Ný saga - 01.01.1999, Síða 74
✓
Atökin um Atlantshafsbandalagið
Mynd 7.
Björn Þorsteinsson
sagnfræðingur
ávarpar göngu-
menn i áningarstað
í fyrstu Keflavíkur-
göngunni.
ÆVARANDI
HLllTLEySJ
Í5LAND3
stefnu minnihlutastjórnar Pouls Schliiters og
yfiriýsta kjarnorkuvopnastefnu NATO, varð
þess valdandi að þing var rofið og efnt til
kosninga. Þær urðu hins vegar ekki til að
leiða málið til lykta, heldur hélst það lifandi
þar til draga tók úr stuðningi jafnaðarmanna.
Skipti þar miklu að viðbrögð NATO-ríkja við
samþykktinni voru hörð og gáfu skýrt til
kynna hvers mætti vænta ef freistað yrði að
stofna kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum.
Ekki skilið á milli hersins og NATO
Á íslandi var gerð tilraun til að stofna eins-
málshreyfingu um baráttuna gegn kjarnorku-
vopnum, Scuntök um kjcirnorkuvopncilciust ís-
land. Þau samtök urðu hins vegar aldrei að
þeirri fjöldahreyfingu sem vonir stóðu til. Það
kom því í hlut Samtaka herstöðvaandstæð-
inga að leiða baráttuna gegn kjarnorkuvíg-
búnaði og halda á lofti kröfunni urn kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd, sem mikið var til
umræðu á níunda áratugnum. Svo dæmi sé
tekið voru SHA fulltrúar íslands í samráði
friðarhreyfinga á Norðurlöndum, en á þeim
vettvangi var hugmyndin um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlöndunum endan-
lega útfærð.11
Það vekur athygli að þau samtök, sem far-
ið hafa með forystuhlutverkið í íslensku frið-
arhreyfingunni, hafa jafnframt aðhyllst hvað
„harðasta“ stefnu. Samtök herstöðvaand-
stæðinga og þar áður Samtök hernámsand-
stæðinga hafa alla tíð andæft hernaðarað-
gerðum og ofbeldisverkum hvarvetna í heim-
inum. Skiptir þar engu máli hvort almenn-
ingsálitið hefur verið þeim hliðhollt, eins og
varðandi innrás Sovétríkjanna í Tékkó-
slóvakíu 1968 og í Afghanistan áratug síðar,
eða hvort skiptar skoðanir hafa verið um mál-
ið, eins og varðandi loftárásir Bandaríkja-
manna á Líbýu 1986 eða nýafstaðnar loftárás-
ir á Júgóslavíu. Þá hafa þessi samtök alltaf
lagt áherslu á að ekki yrði skilið á milli barátt-
unnar gegn hernum á Keflavíkurflugvelli og
aðildar íslands að NATO.
En hverjar eru ástæðurnar fyrir hinni
hörðu NATO-andstöðu íslenskra friðar-
sinna? í fyrsta lagi ber á það að líta að her-
stöðin á Miðnesheiði er NATO-herstöð. Þrátt
fyrir aö þar liafi einkum þjónað bandarískir
hermenn, hafa t.d. flugsveitir frá öðrum
NATO-ríkjum einnig haft þar aðselur. Á
72