Ný saga - 01.01.1999, Page 44

Ný saga - 01.01.1999, Page 44
Sverrir Jakobsson Vísurnar um Hafursfjarðar- orustu virðast ortar skömmu eftir bardagann en hinar lýsa hirðiífi sem er í föstum skorðum Mynd 7. Teikning af Ragnhildi, drottningu Háifdanar svarta og móður Haralds hárfagra. 4-6 vísu er kynntur til sögunnar sá konungur sem skáldið yrkir um, Haraldur sonur Half- danar, ungur ynglingur. Næstu sex vísur lýsa svo bardaganum í Hafursfirði. í 13. og 14. vísu er sagt frá brúðkaupi Haralds og hinnar dönsku Ragnhildar en í 15-23 vísu er hirð Haralds kynnt: hermenn, skáld, berserkir og leikarar (trúðar). Sem fyrr er sagt er kvæði þetta hvergi til sem ein heild. Vísur 1-6 og 15-23 eru í Fagur- skinnu og mynda þar ákveðna heild. Þar eru þær eignaðar Þorbirni hornklofa. 6. erindi er einnig í Heimskringlu og eignað Hornklofa en 21. vísa er eignuð Auðuni illskældu í Har- aldsþætti Flateyjarbókar. Vísur 7-11 eru eign- aðar Hornklofa í Heimskringlu en Þjóðólfi úr Hvini í Fagurskinnu og Haraldsþætti Flateyj- arbókar. Fyrri hluti 11. erindis og 12. erindi eru í Snorra-Eddu, eignuð Þjóðólfi. 13. vísa er eignuð Hornklofa í Heimskringlu en vísur 13 og 14 eru í Haralds þætti og þar eignaðar Þjóðólfi. Sú skoðun varð ríkjandi á 20. öld að kvæð- ið heyrði allt saman. Af þeim sem færðu veru- leg andmæli gegn því taldi Jan de Vries (1890-1964) að seinustu vísunum hefði verið bætt við síðar af Þorbirni sjálfum en Klaus von See (f. 1927) taldi að einungis fyrstu 12 vísur Hrafnsmála tilheyrðu hinum uppruna- lega kjarna verksins. Hinum hefði verið skeytt við mun síðar.25 Hann gerir þó ráð fyr- ir að vísurnar hafi verið orðnar ein heild þeg- ar konungasögur voru ritaðar, enda þótt þess sjáist engin merki að þær hafi verið notaðar sem slíkar. Finnur Jónsson hafnaði hins vegar öllum hugmyndum af þessu tagi og taldi ólík- legt að Þorbjörn hefði ort tvö kvæði í mála- hætti og bæði í samræðuformi. Forsenda þess- arar niðurstöðu er að Þorbjörn hafi örugglega ort kvæðið og taldi Finnur engan vafa á því þar sem elstu og bestu heimildirnar, svo sem Heimskríngla [leturbr. mínj eigni honum það.26 Heimskringlu á að vera betur treystandi en öðrum heimildum, sem eru sammála um að eigna kvæðið Þjóðólfi frá Hvin. Hvað varðar háttinn þá er málaháttur algengasti háttur sem hirðskáld notuðu í heiðni, t.d. eru bæði Eiríksmál og Hákonarmál undir þessum hætti. Samtalsformið birtist ekki í vísunum um Hafursfjarðaroruslu með öðrum hætti en að skáldið ávarpar áheyrenda í upphafi. Rökin eru ekki jafn sterk og menn hugðu og margt hnígur þeim í móti. Vísurnar um Hafursfjarðarorustu virðast ortar skömmu eftir bardagann en hinar lýsa hirðlífi sem er í föstum skorðum. Þá er konungurinn sem á í Hafursfjarðarorustu „allvalldr austmanna“ sem býr á Útsteini en „drottinn Norðmanna“ úr kvæðinu í Fagurskinnu býr á Kvinnum. í vísunum fimmtán úr Fagurskinnu er nafn Haralds nefnt sex sinnum, einu sinni í 13. vísu en aldrei í vísunum sem fjalla um Hafurs- fjarðarorustu. Þó tel ég vega þyngst á metum að enginn þeirra sagnaritara sem þekktu vís- urnar og hafa miðlað þeim til seinni tíma virðist hafa talið að þær væru úr sama kvæði. Þetta er greinilegt um höfund Fagurskinnu og Snorra Sturluson (1179-1241) þegar hann lét rita Eddu. Snorri sýnir þess engin merki að þekkja aðrar af þeim fimmtán vísum sem eru 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.