Ný saga - 01.01.1999, Page 6
Helga Kress
Confessio turpissima
Um skriftamál Ólafar ríku Loftsdóttur
Mynd 1.
Kona mangar til við
myrkrahöfðingjann.
Hún er í forboðinni
stellingu, þ. e. ofan á,
og sýnir það, að hún
er gengin djöflinum
á vald.
^^r^UMARlÐ 1981 var haldin í Skálholti
norræn ráðstefna um hagi og stöðu
kvenna á miðöldum.* Þar flutti
Magnús Stefánsson, sagnfræðingur við Há-
skólann í Björgvin, fyrirlestur um svokölluð
skriftamál Ólafar ríku. Skriftamálin eru mjög
sérkennilegur texti, katólsk syndajátning,
lögð konu í munn sem skriftar þar opinskátt
fyrir sínum andlega föður, m.a. um kynlíf
sitt. Þessi texti hefur varðveist í handriti frá
ofanverðri 18. öld og hefur hingað til aðeins
einu sinni verið gefinn út í heild, í VI. bindi
íslensks fornbréfcisafns árið 1900. Þar er hann
umsvifalaust, en innan hornklofa þó, eign-
aður Ólöfu ríku Loftsdóttur (1410-79) og
ársettur við dánarár hennar.1 Ólöf ríka er með
frægustu konum Islandssögunnar, eiginkona
Björns ríka Þorleifssonar sem Englending-
ar drápu í Rifi á Snæfellsnesi 1467, en þau
bjuggu miklu búi á Skarði á Skarðsströnd.2
Eins og konur hafa alltaf verið
Fyrirlestur Magnúsar Stefánssonar birtist
ekki í riti með fyrirlestrum ráðstefnunnar. í
formála segja ritstjórar að hann hafi átt að
birtast í Sögu 1982, „men dette er ikke blitt
realisert enná.“3 Um meginefni hans má hins
vegar lesa í viðtali við Magnús í Morgunblað-
inu 12. júlí 1981.4 Þar segist hann hafa tekið
fyrirlesturinn saman á vegunt kvennahreyf-
ingarinnar og kvennasögurannsókna: „Saga
kvenna verður auðvitað að koma frarn eins
og saga okkar karlmannanna."
Eins og flest önnur umfjöllun unt Ólöfu
ríku byrjar viðtalið á tilvitnun í ummæli henn-
ar þegar henni er fært sundurbrytjað lík
mannsins síns í poka: „Eigi skal gráta Björn
bónda, heldur safna liði.“ Þetta telur Magnús
vafasöm ummæli og bætir við: „En til er önn-
ur og áþreifanlegri heimild unt Ólöfu Lopts-
dóttur, sem ekki er síður merkileg fyrir nú-
tímafólk. Það eru skriftamál þau sem henni
eru eignuð." Athyglisvert er að hann efast um
munnmælasöguna, en ekki um hina riluðu
heimild. Þótt Ólöf sé „að vísu [...] ekki nefnd
með nafni“ í skriftamálunum, telur Magnús
ekki vafa á því „að þarna geti varla verið um
aðra en Ólöfu Loptsdóttur að ræða“ og að
þetta séu „einkaskriftamál" hennar. Einu rök
hans fyrir því eru að „þarna sé voldug kona
og auðug á ferð, sem hlýtur að vera getið í
öðrum heimildum." Hann segist hafa velt því
fyrir sér hvort þarna gæti verið um að ræða
„fölsun frá seinni tímum“, en ekki getað
fundið að svo væri: „Plaggið ber öll einkenni
hins katólska skriftamáls." Skriftamálin tekur
hann til vitnisburðar um líf kvenna, ekki ein-
ungis á tíma Ólafar, heldur öllum tímum.
„Konurnar voru þá alveg eins og þær eru í
dag og hafa alltaf verið,“ segir Magnús.
4