Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 8
Helga Kress
Mynd 3.
Blaðsíða úr 6. bindi
Fornbréfasafnsins
þar sem berorðar
lýsingar hafa
verið felldar út úr
skriftamálunum
samkvæmt sérstakri
stjórnarsamþykkt
í Hinu íslenska
bókmenntafélagi.
1479. 8KBIPTAMÁL ÚLOFAR LOFISDÚTTUR. 241
og til Jjcss tima scm cg geck j kirkiu. þuiat þcsscr tiraar cru
micr bannnder nf gndi. og alltcina gaf eg micreingan gaum
nt þuí hunt inicr hæfdi sakcr þcss hcimuloika cr cg hafdi
til syndnrinnar og mins bonda. €g flcll og optlign j þann
fordæiniligan glæp j guds augliti at cg syndgudumzt med
ininuin bonda þnnn tima scm cg hafdi blodfallzsott cigi ott-
andizt at cf j þcirri aflagligri sambud gætum vid barn. yrdi
þad nnnnthuort likþraxtt cdn diðfulodt cda ðdrum kynia
inoinuin slcgit. og suo margfalldiiga saurgada cg mig j fyr-
sðgduin Icsti nt cg lict mier nt bnki med glcymingu gitds
bodorda þa kristiiiga jntan cr minni suluhialp til hcyrdi.
glediandizt stund nf stundu j astundan þcssarar syndar.
...................................*..............*). Optsinnis
hcfcr cg styggt og sturlat minn bonda mcd rnörgum asnk-
anarordura bciskrar wifudar og gcfit honum margan tima
rangafi grun vm sína radvendi at hann mundi cigi dyggi-
liga sina reru og tru vid raig hallda. þo at cg hcfdi þar
cinga kynning af vtan goda. og hier fyrir hcfer cg bonurn
opt vcrit oviiianlig. int til þcirra þinga scra hann raatti
'*) Hér 1 þciia bréfi og i HTiisifellibréfanam siðar, t&kna pnnktar
ckki að i Ldr. ranti, heldr að feld aén fir otð, aem þöttn of klfir til að
prenUit.
nipi. iii. vi. b. ltf
Confessio turpissima
Fyrirsögnin „Confessio turpissima“ rnerkir
hin svívirðilegasta syndajátning og skírskotar
til kynlífs.10 Það er einnig í kynlífslýsingunum
sem skriftamálin breiða úr sér, og það svo
mjög að sumt þótti ekki prenthæft og var fellt
burt í útgáfunni. Ekki er gerð grein fyrir
þessu í formála, heldur einungis í skýringu
neðanmáls við blaðsíðu 241: „Hér í þessu
bréfi og í Hvassafellsbréfunum síðar, tákna
punktar ekki að í hdr. vanti, heldr að feld séu
úr orð, sem þóttu of klúr til að prentast."
Ákvörðun um úrfellingar virðist ekki hafa
verið tekin fyrr en búið var að setja textann,
því að klúru orðunum er einfaldlega kippt
burt og fyllt í eyðurnar með punktalínum.
Fornbréfasafnið var gefið út á vegum Hins ís-
lenska bókmenntafélags, og í fundargerð frá
30. desember 1899 má sjá að kallaður hefur
verið saman sérstakur stjórnarfundur um
málið. Hefur forseti félagsins, Björn M. Ól-
sen, „innsirklað nokkrar klausur" úr textan-
um „er hann áleit óprentandi vegna þess hve
þær væru óhæfilega klúrar.“ Var stjórnin
„samþykk forseta um það.“n Á stjórnarfundi
6. mars 1900 kernur fram að „Fornbréfasafns-
heftið þ.á. væri að mestu prentað“, og á aðal-
fundi 20. mars lætur forseti þess getið „að þær
24 arkir sem út kæmu í ár væru fullprentað-
ar“.
Nokkur hefti með heilum texta komust þó
í gegnum ritskoðun stjórnarinnar, hvort sem
búið hefur verið að prenta þau þegar forseti
uppgötvaði klúryrðin, eða þau hafa verið
prentuð síðar, t.d. eftir að Björn M. Ólsen lét
af embætti forseta í júní árið 1900, eða þegar
VI. bindi Fornbréfasafnsins kom út í heild
árið 1904. Einnig má vera að mótmæli fræði-
manna hafi hér haft áhrif. T.a.m. segir Steinn
Dofri að það sé „skaði stór, sem bókmennta-
félagið hefur gert með því, að fella burtu
kafla úr skriptamálum Ólafar ríku“ og að
„slíkir útdrættir eiga ekki að sjást í vísinda-
legu riti.“12 Undir þetta tekur norski sagn-
fræðingurinn Edvard Bull í umfjöllun sinni
um skriftamálin í Folk og kirke i middelald-
eren árið 1912, en hann hefur eingöngu haft
ritskoðað eintak með höndum. „Det má ogsá
beklages,“ segir hann „at utgiverne av Diplo-
matarium Islandicum, av velanstændighets-
hensyn som ikke hprer hjemme i en videnska-
belig utgave, har slpifet enkelte partier.“13
Skriftamál Ólafar eru sem sagt til án úrfell-
inga í nokkrum eintökum Fornbréfasafnsins,
en sá texti er ekki ætlaður öllum. Eintak án
úrfellinga er t.a.m. til á handritadeild Lands-
bókasafns, en ritskoðuð eintök höfð frammi í
handbókasafni Þjóðarbókhlöðu og á lessal
þjóðdeildar.
Hamingjulítil en svallsöm
í öllum þeim fjölda sagna sem mynduðusl um
Ólöfu ríku fyrr á öldum er hvergi minnst á
skriftamálin. Fyrstu rituðu heimildirnar um
þau er að finna í Sýslumannaœfum eftir Boga
Benediktsson (1771-1849) frá fyrri hluta 19.