Ný saga - 01.01.1999, Side 46
Sverrir Jakobsson
Ari varð einnig
fyrstur manna
til að tímasetja
Harald hárfagra.
Hann var 16 ára
þegar Ingólfur
fór fyrst til
íslands, fáum
árum áður en
land byggðist
frá 10. öld tengja meinta afkomendur Haralds
við þessa ætt Ynglinga. Egill Skallagrímsson
kallar Eirík blóðöx „burr ynglings“ og Ey-
vindr Finnsson telur bæði Hákon Aðalsteins-
fóstra og Eiríkssyni tilheyra „Yngva ætt“.
Claus Krag (f. 1943) bendir þó á að orðið
„ynglingr“ komi víða fyrir í dróttkvæðum án
þess að verið sé að vísa til Ynglingaættar í
Vestfold. Hann aðhyllist sömu skoðun og
Gustav Neckel (1878-1940) í upphafi aldar-
innar, að Ynglingatal hafi verið ort á 12. öld.30
Kvæðið Oddmjór, sem líka á að vera um
Harald, kallar hann „skjpldung" og í Noregs-
konungatali eru afkomendur hans kallaðir
„Skjpldungs kyn“. Er Haraldur þá af hinni
dönsku Skjöldungaætt?31 Bæði geta orðin
„ynglingur“ og „skjöldungur" merkt konung-
ur og er þá komin allmerk niðurstaða: Kvæð-
in fjalla öll um konunga og konungssyni!
Margt má lesa úr dróttkvæðum.
Sennilega eru dróttkvæðin sem vitnað er til
í sögunum eldri en þær. Ekki er samt hægt að
fullyrða hvenær þau eru rituð út frá kvæðun-
um sjálfum. Ef heiðnar kenningar eru í þeim
er líklegt að þau séu samin fyrir 1000, en nán-
ar er ekki hægt að tímasetja þau. Þess utan
eru upplýsingar þeirra af skornum skammti.
Þau er ekki hægt að túlka án sagnanna sem
þau eru í.32 Þar með eru dróttkvæðin ekki
lengur samtímaheimildir og þau voru það
raunar aldrei. Þau voru leið sagnfræðinga
til að trúa áfram þeim heimildum sem síst
skyldi, konungasögum 13. aldar, þegar þeim
var nær að efast.
Haraldur hárfagri kemur
til sögunnar
Enda þótt finna megi margt í dróttkvæðum
finnst þar enginn Haraldur hárfagri. Sá mað-
ur birtist fyrst í enskum heimildum á 11. öld.
Fyrsta heimildin sem nefnir „Harald harfa-
gera“ eða „harvagra“ er D-gerð Engilsaxa-
annáls. Sami maður birtist í Chronicon ex
chronicis eftir John af Worcester og kirkju-
sögu eftir Ordericus Vitalis (1075-1142).
Hann reyndi að leggja England undir sig árið
1066, en féll þá við Stamford Bridge. Harald-
ur hárfagri Englendinga reynist vera sami
maður og Haraldur harðráði norrænna kon-
ungasagna.33 Um hann er enginn skortur á
heimildum og virðast Englendingar hafa rugl-
að saman konungum sem voru nafnar. Eða
hvað? Þeir urðu raunar fyrstir til þess að færa
þetta viðurnefni í letur. Það var ekki fyrr en
síðar að Ari heimfærði það upp á konung frá
9. öld. Englendingarnir voru hins vegar að
lýsa konungi frá sínum samlíma, konungi
með ljósa lokka sem vöktu hrifningu drottn-
inga, að því er norrænar konungasögur
segja.34
Fleiri norrænar þjóðir geta gert tilkall til
Haralds hárfagra en Danir. Uppruni hans er
einnig íslenskur. Haraldur hárfagri síðari tíma
birtist fyrst í íslendingabók, um leið og saga
Islands var upphaflega færð í letur. Fyrsti
íslenski sagnaritarinn, Ari fróði Þorgilsson
(um 1068-1148), greinir frá því að „ísland
byggðisk fyrst ýr Norvegi á dggum Haralds
ens hárfagra, Halfdanarsonar ens svarta, í
þann tíð ... es ívarr Ragnarssonr loðbrókar
lét drepa Eadmund enn helga Englakonung;
en þat vas sjau tegum <vetra> ens níunda
hundraðs eptir burð Krists, at því es ritit es í
spgu hans.“35 Gera má ráð fyrir að Ari hafi
þekkt til enskra heimilda, fyrst hann miðar
tímatal sitt við Eadmund helga.36
Ari nefnir föður Haralds, Hálfdan svarta,
en rekur þar að auki sína eigin ætt til Yng-
linga gegnum Hálfdan hvítbein Upplendinga-
konung, án þess að fullyrða að Haraldur sé af
þeirri ætt. Skrifari hefur hins vegar skotið inn
ættrakningu Haralds frá Hálfdani hvítbeini.
Sagnaritarar síðari tíma voru sannfærðir um
að Haraldur væri kominn af Ynglingum en
þær upplýsingar hafa þeir ekki frá Ara fróða.
Hins vegar er Ari elsta heimildin um að kon-
ungarnir Ólafur Tryggvason, Ólafur digri og
Haraldur Sigurðarson hafi allir verið komnir
af sonum Haralds hárfagra, þeim Ólafi, Birni
og Sigurði hrísa.
Ari varð einnig fyrstur manna til að tíma-
setja Harald. Hann var 16 ára þegar Ingólfur
fór fyrst til íslands, fáum árum áður en land
byggðist. Hann ríkti í 70 ár og varð áttræður
en lést vetri eða tveimur eftir 930. Samkvæmt
því ætti hann að hafa verið fæddur 851 eða
852. Telja flestir íslenskir annálar hann fædd-
an 852 og er talið að tímatal þeirra byggi á
útreikningum Ara. í yngri samsteypuritum
44