Ný saga - 01.01.1999, Page 24
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
Mynd 2.
Matselja ásamt
kostgöngurum
sínum við dekkað
veisluborð.
Myndir 3-4.
Þórunn Finnsdóttir
(efri mynd) og Hólm-
fríður Rósenkranz
ráku saman mat-
sölu- og kaffihús í
Uppsölum, en það
hús stóð á horni
Aðalstrætis og
Túngötu, gegnt
Herkastalanum.
Fram undir aldamótin voru flestar matselj-
urnar ekkjur. Matsölurnar opnuðu þær á
heimilum sínunt og var stærð þeirra takmörk-
uð af stærð borðstofunnar. Matsölurnar voru
flestar litlar, með tíu til tuttugu kostgangara
og líklega hafa tekjurnar af þeim rétt nægt til
að framfleyta konu og börnum hennar ef ein-
hver voru.
Skólapiltar voru fjölmennir í hópi kost-
gangara á 19. öld enda áberandi hópur í bæj-
arlífi þessa tíma.3 Rétt eins og skólapiltarnir í
Hólavallaskóla höfðu nemar Lærða skólans
skrínur með sér og höfðu málamatinn hjá
sjálfum sér. Þá keyptu þeir miðdegismatinn af
matseljunni en átu sinn eigin mat til rnorgun-
og kvöldverðar, oft rúgbrauð, smurt með
smjöri og kæfu úr skrínunni.4 Matseljan
smurði þá brauðið og lagði til sætt kaffi.5
Vildi stundum brenna við að kostgangararnir
spöruðu skrínukostinn á málum og borðuðu
því meira í miðdagsmalnum á kostnað mat-
seljunnar.6 Aðrir kostgangarar keyptu fullt
fæði hjá matseljunum og varð það fyrirkomu-
lag algengara eftir því sem leið að aldamótum
og vinnandi fólki fjölgaði í Reykjavík.
Um aldamótin kontu fyrstu kvenna- og
húsmæðraskólamenntuðu konurnar út á
vinnumarkaðinn. Ungar, ógiftar og menntaðar
í hússtjórnarfræðum settu þær á fót umfangs-
rneiri matsölur en áður höfðu þekkst, oft með
eina eða fleiri vinnukonur sér til aðstoðar. Al-
gengt var að þessar ungu konur veldu sér hús-
næði sem hentaði fyrir matsölu og flyttu
þangað heimili sitt í kjölfarið. Þá flokkaðist
starfsemin ekki senr veilingasala heldur sem
matsala og á þann hátt komust hinar ungu
nratseljur hjá eftirliti yfirvalda með tilheyr-
andi leyfisveitingum, lögum og reglugerðum.
Mynd 5. Uppsalir.
22