Ný saga - 01.01.1999, Page 44
Sverrir Jakobsson
Vísurnar um
Hafursfjarðar-
orustu virðast
ortar skömmu
eftir bardagann
en hinar lýsa
hirðiífi sem er í
föstum skorðum
Mynd 7.
Teikning af Ragnhildi,
drottningu Háifdanar
svarta og móður
Haralds hárfagra.
4-6 vísu er kynntur til sögunnar sá konungur
sem skáldið yrkir um, Haraldur sonur Half-
danar, ungur ynglingur. Næstu sex vísur lýsa
svo bardaganum í Hafursfirði. í 13. og 14. vísu
er sagt frá brúðkaupi Haralds og hinnar
dönsku Ragnhildar en í 15-23 vísu er hirð
Haralds kynnt: hermenn, skáld, berserkir og
leikarar (trúðar).
Sem fyrr er sagt er kvæði þetta hvergi til
sem ein heild. Vísur 1-6 og 15-23 eru í Fagur-
skinnu og mynda þar ákveðna heild. Þar eru
þær eignaðar Þorbirni hornklofa. 6. erindi er
einnig í Heimskringlu og eignað Hornklofa
en 21. vísa er eignuð Auðuni illskældu í Har-
aldsþætti Flateyjarbókar. Vísur 7-11 eru eign-
aðar Hornklofa í Heimskringlu en Þjóðólfi úr
Hvini í Fagurskinnu og Haraldsþætti Flateyj-
arbókar. Fyrri hluti 11. erindis og 12. erindi
eru í Snorra-Eddu, eignuð Þjóðólfi. 13. vísa
er eignuð Hornklofa í Heimskringlu en vísur
13 og 14 eru í Haralds þætti og þar eignaðar
Þjóðólfi.
Sú skoðun varð ríkjandi á 20. öld að kvæð-
ið heyrði allt saman. Af þeim sem færðu veru-
leg andmæli gegn því taldi Jan de Vries
(1890-1964) að seinustu vísunum hefði verið
bætt við síðar af Þorbirni sjálfum en Klaus
von See (f. 1927) taldi að einungis fyrstu 12
vísur Hrafnsmála tilheyrðu hinum uppruna-
lega kjarna verksins. Hinum hefði verið
skeytt við mun síðar.25 Hann gerir þó ráð fyr-
ir að vísurnar hafi verið orðnar ein heild þeg-
ar konungasögur voru ritaðar, enda þótt þess
sjáist engin merki að þær hafi verið notaðar
sem slíkar. Finnur Jónsson hafnaði hins vegar
öllum hugmyndum af þessu tagi og taldi ólík-
legt að Þorbjörn hefði ort tvö kvæði í mála-
hætti og bæði í samræðuformi. Forsenda þess-
arar niðurstöðu er að Þorbjörn hafi örugglega
ort kvæðið og taldi Finnur engan vafa á því
þar sem elstu og bestu heimildirnar, svo sem
Heimskríngla [leturbr. mínj eigni honum það.26
Heimskringlu á að vera betur treystandi en
öðrum heimildum, sem eru sammála um að
eigna kvæðið Þjóðólfi frá Hvin. Hvað varðar
háttinn þá er málaháttur algengasti háttur
sem hirðskáld notuðu í heiðni, t.d. eru bæði
Eiríksmál og Hákonarmál undir þessum
hætti. Samtalsformið birtist ekki í vísunum
um Hafursfjarðaroruslu með öðrum hætti en
að skáldið ávarpar áheyrenda í upphafi.
Rökin eru ekki jafn sterk og menn hugðu
og margt hnígur þeim í móti. Vísurnar um
Hafursfjarðarorustu virðast ortar skömmu
eftir bardagann en hinar lýsa hirðlífi sem er í
föstum skorðum. Þá er konungurinn sem á í
Hafursfjarðarorustu „allvalldr austmanna“
sem býr á Útsteini en „drottinn Norðmanna“
úr kvæðinu í Fagurskinnu býr á Kvinnum. í
vísunum fimmtán úr Fagurskinnu er nafn
Haralds nefnt sex sinnum, einu sinni í 13. vísu
en aldrei í vísunum sem fjalla um Hafurs-
fjarðarorustu. Þó tel ég vega þyngst á metum
að enginn þeirra sagnaritara sem þekktu vís-
urnar og hafa miðlað þeim til seinni tíma
virðist hafa talið að þær væru úr sama kvæði.
Þetta er greinilegt um höfund Fagurskinnu og
Snorra Sturluson (1179-1241) þegar hann lét
rita Eddu. Snorri sýnir þess engin merki að
þekkja aðrar af þeim fimmtán vísum sem eru
42