Ný saga - 01.01.1999, Síða 69

Ný saga - 01.01.1999, Síða 69
Átökin um Atlantshafsbandalagið Stefán Pálsson Vopnlausir væringjar NATÓ-aðild íslendinga og barátta friðarsinna gegn henni Með því að hverfa úr Atlantshafsbandalag- inu og taka upp hlutleysisstefnu vora að nýju værum vér ekki einungis að gera það, sem sjálfsagt er og í voru valdi stendur til að bjarga lífi þjóðarinnar, ef svo hörmulega skyldi til takast, að styrjöld skylli á, heldur værum vér með því beinlínis að sluðla að því að koma í veg fyrir styrjöld.1 Svo SEGIR í ritinu Friðlýstu Icmdi, sem gefið var út af samnefndum samtökum árið 1958.* Þar var urn að ræða félagsskap rithöfunda og menntamanna sem stofnað var til m.a. í því skyni að þrýsta á ríkisstjórn Hermanns Jónas- sonar að standa við samþykkt Alþingis frá 28. mars 1956 um uppsögn herstöðvasamningsins við Bandaríkin. Þá börðust samtökin fyrir því að hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 yrði endur- nýjuð og að ísland segði sig úr Atlantshafs- bandalaginu í samræmi við hana. Friðlýst land var hlekkur í langri keðju ís- lenskra friðarhreyfinga sem barist hafa gegn veru erlends herliðs hér á landi og vígvæðingu í heiminum. Eins og flestar slíkar hreyfingar komust forsvarsmenn samtakanna að þeirri niðurstöðu að ekki yrði skilið á milli her- stöðvabaráttunnar og andstöðunnar við veru Islands í NATO. Sú niðurstaða var engan veginn sjálfsögð og hafði hún veruleg áhrif á þróun og eðli friðarbaráltunnar hérlendis. í greininni verður fjallað urn ástæður og áhrif þessarar einörðu NATO-andstöðu ís- lenskra friðarsinna, en það er mat höfundar að sagnfræðingar sem fjalla urn stjórnmála- sögu lýðveldistímans hafi ekki gert friðar- hreyfingunni nægilega góð skil. Þá verður veru Islands í Atlantshafsbandalaginu skipt upp í tvö tímabil, sem hafa mismunandi ein- kenni og það rökstutt að sú eðlisbreyting sem orðið hefur á aðild landsins að bandalaginu hafi ekki orðið vegna breyttra viðhorfa þjóð- arinnar eða stjórnmálaflokka, heldur hafi framkvæmdavaldið sjálft átt frumkvæði að henni. Aður en lengra er haldið er rétt að taka það l'ram að höfundur er andstæðingur aðild- ar íslands að Atlantshafsbandalaginu og telur hana hafa orðið þjóðinni til lítillar blessunar. Þessi afstaða byggist á þeirri sannfæringu að hernaðarbandalög muni aldrei geta tryggt frið í heiminum. Nýlegir atburðir á Balkan- skaga hafa aðeins orðið til að styrkja þessa sannfæringu. Tvö tímabil NATO-aðildar A þeim 50 árum sem íslendingar hafa verið aðilar að NATO hafa vitaskuld átt sér stað iniklar breytingar á þátttöku landsins í banda- laginu og afstöðu almennings og stjórnmála- manna til einstakra þátta í starfi þess. Því er nauðsynlegt að skipta þessari hálfu öld upp í tvö tímabil, þar sem eðlisbreyling hefur átt sér stað á aðildinni. Hér er því haldið fram að Islendingar hafi breyst úr því að vera óvirk og áhugalítil aðildarþjóð í virkan þátttakanda sem starfað hefur meira af vilja en mætti inn- an bandalagsins. Þótt skilin milli þessara tímaskeiða séu ekki skýr, þykir höfundi henl- ugt að miða við eftirfarandi skiptingu: 1) Óvirka tímabilið - frá 1949 til 1983. 2) Tímabil aukinna afskipta - frá 1983. Þegar talað er um óvirka þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu er átt við það tóm- læti sem kenna má í afstöðu fjölmiðla og al- mennings, en þó einkum stjórnmálamanna, í garð bandalagsins. Lengst af þessu tímabili tóku Islendingar til að mynda engan þátt í störfum hermálanefndar þess, enda til þess ætlast að þar sætu einkum herráðsforingjar einstakra aðildarríkja. Utanríkisráðherrar ís- Hér er því haldið fram aö íslendingar hafi breyst úr því að vera óvirk og áhugalítil aðild- arþjóð í virkan þátttakanda sem starfað hef- ur meira af vilja en mætti innan bandalagsins 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.