Ný saga - 01.01.1999, Side 73
s
Atökin um Atlantshafsbandalagið
Hérlendis kom þessi hreyfing m.a. frarn með
myndun Samtaka herstöðvaandstæðinga árið
1972, en þau voru formlega stofnuð fjórurn
árum síðar. Þau samtök hafa upp frá því ver-
ið leiðandi afl í íslenskri friðarhreyfingu.
Þriðja blómaskeið friðarhreyfingarinnar
hófst loks í byrjun níunda áratugarins. Var
þar um að ræða viðbrögð við vaxandi kjarn-
orkuvá sem fylgdi í kjölfar stórfelldrar víg-
væðingar Sovétríkjanna og hugmynda hern-
aðarsérfræðinga á Vesturlöndum þess efnis
að unnt væri að heyja staðbundið kjarnorku-
stríð og uppsetningar skammdrægra kjarn-
orkuflauga í Vestur-Evrópu.
Líkt og annars staðar í Evrópu skutu ýmis
ný friðarsamtök upp kollinum hér á landi í
umróti níunda áralugarins. Þjóðfélagshópar á
borð við listamenn, framhaldsskólanema,
ömniur, fóstrur og lækna stofnuðu friðar-
liópa, sem einkum höfðu andstöðuna við
kjarnorkuvopn á stefnuskrá sinni. Enn sem
fyrr voru Samtök herstöðvaandstæðinga þó
forystuafl í friðarhreyfingunni og stóðu þau
fyrir fjölmennum fundum og mótmælaað-
gerðum. Sá munur var þó á íslenskum her-
stöðvaandstæðingum og evrópskum kjarn-
orkuvopnaandstæðingum, að þeir síðar-
nefndu skipulögðu sarntök sín yfirleitt aðeins
í kringum eitt mál, baráttuna gegn kjarnorku-
vopnum.
Þessi munur skiptir vitaskuld afar miklu
rnáli. Svo dærni sé tekið barðist CND ekki
gegn Falklandseyjastríðinu, þótt einstakir
forystumenn samtakanna hafi gert það á öðr-
um vettvangi. Þarf það raunar ekki að koma
á óvart, þar sem hernaður, herskylda og land-
varnir eru svo inngróinn hluti þjóðernis-
vitundar margra Evrópubúa að einungis rnjög
sannfærðir friðarsinnar treysta sér til að and-
æfa hernaðarbrölti eigin þjóðar.
Aðildin að NATO hefur hins vegar vafist
mjög fyrir breskum friðarsinnum. Var frá
upphafi tekist á um það innan CND hvort
stefna ætti að úrsögn úr bandalaginu, óbreyttri
aðild en útrýmingu kjarnorkuvopna á bresku
landi, eða hvort stefna ætti að því að breyta
bandalaginu innan frá. Skipti þar nriklu máli
að Verkamannaflokkurinn var til í að fallast á
ýntsar af tillögum CND, en stóð fast á aðild-
inni að Atlantshafsbandalaginu.
Nærtækara dæmi er barátta danskra kjarn-
orkuvopnaandstæðinga á níunda áratugnum.
Þar nutu samtökin Nej til atomváben rnikils
stuðnings og var staða þeirra einkurn sterk
meðal jafnaðarmanna.10 Þau tengsl skiluðu
sér í því að árið 1988 tókst Jafnaðarmanna-
flokknum að fá samþykkta þingsályktunartil-
lögu þess efnis að erlendum herskipum sem
leituðu hafnar í landinu væri skylt að senda
skriflega tilkynningu urn að þau virtu kjarn-
orkuvopnaleysi Danmerkur.
Tillagan sem var í hreinni andstöðu við
Mynd 6.
Göngumenn i fyrstu
Kefla víkurgöngunni
hinn 19. júni 1960.
ÆVARANDI
HLUTLBYSI
HERINM
B UPTj