Ný saga - 01.01.1999, Page 64

Ný saga - 01.01.1999, Page 64
✓ Atökin um Atlantshafsbandalagið Stefnan í íslenskum utanríkismálum var borin fram af þremur stjórnmálaflokk- um sem aðhyllt- ust lýðræði og vestræna stjórn- skipan Kjartan Emil Sigurðsson NATO í nútíð og framtíð í ævisögu sinni Á milli Washington og Moskva rekur Emil Jónsson atburð sem átti sér stað í febrúarmánuði árið 1948. Hann var á gangi við vötnin í Kaupmannahöfn, einn síns liðs, og beið þess að komast sem leið lá með flugi til Oslóar. Sem hann gengur þar í borginni, er hann þekkti vel frá háskólaárum sínum, sér hann álengdar Hans Hedtoft, for- sætisráðherra Dana. Emil furðar sig á þessari tilviljun. Hann var á þessum tíma viðskipta- málaráðherra á Islandi og þekkti Hedtoft vel úr samstarfi norrænna jafnaðarmanna. Hed- toft var þungur á brún, enda á leið frá Krist- jánsborgarhöll, þar sem hann flutti konungi váleg tíðindi. Þeir Emil tóku tal saman og Hedtoft sagði honum allt af létta af því, að leyniþjónustu Dana hefðu borist njósnir um yfirvofandi valdarán kommúnista í Tékkó- slóvakíu. Þessum fréttum hefði hann kornið áleiðis til konungs, svo sem tíðkast þegar mikilvæg ríkismál eru í liúfi. Um þetta spjölluðu Emil og Hedtoft allnokkra stund. Skömmu síðar gekk það eftir að kommúnist- ar tóku völdin í Tékkóslóvakíu. Það voru atburðir sem þessi, sem voru bak- grunnur að því að ísland gekk í Atlantshafs- bandalagið. Kommúnistar gengu óvenju hart fram við valdaránið í Tékkóslóvakíu, sem hér hefur verið minnst á. Hámarki náði sú varg- öld þegar Jan Masaryk, sonur sjálfstæðishetj- unnar Thomasar Masaryks og utanríkisráð- herra, féll útum glugga á skrifstofubyggingu sinni niður á götu í Prag og lést. Vera kann að íslenskir stjórnmálamenn hafi verið fákunn- andi um flest það sem laut að öryggis- og varnarmálum á tímanum eftir síðari heims- styrjöldina. En vissulega knúðu atburðir og fréttir sem bárust menn til að taka afstöðu og það þótt ekki gæfist ótakmarkað ráðrúm til yfirlegu og rökræðna. Stefnan í íslenskum ut- anríkismálum var borin fram af þremur stjórnmálaflokkum sem aðhylltust lýðræði og vestræna stjórnskipan. Hinunr megin borðs- ins voru sósíalistar, sem voru á tíðum hallir undir málstað Sovétríkjanna. í fararbroddi hinna þriggja svonefndu lýðræðisflokka voru menn, sem mótuðu stefnu, er þeir töldu byggða á raunsæi í varnar- og öryggismálum íslendinga og Vesturlanda. Þeir horfðu mjög til Norðurlanda vegna frekari stefnumótunar í utanríkismálum íslands, surnir höfðu enda sótt menntun sína þangað. Flestar hinar Norðurlandaþjóðirnar, það er Danir, Norðmenn og Finnar, fóru illa út úr síðari heimsstyrjöldinni. Sú bitra reynsla kenndi þeim að knýjandi nauðsyn væri til þess að halda úti virkri og ábyrgri utanríkis- stefnu. Enginn fer í grafgötur um að hlut- lausar þjóðir eins og Svíar og Finnar halda úti öflugri stefnu í þessum málaflokki og gerðu það á tímum kalda stríðsins. Hún var ekki byggð á óskhyggju einni saman eða sinnuleysi um heill umræddra þjóða. Vert er að hafa í huga, að norrænt varnarbandalag var mjög í deiglunni nokkru fyrir stofnun NATO. En eingöngu viðhorf, sem byggðu á skynsamlegu mati og trúverðugleika, réðu þegar hugmynd- um um norrænt varnarbandalag var hafnað. Ef til vill mætti segja að menn stofna ekki ein- faldlega bandalög til þess eins að vera saman og deila örlögum þjóða sinna. Málið snýst einfaldlega um legu landsins, hernaðargetu og stefnumótun. ísland er í miðju Atlantshafi. Það er rétt að hafa það í huga í allri urnræðu af þessu tagi. Menn mega ætla, að t.a.m. Svíar hafi áttað sig á þessu og talið hagsmuni sína aðra en okkar. Ekki hefur þessi afstaða spillt samskiptum okkar við Svía eða kornið í veg fyrir náin tengsl þjóðanna. Á sama tíma hefur ísland verið dyggur bandamaður innan Atl- antshafsbandalagsins. Vegna þátttöku sinnar í NATO hafa ís- lendingar getað beilt öflugum áhrifum þegar mikilvæg alþjóðamál hafa verið á döfinni. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.