Ný saga - 01.01.1999, Side 71
✓
Atökin um Atlantshafsbandalagið
framkvæmdir var sá áhugi sem stjórnvöld og
embættismenn sýndu þeim. Mikil áhersla var
lögð á að íslendingar kæmu að rekstri ein-
stakra þátta, einkum fjarskiptakerfanna.
Með myndun ríkisstjórnar Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks árið 1983 urðu
þáttaskil í þessum efnum. Geir Hallgrímsson
tók við embætti utanríkisráðherra, en hann
var sérstakur áhugamaður um öryggis- og
varnarmál. í tíð hans efldist mjög starfsemi
Öryggismálanefndar, en á hennar vegum
komu út allnokkur fræðileg rit urn herfræði
og öryggismál, svo sem urn kjarnorkuvopna-
stefnu risaveldanna, GIUK-hliðið og vígvæð-
ingu á Indlandshafi.5
Árið 1983 er einnig merkilegt að því leyti
að þá hófust reglubundnar heræfingar NATO
við Island, en þær ganga í dag undir nafninu
Norðurvíkingur. Með Norðurvíkingi hefur
herinn á Keflavíkurflugvelli verið gerður
sýnilegri almenningi en áður þekktist. Jafn-
framt hefur mikil áhersla verið lögð á að um
NATO-herlið sé að ræða, en ekki aðeins
bandaríska herinn. í samræmi við það hefur æ
oftar verið vísað til herstöðvarinnar á Mið-
nesheiði sem NATO-herstöðvar og verið til
þess tekið ef sveitir frá öðrum aðildarþjóðum
hafa haft þar aðsetur. Innan Allantshafs-
bandalagsins hefur þessi aukna virkni lslend-
inga kornið fram í þátttöku í stofnunum þess.
Skref í þá átt eru m.a. seta embættismanns í
hermálanefndinni og áheyrnarfulltrúa í kjarn-
orkumálahópi bandalagsins.
Sú breyting á aðild íslands að NATO sem
átt hefur sér stað frá því snemma á níunda
áratugnum verður ekki skýrð sem svar við
kröfum almennings eða háværri þjóðmálaum-
ræðu. Landsmenn hafa löngum sýnt banda-
laginu lítinn áhuga og eftir að kalda stríðinu
lauk, koðnaði hann enn frekar niður. Urn-
skiptin eftir 1983 eru því afleiðing embættis-
mannabyltingar. Til starfa kornu menn sem
aflað höfðu sér menntunar á sviði hernaðar-
fræða og vildu ólmir fá að hagnýta sér hana í
störfum sínurn innan stjórnsýslunnar. Ein-
stakir ráðherrar, aðstoðarmenn þeirra og ráð-
gjafar tóku að sýna hernaðarmálum rneiri
áhuga en áður hafði þekkst. Opinber þátttaka
utanríkisráðherra í heræfingum á undanförn-
um árum er angi þessarar þróunar.
Mynd 5.
Frá Þingvallafundi
Samtaka hernáms-
andstæðinga
sumarið 1960.
íslenska friðarhreyfingin
Áður hefur verið getið um samtökin Friðlýst
land, sem starfrækt voru undir lok sjötta ára-
tugarins. Friðlýst land var elítufélag sem bor-
ið var uppi af nokkrum helstu skáldum og rit-
höfundum sinnar tíðar. Þótt samtökin væru
69