Ný saga - 01.01.1999, Page 7

Ný saga - 01.01.1999, Page 7
„Skriftirnar eru svo sammannlegar og utan við tímamörk, að hver og ein kona á öllum öldum getur fundið sig þar heima.“ Þessu til áréttingar telur hann upp syndirnar sem Olöf hefur á samviskunni. Hann segir það ekki koma á óvart, „þótt Ólöf telji sér til synda að hún hafi verið kærulaus í sinni trú, bölvað og ragnað, verið óblíð, misnotað vald sitt yfir öðrum, skipað vinnuhjúum til vinnu á helgi- dögum, ekki sinnt fátækum sem skyldi, verið langrækin og illgjörn við alla nema helzt móð- ur sína ... En þegar kemur að kynlífinu og hjúskaparlífi hennar, er þar að finna margar syndir, sem koma nútímafólki líklega nokkuð spánskt fyrir sjónir, þótt kunnuglegar séu.“ Undir yfirborðinu er „þessi miðaldakona ákaflega lík nútímakonunni“ og er „einsog konur eru gjarnan enn“. Hún beitir „valdi sínu gegn þeim sem hjá henni vinna“ og er „vond við manninn sinn“. Þetta er „aðsóps- mikil kona“, segir Magnús, „og ákaflega mynd- ug, en eðlið er veikt." Handritið Skriftamálin hafa varðveist í pappírshandriti með yfirskriftinni „Confessio turpissima, uppskrifuð eftir gamalli pergamentis rollu anno 1773.“5 í nákvæmum formála fyrir út- gáfunni í íslensku fornbréfasafiii telur Jón Þorkelsson að skrifarinn sé Ásgeir Bjarnason (1703-73), prestur í Dýrafirði. „Hann var merk- ismaður, hægur og siðlátur, ágætur skrifari og hefir skrifað upp fjölda handrita, hagmæltur nokkuð,“ segir um hann í íslenskum œvi- skrám.6 í handritinu eru skriftamálin ekki eignuð neinum. í formálanum vitnar Jón Þor- kelsson í bréf frá Hannesi Þorsteinssyni, dags. 23. apríl 1898, þar sem hann eignar þau Ólöfu ríku Loftsdóttur og telur að frumritið hafi verið til langt fram á 19. öld. „Svo sagði Pétur Eggerz (d. 1892) frá Akreyjum, er manna fróðastr var um ýmsa forna hluti, að hann hefði séð á Skarði á Skarðsströnd frumritið af skriptamálum Ólöfar ríku Loptsdóttur, og hefðu verið ófögr.“7 Þykir Hannesi „einginn vafi á, að þessi afskript ... sé einmitt afskript þessara skriptamála, þótt nafn Ólöfar sé ekki nefnt, af því að niðrlagið vantar.“ Einnig kynni nafns hennar ekki að vera getið í frum- ritinu þar seni skjalinu var ekki ætlað að fara víða.8 Auk þess sjáist það af skriftamálunum „að kona sú er þar um ræðir, hefir verið stór- auðug, átt eignir í öðrum landsfjórðungum og verið opt á ferðalagi, er alt getr átt vel heima um Ólöfu.“ Við þessi orð segir Jón Þorkels- . ;Wtvtu|iu.-pvecv. ax eq <ut|%- . ./•>•; ■% (J'* . ' &friwin jjcp míygLavf i’in.óH 'giibd lfoborbiutj, 'v^ (fý i:«vbú«v-1V&luutt..iniVr• '.•••«' ; 'i | > foitojrtyu£ i NaiUfttmflaJjaiu V^|í£.i íjtlcyjiyflr/ . þf f&ímikry. O0«tii!; :Öpn*ýijÍá.;i fau-Vlvpt- pmyidtar - 'ji {fþeírtu kú£t- >; v át tÆtúi • oltT 4tú0 (m-Liyy lja.pa fnoitó • vyljqi' t," (íiiiLan. iitntnytiíar; i-j.gLcyni.uiq qlríyaáa. f ; • . ' í ' ||| ^ \. ÓC > " .v •' i son að fáu sé að bæta. Þó getur hann þess að „kona þessi segir á einum stað, að hún hafi verið svo ríkilát, að einginn maðr ‘þorði mér ásakan að gefa’, og er leit á konu um langt skeið í sögu íslands það, er hér getr verið um að ræða, annari en Ólöfu Loptsdóttur.“ Allur blærinn á skjalinu sé „rótgróinn 15. aldar blær, og sýnir það manni vel, hvað nærgöngul- ir og atfréttnir klerkarnir hafa verið í skrifta- stólnum hér á landi í páfadóminum.“ Að lok- um tímasetur hann það við dánarár Ólafar 1479, „því að helst er ætlanda að þau muni gerð á efstu stundum hennar.“ í VII. bindi íslensks fornbréfasafns eru prentuð önnur skriftamál, einnig lögð konu í munn. Eru þau eignuð dóttur Ólafar ríku, Solveigu Björnsdóttur, og ársett án skýringa við dánarár hennar 1495’ í formála kemur fram að þau hafa varðveist í pappírshandriti með hendi Björns Halldórssonar í Sauðlauks- dal frá um 1770, „eptir frumritinu, sem var á pergamentsrollu.“ Mynd 2. Upphafið að hand- ritinu aó „Confessio turpissima". 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.