Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 4
HÖFUNDAR EFNIS
SÖGUFÉLAG
Aðalstcinn Árni Baldursson, f. 1960. Búfræðingur frá Hvann-
eyri. Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og veitir Skrifstofu
stéttarfélaganna á Húsavík forstöðu.
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, f. 1969. BA-próf í sagnfræði frá
Háskóla Islands. Vinnur að MA-ritgerð í safnafræði við
Gautaborgarháskóla.
Ármann Jakohsson, f. 1970. MA-próf í íslenskum bókmennt-
um frá Háskóla íslands. Stundar doklorsnám við sama skóla.
Ásdís Egilsdóttir, f. 1946. Cand. mag. í íslenskum bókmennt-
um frá Háskóla íslands. Dósent í íslenskum miðaldabók-
menntum við Háskóla íslands.
Helga Kress, f. 1939. Cand. mag. í íslensku frá Háskóla íslands
með þýsku sem aukagrein. Prófessor í almennri bókmennta-
fræði við Háskóla íslands.
Katrín Kristinsdóttir, f. 1952. Kennarapróf frá Kennarahá-
skóla íslands. Grunnskólakennari í Reykjavík.
Kjartan Emil Sigurösson, f. 1971. MA-próf í alþjóðamálum frá
Uppsalaháskóla.
Páll Björnsson, f. 1961. Doktorspróf í sagnfræði frá University
of Rochester, New York. Sagnfræðingur.
Stefán Pálsson, f. 1975. BA-próf í sagnfræði frá Háskóla
Islands. Forstöðumaður Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur.
Sverrir Jakobsson, f. 1970. MA-próf í miðaldafræðum frá Há-
skólanum í Leeds. Stundar doktorsnám í sagnfræði við Háskóla
Islands.
ALMANAKIð OG ANDVARI
rit Þjóðvinafélagsins, sem við höfum söluumboð fyrir
og bjóðum á félagsverði, eru komin út. ALMANAKIÐ 2000
með ÁRBÓK ÍSLANDS 1998 kemur nú út í 126. sinn, en
ANDVARI í 124. sinn. Aðalgreinin í ANDVARA að þessu
sinni er um prófessor Einar Ólaf Sveinsson eftir Véstein
Ólason forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar.
1902
SÖGUFÉLAG
Fischersundi 3
101 Reykjavík
Sími: 551 4620
Sögufélag var stofnað árið 1902. Hlutverk þess er að
gefa út hvers konar rit um sagnfræði, einkum sögu
íslands, heimildarrit, fræðirit, yfirlits- og kennslu-
bækur og tímaritin Sögu og Nýja sögu. Félagsmenn
eru þeir sem greiða áskriftarverð tímaritanna, og fá
þeir bækur Sögufélags með 10-20% afslætti af útsölu-
verði. Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn, eða
hafa efni fram að færa í tímaritin, geta snúið sér til
skrifstofu og afgreiðslu Sögufélags í Fischersundi 3.
Sljórn Sögufélags 1999-2000:
FORSETi: Heimir Þorleifsson menntaskólakennari
ritari: Hulda S. Sigtryggsdóttir sagnfræðingur
gjaldkeri: Loftur Guttormsson prófessor
meðstjórnendur:
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
Svavar Sigmundsson forstöðumaður
Örnefnastofnunar íslands
varamenn: Sigurður Ragnarsson menntaskólakennari
Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur
Ný saga kemur út á haustdögum ár hvert. Greinar
sem birtast í ritinu má ekki afrita með neinum hætti,
svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á
annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án
skriflegs leyfis viðkomandi höfundar.
Forsíðumyndin:
Myndin er af málverki eftir
Louisu Matthíasdóttur,
Uppstilling, frá árinu 1973.
Verkið er í eigu Listasafns
lslands.
2