Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 4
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða
mun meðal annars kveða á um aukið
vægi byggðakvóta í heildarúthlutun
aflaheimilda. Úthlutunin gæti þó
orðið með öðrum hætti en tíðkast
hefur hingað til. Frumvarpið byggist
einnig á samþættingu þeirra val-
kosta sem starfshópur um endur-
skoðun fiskveiða lagði til. Þetta segir
Jón Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra í samtali við Morgunblaðið.
„Þó að meginhluta aflaheimilda sé
núna úthlutað sem aflahlutdeild á
skip er þeim líka úthlutað með öðr-
um hætti. Þar er hægt að nefna
byggðakvóta, línuívilnun og strand-
veiðar. Þetta er allt saman hluti af
núgildandi löggjöf um fiskveiðar.
Frumvarpið gæti breytt þessum
grunni og vægi einstakra þátta í
heildarúthlutun. Þegar kemur að
hinni almennu úthlutun er gert ráð
fyrir að henni sé ráðstafað á grunni
gjaldtöku og tímabundinna nýting-
arsamninga þar sem ófrávíkjanleg
skilyrði verða sett,“ segir Jón, sem
bætir því við að frumvarpið miðist
við stöðu og rétt byggða landsins:
„Minn hugur er sá að byggðasjón-
armið munu vega mjög þungt í þess-
ari löggjöf. Við höfum byggðakvóta
núna, hann er í sjálfu sér barn síns
tíma, þó að hann hafi komið að góð-
um notum.“ Drög að nýju frumvarpi
um stjórn fiskveiða hafa ekki verið
skrifuð. Tillögur að breyttri skipan
liggi þó frammi á minnisblöðum.
Jón segir að fráleitt sé af Sam-
tökum atvinnulífsins að halda al-
mennum kjarasamningum í gíslingu,
þar til að í ljós komi hvaða ávöxt
vinna að breyttri fiskveiðilöggjöf
muni bera. „En hins vegar er það
hárrétt að mikilvægt er að ljúka
þessu máli með eins miklum hraði og
hægt er og að vandað verði til
verka.“
Víðtæk sátt að skapast
Flokksstjórnarfundur Samfylk-
ingarinnar samþykkti um helgina til-
mæli þess efnis að Jóhanna Sigurð-
ardóttir beiti sér fyrir því að
þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin
um að fyrningarleið verði farin.
Spurður um þessa stefnumörkun
Samfylkingarinnar segir Jón að al-
menn sátt sé að skapast í þjóðfélag-
inu, þar á meðal innan útgerðarinn-
ar, um óskoraðan rétt og ráðstöfun
þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.
Ennfremur að bæði forræði og ráð-
stöfun auðlindarinnar fari ávallt að
íslenskum lögum.
Útgerðin verður að vera með
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, ítrekar fyrri orð um að nauðsyn-
legt sé að koma
sjávarútvegsmálunum á hreint áður
en haldið sé til kjaraviðræðna.
„Þetta skiptir mjög miklu máli ef
menn vilja ná upp fjárfestingu og
framleiðslu aftur af stað. Þá verður
sjávarútvegurinn að vera með, það
er ekki hægt að skilja hann eftir,“
segir hann. „Þetta snýst um hvort
menn vilja fara atvinnuleiðina eða
gömlu verðbólguleiðina.“
Inntur eftir því hvort hann telji
skynsamlegt að auka hlut byggða-
kvóta í heildarúthlutun aflaheimilda,
segir Vilhjálmur: „Almennu sjónar-
miðin hafa verið þau að það verði að
afmarka þetta á skynsamlegan hátt.
Það er ekkert kerfi fullkomið og þess
vegna hafa menn talið að eðlilegt sé
að einhver hluti aflaheimilda renni
til hluta eins og byggðakvóta. En
verði það of stór hluti heildarúthlut-
unar raskar það mjög samkeppnis-
stöðu manna í þessari grein.“
Morgunblaðið/Golli
Sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason segir mikilvægt að hraða vinnu við samningu frumvarps.
Blönduð leið farin
Vægi byggðakvóta, strandveiða og línuívilnunar aukist í
nýrri löggjöf um stjórn fiskveiða Grunni kerfisins breytt
Flokksstjórnarfundur Samfylk-
ingarinnar samþykkti um
helgina að beina þeim tilmælum
til Jóhönnu Sigurðardóttur, for-
sætisráðherra og formanns
Samfylkingarinnar, að hún beiti
sér fyrir því á Alþingi að efnt
verði til þjóðaratkvæðagreiðslu
um að aflaheimildir verði inn-
kallaðar á ákveðnum tíma og
þær síðan „boðnar til endur-
úthlutunar gegn gjaldi“. Þessi
tilmæli voru samþykkt eftir að
hafa borist úr sal.
Þjóðin kjósi
um kerfið
INNKÖLLUN KVÓTA
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða tvær helgar-
ferðir til Búdapest í beinu flugi
í vor, tíunda árið í röð. Vorið er einstakur tími til
að heimsækja borgina, borgin einstaklega falleg og iðandi af lífi.
Búdapest stendur á einstökum stað við Dóná og er vafalítið ein
af helstu borgarperlum Evrópu. Borgin skartar stórfenglegum
byggingum, listaverkum og sögulegum minjum
Búdapest
Kr. 69.900 Frábært verð!
Flugsæti báðar leiðir með sköttum,
fargjald A. Netverð á mann..
Kr. 89.980
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Mercure Duna eða Hotel Tulip Inn,
21. apríl í 4 nætur með morgunverði.
Beint flug 2
1. apríl
- 4 nætur um
páska
Beint flug 2
8. apríl
- 4 nætur -
7 sæti laus
í vor
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Skipstjóra- og stýrimannafélagið
Verðandi í Vestmannaeyjum styður
Samtök atvinnulífsins í þeirri af-
stöðu að ganga ekki frá almennum
kjarasamningum, áður en því verður
komið á hreint hvaða breytingar
verða gerðar á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu. Bergur Páll Krist-
insson, formaður félagsins, segir að
skipstjórnarmenn víða um land
íhugi að sigla skipum sínum í land,
fáist ekki vissa um hvað ríkisstjórnin
hyggst fyrir fljótlega: „Samstaða út-
vegsmanna og sjómanna hefur aldr-
ei verið meiri en nú. Við teljum að
Samtök atvinnulífsins eigi ekki að
hrófla við neinum samningum áður
en sjávarútvegurinn hefur fengið
vissu um í hvað stefnir,“ segir hann.
Bergur segir að ekki sé rétt að bölva
Samtökum atvinnulífsins vegna af-
stöðu þeirra í sjávarútvegsmálum:
„Það er ríkisstjórnin sem á næsta
leik. Hún þarf að segja okkur hvað
er að fara að gerast. Allir í okkar
röðum eru á móti þessari fyrning-
arleið. Sama hvort þar er um að
ræða Farmannasambandið, Sjó-
mannasambandið, LÍÚ, Vélstjóra-
sambandið, það eru allir á móti þess-
ari fyrningarleið,“ segir Bergur og
bætir því við að engin atvinnugrein
hafi fært jafnmiklar fórnir á síðustu
árum og sjávarútvegurinn: „Árið
1995 voru 16.000 manns starfandi
við þetta, í dag eru þetta 7.000
manns í heildina.“
Stærra en bankahrun
„Bankahrunið var vitanlega
stór og þungbær atburður. En ef
sjávarútvegurinn hrynur verður það
mun stærri skellur fyrir þjóðarbúið,
þó að slíkt gerist á lengri tíma,“ seg-
ir Bergur. „Ef aflaheimildirnar
verða teknar af mönnum yfir tíma
mun engin framþróun verða í grein-
inni og fremsta fiskimannaþjóð í
heimi mun riða til falls,“ segir for-
maður Verðandi.
Skipstjórnar-
menn taka undir
málflutning SA
Hóta að sigla skipaflotanum í land
Ljósmynd/Haukur Jónsson
Löndun Samstaða sjómanna og út-
vegsmanna sögð vera mikil.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í ræðu á fundi flokksráðs Samfylking-
arinnar komið að ögurstundu sem snúist um hvort jafnaðarmönnum á Ís-
landi auðnist að halda undirtökunum og koma í veg fyrir að „fámenn
valdaklíka íhaldsafla og sægreifa á Íslandi eigi áfram
Ísland“. Jóhanna sagði að þegar hjól atvinnulífsins
færu að snúast á nýjan leik, öllum til hagsbóta, væri
„algerlega óásættanlegt að smáir en voldugir sér-
hagsmunagæsluhópar stefni efnahagslífinu í hættu.
Hvað er okkur að birtast þessa dagana annað en
það? Grímulaus valdaklíka LÍU skirrist ekki við að
þvinga Samtök atvinnulífsins til að taka alla kjara-
samninga í landinu í gíslingu til að tryggja áfram-
haldandi forræði þeirra á auðlindinni í sjónum.“
„Fámenn valdaklíka íhaldsafla“
RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA Á FUNDI SAMFYLKINGARINNAR
Flokksstjórn fundaði.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
„Sjávarútvegsfyrirtæki eru ekki
hugsuð til skamms tíma. Hugsun
útgerðarmanna er til langs tíma.
Fyrirtækin eru alla daga að fjár-
festa í framleiðslutækjum og nýta
fiskistofnana með langtímasjónar-
mið í huga, þannig að þeir verði
ennþá á sínum stað eftir 50 og 100
ár,“ segir Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna
(LÍÚ). Hann segir afar mikilvægt
að nýtingarréttur á fiskistofnum
sé til langs tíma, annars sé mun
erfiðara að ráðast í fjárfestingu og
uppbyggingu greinarinnar til
framtíðar. „Eftir því sem menn
hafa skemmri tíma til að greiða
niður fjárfest-
ingar því erfið-
ara verður að
ráðast í þær.
Stærri fiskiskip
eru fjárfesting
upp á tvo til
fimm milljarða
króna. Þau eru
gerð til þess að
endast í áratugi
og fjármögnunin
tekur auðvitað mið af því. Ef út-
gerðarmenn hafa skamman tíma
og ótryggan veiðirétt verður þetta
allt mun erfiðara og nánast
ómögulegt,“ segir Friðrik. Útgerð-
armenn þurfi að geta séð langt
fram í tímann, til að geta haldið úti
sínum rekstri.
Friðrik segir að útgerðarmenn
vilji klára endurskoðun fiskveiði-
stjórnunarkerfisins með samning-
um.
„Því er auðvitað ekki boðlegt að
forsætisráðherra landsins komi
fram gagnvart einni atvinnugrein
og því fólki sem innan hennar
starfar með þeim hætti sem hún
hefur gert. Fólki sem hefur ekki
annað gert en fara að lögum sem
ráðherrann tók sjálfur þátt í að
setja,“ segir Friðrik. „Við gerum
þá kröfu til hennar að hún láti af
uppnefningum og öðru slíku. Hún
á að sýna forsætisráðherraemb-
ættinu þá virðingu sem því ber.
Hún vanvirðir embættið með því
að haga sér og tala eins og ótínd
götustelpa. Þetta er komið út fyrir
öll mörk,“ segir framkvæmdastjóri
LÍÚ.
Nýtingartími aflaheim-
ilda þarf að vera langur
LÍÚ segir forsætisráðherra sýna embættinu vanvirðingu
Friðrik J.
Arngrímsson