Ný saga - 01.01.1999, Síða 41
✓
Oþekkti konungurinn
sé milli íralands og þessa lands. Sagnfræðing-
urinn P. A. Munch (1810-63) taldi að Scir-
inges heal væri Kaupangur í Tjplling.4 Þar
hefur farið fram uppgröftur undir stjórn
Charlotte Blindheim (f. 1917) sem bendir
til að þar hafi verið vísir að kaupstað á ní-
undu öld.5 Frásögn Óttars gefur til kynna að
á þessurn tíma hafi Noregur verið landfræði-
leg eining og gerður greinarmunur á því
landi og Danmörku og Svíþjóð, sem hvort-
tveggja er nefnt í textanum (Sweoland og
Danamarc).6 Hvergi er þó nrinnst á konunga
þessara landa.
í engilsaxneskum annál er nefndur „Yric
Haroldes sunu“ en í annál Florence af
Worcester „Ircus“ nokkur.7 Á mynt frá Norð-
imbralandi kemur hins vegar Ericus eða Eric
fyrir. Ekki hefur fengist fullnægjandi skýring
á sérhljóðabreytingunni innan Saxaannáls en
nafnið Eric er auðvelt að skýra sem danska
nafnið Erik, þar sem í austnorrænum málurn
verður œi > é.8 Eiríkur þessi er sagður dansk-
ur í annálnum sem kernur illa heirn og sam-
an við að hér sé á ferðinni Eiríkur blóðöx
Haralds son hárfagra. Adam frá Brimum
nefnir einnig Norðimbrakonung, sem hann
kallar raunar Hiring, en gerir ráð fyrir að
sé sonur Haralds Gormssonar Danakonungs
(d. 987) sem „sendi hann með her til Eng-
lands, en þegar hann hafði lagt eyjuna undir
sig var hann svikinn og drepinn af íbúum
Norðimbralands.“9 Pessi frásögn vísar greini-
lega til þess konungs sem getið er í Engilsaxa-
annál og hún eldri en þær sem segja að Eirík-
ur þessi hafi verið norskur. Hins vegar fellur
hún ekki vel að tímatali, þar sem nú er gert
ráð fyrir að Haraldur Gormsson hafi kornið
til valda í Dannrörku nálægt 958.10
Kanna má tengsl Haralds við Danmörku
frekar. Eini konungurinn sem samtímaheim-
ildir gefa til kynna að ríkt hafi í Noregi í
heiðni var Haraldur Gormsson „er lagði und-
ir sig Danmörku og Noreg allan“, eins og seg-
ir í þekktri rúnaáletrun í Jelling. Nafnið
Haraldur er þekkt úr dönskum kóngaættum.
í vestnorrænum málum er það hins vegar ut-
angarðsmaður. Þar þekkjast nöfn eins og
Hermundur, Hersteinn, Herjólfur og Herdís.
Hefði Haraldur með sama hætti átt að verða
:i:Herjoldur. í rannsókn E. H. Linds (1849-1931)
kernur frarn að í Noregi var nafnið lítið notað
utan konungsfjölskyldunnar og á íslandi er
Oddaverjinn Haraldur Sæmundarson (d. 1251)
sá fyrsti sem vitað er til að heiti þetta, að frá-
töldurn Haraldi hring landnámsmanni. Síðar
athugaði Lind þetta nánar og kornst að því að
nafnið væri einkum að finna í Austur-Noregi,
en væri afar sjaldgæl't annars staðar í Noregi.
Hann taldi að nafnið hefði sennilega komið
frá Danmörku „og hefði konungsættin haft
frumkvæði að því“. Hins vegar komst Lind að
því að nafnið kæmi víða fyrir á Bretlandseyj-
um, í konungsættum á Mön og á Suðureyj-
um." Nafnið Hálfdan þekkist naumast held-
ur í Noregi eða á íslandi fyrr en á 13. öld, ef
frá er talin ætt Haralds hárfagra á víkinga-
öld.12 Oddaverjinn Hálfdan Sæmundarson
(d. 1268), bróðir Haralds, er fyrsti íslending-
urinn sem ber þetta nafn. Hins vegar er nafn-
ið algengt í Danmörku, einnig í Danalögum á
Mynd í.
Peter Andreas
Munch.
Mynd 2.
Svipmynd
af landslagi
austanvert við
Osióarfjörð.
39