Ný saga - 01.01.1999, Page 65
✓
Atökin um Atlantshafsbandalagið
Mynd 2.
Bjarni Benediktsson,
þáverandi utanrikis-
ráðherra, undirritar
stofnsáttmála NATO
fyrir íslands hönd.
Þeir hafa borið hin snræstu mál fram á æðstu
stöðum hjá ráðamönnum erlendra ríkja.
Þannig hefur hinum áhrifmikla, fyrrum utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Acheson,
verið nóg boðið, ef rétt er eftir haft. Sem
kunnugt er segir hann frá því að kynni sín af
íslenskum ráðamönnum hafi verið notuð til
þess að upplýsa hann urn allt sem tengdist
sauðfé! En Islendingar voru að vissu leyti
beggja blands þegar kom að viðskiptum og
öryggi landsins. Þeir vildu eiga greiðan að-
gang að viðskiptum við Bandaríkin jafnt sem
Sovétríkin og austurblokkina. Sú afstaða var
sú sarna og ýmissa annarra NATO-ríkja. En
Sovétríkin vildu efla viðskiptin við ísland og
auka áhrif sín. Bjarni Benediktsson og aðrir
íslenskir ráðamenn beittu sér kænlega með
því að stuðla að og ýta undir þessi viðskipti.
Sú afstaða rnanna var skýr að hér skyldi halda
uppi styrkum vörnum með aðild að NATO og
varnarsamningnum við Bandaríkin, jafnframt
því sent stunduð voru viðskipti af þessu tagi.
Bók dr. Vals Ingimundarssonar, í eldlími
kcildci stríðsins. Samskipti íslands og Banda-
ríkjanna 1945-1960, hefur hlotið verðskuld-
aða athygli. í bókinni rekur Valur meðal ann-
ars hvernig viðskipti og öryggishagsmunir
tengjast í stefnumótun í utanríkismálum.
Þessari bók hefur verið haldið á lofti jafnt af
þeirn sem aðhyllast aðild að NATO sent hin-
urn, sem eru andvígir bandalaginu. Ljóst er,
að íslendingar nutu góðs af því, með beinum
hætti, að vera aðilar að NATO, eins og bók-
in sýnir fram á. A sama tíma var Sósíalista-
flokkurinn styrktur af stjórninni í Moskvu
og laut leiðsagnar hennar. Mörgum orðum
mætti fara urn hve nánurn böndunt þessir
viðskipta- og öryggishagsntunir vestur voru
tengdir. ísland naut góðs af því að geta selt
fiskafurðir óhindrað til Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópu. Einkum var það fyrir tilstilli
Bandaríkjastjórnar að ntarkaðir opnuðust í
Vestur-Evrópu og eru nú rneðal okkar mikil-
vægustu.
Hér mætti líka bæta við, að með lokunt
kalda stríðsins hefur skilgreining á öryggis-
málum breyst til muna. í stuttu máli má segja
að öryggi sé ekki lengur skilgreint eingöngu
sem hernaðarvarnir, heldur líka sem um-
hverfisvernd og greið viðskipti milli landa.
Strax á tímum kalda stríðsins skipti hvort
tveggja okkur íslendinga töluverðu máli.
Segja má að mikilvægi NATO í alþjóða-
stjórnmálum hafi dvínað nokkuð. Þrátt fyrir
frumkvæði sitt í Kosóvó eru það Evrópusam-
bandið og Sjö helstu iðnríki heints sem gegna
stærstu hlutverki í uppbyggingu í Mið-, Aust-
ur- og Suðaustur-Evrópu. Hið santa ntá segja
um ntikilvægar alþjóðlegar stofnanir, eins og
Alþjóðabankann og Alþjóðaviðskiptastofn-
unina. Þetta rírnar við þá formbreytingu á al-
þjóðakerfinu sent gerðist með lokum kalda
stríðsins. Ekki er lengur unt það að ræða að
hernaðarmáttur einn skipti sköpum í sant-
skiptum ríkja. í fyrsta skipti í mannkynssög-
unni hefur þetta breyst og verslun og við-
skipti eru nú höfuðatriði. Eins og áður getur
63