Ný saga - 01.01.1999, Page 34
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
Mynd 22.
Matseljur og
aðstoðarstúlkur
þeirra unnu oft
langan vinnudag.
Uþþþvottur
eftir stóran hóþ
kostgangara var
bæði erfiður og
tímafrekur.
Mynd 23.
Haraldur Sigurðsson.
Mynd 24.
Magnús Torfi Ólafsson.
vinnukona hjá Ástu Hallgrímsson og manni
hennar Tómasi Hallgrímssyni lækni. Þegar
Tómas dó árið 1894 ákvað Ásta að setja upp
matsölu og ílentist Kristín hjá henni. Ásta var
þekkt um allan bæ fyrir góðan mat og var
mjög eftirsótt að komast þar að í læri. Verka-
skiptingin hjá þeim var þó þannig að Kristín
bjó til matinn en Ásta sá um allt annað.57
Svipað fyrirkomulag var hjá Önnu Bene-
diktsson í Lækjargötu. Guðríður Árnadóttir,
frænka hennar, var hennar hægri hönd. Guð-
ríður lagaði matinn að mestu leyti. Anna sá
um að gera bæði kjöt- og fiskfars, hún sauð
niður og saltaði kjöt og tók slátur. Hún sá um
alla aðdrætti og allan rekstur, svo sem bók-
hald auk þess að innheimta fæðispeningana.
Þjónustustúlka sá um önnur störf svo sem
uppþvott, hreingerningar og hún bar matinn á
borð.58
Upp úr aldamótum þegar matsölur fóru
stækkandi voru vinnukonur ráðnar á stóru
matsölurnar. Vinnudagur vinnukvenna var al-
mennt langur og strangur en frítt fæði og hús-
næði bættu að einhverju leyti upp lág laun.59
Guðrún Guðjónsdóttir (f. 1913) vann á
matsölu árið 1934. Vinnudagurinn var frá átta
á morgnana og fram yfir kvöldmat. Hún fékk
frí einn eftirmiðdag í viku. Venjulegur vinnu-
dagur gekk þannig fyrir sig:
„Ég byrjaði á því að hita morgunkaffið, og
skúra borðstofuna og stigana út. Klukkan hálf
tólf var ég búin að leggja á borðið og síðan
var það mitt starf að uppvarta og bera inn
matinn. Þá þurfti ég að vera búin að taka til
nesti handa nokkrum konum sem fengu með
sér kaffið. Eftir matinn bar ég fram af borð-
inu og vaskaði upp. Eftirmiðdaginn notaði ég
til baksturs eða annars sem til féll. Þarn[a]
þurfti ég ... ekki að þvo þvotta eða sjá um
innkaup.
Mest var að gera um hádegið þegar fólk
kom í mat, í kvöldmat kom alltaf heldur
færra ...
Á matsölunni var ég í morgunkjól á
morgnana meðan ég vann verkin. Svo fór ég
í dökkan kjól og hvíta svuntu við að upp-
varta ,..“60
Flestar matseljur komu aldrei frarn í mat-
32