Ný saga - 01.01.1999, Page 66

Ný saga - 01.01.1999, Page 66
U-k ✓ Atökin um Atlantshafsbandalagið Mynd 3. Við Berlínar- múrinn að kalda stríðinu loknu. skiptir útflutningur okkur Islendinga miklu máli. Það átti við á dögurn kalda stríðsins og það mun eiga við enn um sinn. En um leið og sagt er að nrikilvægi NATO hafi minnkað hefur staða íslands innan bandalagsins eflst. Island er og hefur verið aðili frá upphafi og landið nýtur velvildar gamalla og nýrra aðild- arríkja. Hvað sem öðru líður er ísland óvíða annars staðar inni á gafli hjá stórveldunum með viðlíka hætti og raunin er um NATO. Hættur leynast víða Hér hefur verið vikið nokkrum orðurn að nýj- um skilgreiningum á öryggi í tengslum við umhverfismál og fríverslun. En rétt er að fara nokkrum orðum um hugsanlegt löggæsluhlut- verk NATO gagnvart aðsteðjandi hættum úr austri og suðri. Evrópusambandið (ESB) hef- ur í auknum mæli áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi og eiturlyfjadreifingu. Alls er óvíst hvernig tekst að takast á við þann vanda sem skapast þegar landamæri ESB færast til austurs. Sami vandi blasir við gagnvart Norð- ur-Afríku þar sem engin lausn virðist í sjón- máli, til dæntis fá þau ríki aldrei aðild að ESB. Þetta er nefnt hér til að undirstrika að ekki er til staðar nein heildstæð utanríkisstefna af hálfu ESB gagnvart Rússlandi, Úkraínu og Miðausturlöndum. NATO mun aðlaga sig breyttum tímum og breyttum viðhorfum. Mörgum er það enn í fersku minni hve utangátta Atlantshafs- bandalagið virtist fyrst eftir lok kalda stríðs- ins. Kannski má segja að svipuð staða sé komin upp nú eftir lok Kosóvó-stríðsins. Hitt er annað mál að örlög Varsjárbandalagsins urðu allt önnur en Atlantshafsbandalagsins. NATO var sigurvegari kalda stríðsins og það var nauðsynlegt að viðhalda einingu banda- lagsins óháð hinum breyttu tímum. Þessu gerði þáverandi framkvæmdastjóri NATO, dr. Manfred Wörner, sér grein fyrir og tókst að vinna bandalagið út úr þeim vanda sem við blasti. Fyllsta ástæða er til að ætla að NATO fái endurnýjað hlutverk í samræmi við það sem að framan greinir. Til þess þarf áfram- haldandi árvekni og dug þeirra manna sem feta í fótspor Wörners í hinu mikilvæga emb- ætti framkvæmdastjóra NATO. í því sam- bandi ber að fagna skipun Georges Robert- sons í embættið og þakka Javier Solana það sem var að margra mati drjúgt starf. I raun réttri má segja að urnræða um ís- lensk utanríkis- og varnarmál snúist rneir og nieir urn það sem er að gerast á hverjum tíma í kringum okkur. Stefna okkar getur ekki ráð- ist af þröngum hagsmunum, heldur erum við hluti af varnarkerfi vestrænna ríkja. Það skiptir Noreg máli hvaða afstöðu við tökum og hvernig hér er skipað málum. Þetta er nefnt sérstaklega vegna þeirrar umræðu sem hlýtur að eiga sér stað um stefnuna innan NATO. Fyrir almenning ber auðvitað hæst spurninguna um þátttökuna í Kosóvó-stríð- inu. Sú þátttaka var um margt untdeild og því rniður var ekki gert nægilega mikið til að kynna afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. En NATO tók af skarið í málinu eftir afar mikla yfirlegu og undirbúning. í þessu sam- bandi skiptir rniklu máli hvaða afstöðu Rúss- 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.