímarita og dagblaða í Bretlandi hlýt-
ur að verða telja skífuna Losing Sleep
með skoska tónlistarmanninum Ed-
wyn Collins. Ekki er hún óvænt á
þeim lista vegna hæfileikaskorts, Coll-
ins er afskaplega fær lagasmiður og
flytjandi, heldur vegna þess að fyrir
ekki svo mörgum árum veiktist Coll-
ins svo hastarlega að honum var vart
hugað líf og enginn átti von á að hann
gæti tekið upp tónlistarsþráðinn, hvað
þá að það yrði gert af öðrum eins
glæsibrag.
Edwyn Collins er um fimmtugt, hóf
sinn feril í rokksveitinni Orange Juice
1976, en sló síðan í gegn sem sóló-
listamaður með laginu A Girl Like
You 1994. Það var það lag sem hann
hefur komið hæst á vinsældalista
(annað þekkt lag eftir Collins er Rip it
Up), en varð líka svo vinsælt, og er
enn, að hann gat komið sér upp einka-
stúdíói og þar varð þriðja sólóskífan
til, Gorgeous George, sem kom út
1994 og seldist einkar vel fyrir tilstilli
A Girl Like You.
Í stúdíóinu hefur Collins líka stýrt
upptökum hjá öðrum, þar á meðal The
Proclaimers, A House og The Cribs,
en hann setti líka saman fleiri sólóskíf-
ur, I’m Not Following You kom út
1997 og Doctor Syntax 2002.
Þó hamingjan hafi verið honum
hliðholl glímdi hann við smádjöfla, þar
á meðal drykkjusýki, háan blóðþrýst-
ing og ýmislegt annað óheilbrigt líf-
erni sem kom honum í koll – haustið
2004 fékk hann heilablóðfall og þegar
hann rankaði við sér á sjúkrahúsi var
Marr, Ryan Jarman og Jacob Graham
úr The Cribs og Connor Hanwick og
Jonathan Pierce úr The Drums koma
allir við sögu á plötunni, Losing Sleep,
sem kom út 13. nóvember síðastliðinn.
Þeirra framlag gerir líka sitt í því
hvað platan er vel heppnuð, en Collins
er í banastuði á skífunni, syngur eins
og engill og lögin hans eru fram-
úrskarandi að hætti hússins. getur
nærri að dauðinn er honum hugleik-
inn í textunum, en þeir eru þó fyrst og
fremst hylling lífsins.
Edwyn Collins er ódrepandi
Sneri aftur eftir heilablóðfall með eina af bestu skífum síðasta árs Gat aðeins sagt fjögur orð er
hann rankaði við sér eftir áfallið Stjörnum prýdd sólóskífa höfundar A Girl Like You
Þrautseigur Þrátt fyrir alvarleg veikindi sem sér ekki fyrir endann á er Edwyn Collins í banastuði á nýrri sólóskífu.
hann lamaður að mestu og gat aðeins
sagt fjögur orð; já, nei, Grace og Max-
well, en eiginkona hans til margra ára
heitir einmitt Grace Maxwell.
Smám saman komst Collins til
heilsu þó enn eigi hann langt í land, en
alls lá hann á sjúkrahúsi í hálft ár. Eft-
ir því sem honum óx ásmegin fóru lög-
in að verða til og þó hann hafi ekki
getað spilað á gítar lengur fann hann
ráð við því; sonur hans slær strengina
og Colins sér um gripin. Skífa sem
hann var langt kominn með er hann
veiktist, Home Again, kom út haustið
2007, en hann hafði lokið upptökum á
henni og átti aðeins eftir að hljóð-
blanda.
Breska ríkissjónvarpið, BBC, gerði
heimildarmynd um veikindi Collins og
leið hans til heilsu á árinu 2007, Ed-
wyn Collins: Home Again, sem sýnd
var sumarið 2008. Þulur í myndinni
var Alex Kapranos, leiðtogi rokksveit-
arinnar Franz Ferdinand, en í henni
má meðal annars sjá er Collins tekur
fyrstu skrefin inn í sviðsljósið að nýju
á Electric Proms tónlistarhátíð BBC.
Þess má einnig geta að eiginkona
hans, Grace Maxwell, skrifaði bók,
Falling and Laughing, um veikindi
Collins og leiðina til bata.
Eins og getið er þá tók Collins að
semja lög ekki löngu eftir að hann
komst til meðvitundar að nýju og tók
síðan upp nýja plötu frá haustuinu
2009 fram á mitt ár 2010. Það vantar
ekki gestina á þeirri skífu, Alex Kapr-
anos úr Franz Ferdinand, Roddy
Frame úr Aztec Camera, Johnny
A Girl Like
You er þekkt-
asta lag Ed-
wyn Collins
og lag sem
annar hver
maður þekkir
þó fæstir viti
kannski hver
samdi. Það
var samið til að hylla Iggy Pop,
kom út á smáskífu 1994 og sló
þegar rækilega í gegn, sat í fjór-
tán vikur á breska smáskífu-
listanum, fór hæst í fjórða sæt-
ið á þeim lista. Margir þekkja
það eflaust úr kvikmyndunum
Empire Records, The Secretary
og Charlie’s Angels: Full
Throttle. Trommuleikari Sex Pi-
stols, Paul Cook, leikur á víbra-
fón í laginu.
Sungið um
stelpur
A GIRL LIKE YOU
Edwyn Collins
Engin Pantera
Pantera mun aldrei koma saman aftur segir fyrrver-
andi trymbill hennar, Vinnie Paul. Hann er bróðir
Dimebag Darrell sem var myrtur í desember 2004 og
þar með hvarf einn af mikilhæfustu rokkgítarleik-
urum sögunnar af sjónarsviðinu. Paul sagði í viðtali
við rússnesku vefsíðuna Darkside að það kæmi ekki
til greina að ræsa bandið í gang á nýjan leik, Dime-
bag hefði einfaldlega átt of stóran þátt í velgengni
bandsins. Bítlarnir þrír hefðu mátt taka sér Paul til
fyrirmyndar …
Grallaraspóinn og poppsnillingurinn Elton
John mun verða viðfang Hollywoodmyndar
að því er hann segir sjálfur. Mun hann þar
með feta í fótspor goðsagna eins og Johnny
Cash, Edith Piaf og Buddy Holly sem eru að
vísu öllu komin undir græna torfu. „Þetta
verður ábyggilega mynd sem verður í ætt við
Moulin Rouge. Þetta er svo súrrealískt líf sem
ég hef lifað,“ segir söngvarinn. Það er Lee
Hall, handritshöfundur Billy Elliot, sem skrif-
ar handritið.
Elton í bíó
Ekki einhamur Elton gamli John.