Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 84

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 84
Katrín Kristinsdóttir Að vera góður íslendingur er að vera sönn manneskja, trú köllun sinni í lífinu, hvar í heiminum sem við búum Ólafía Jóhannsdóttir14. Þá fórum við að skilja. Þetta kalla ég þjóðrækni, þetta er það sem all- ir eiga að hafa í huga, að gera þjóðflokki sín- um sóma, gagn, það eru verkin sem tala, sem lifa um aldir alda. Eg og margir fleiri hafa gagn og ánægju af verkum þessa fólks hvar í heiminum sem þeir hafa búið. Minnismerki Ólafíu er ekki reist á íslandi, það er langt frá hennar föðurlandi, ég veit ekki til að íslend- ingar hafi reist henni minnisvarða, heldur er ekki örgrannt að landar hennar hafi bara gjört gys að henni þegar hún var að reyna að útbreiða sitt góða starf heima. Ég kynntist konu í New York sem er að gera svo mikið líknarstarf þar að ég hefði ekki getað trúað því ef ég hefði ekki reynt það sjálf. Svoleiðis var, að ég var að senda kistu til íslands og þeir góðu herrar vildu ekki eiga neitt við það nema ég komi daginn áður en skipið færi, en ég var að fljúga heim næsta dag og þekkti engann. En af hendingu hitti ég þessa konu um kvöldið og hún segir: „Þú mátt nefna nafn mitt og vittu hvað þeir segja.“ Ég flýtti mér ofan eftir og segi: „Mrs Camp sagði mér að þið munduð sjá um kistuna mína.“ Ó þeir voru allir eitt bros og sögðu það væri besta konan sem til er í New York, og kistan kom með bestu skilum til Reykja- víkur. Þessi kona er að gera líknarstarf eins og Ólafía. Þetta er fólk sem er fullt af kærleika til annarra, langt í burtu frá sínu föðurlandi. Ólafía er fræg á Norðurlöndum, en Vilhjálm- ur Stefánson er frægur um allan heim. Að vera góður íslendingur er að vera sönn mann- eskja, trú köllun sinni í lífinu, hvar í heimin- um sem við búum. Verið þið blessaðar og sælar og ég bið ykk- ur fyrirgefa þetta skrif, ykkar einlæg. Dóra Thorsteinson Kœru konur. 22. apríl 1953 Frænka mín minntist á það við mig að þið væruð oft að spyrja um mig og hugsa til mín. Þetta þykir mér sérstaklega vænt um, því ég met það mest af öllu að hugsa vel til fólks. Máttur hugsananna hefur meiri kraft en margur hyggur, og þess vegna þykir mér vænt um, því ég veit að þið hafið góðar hugsanir til mín. Kæra þökk. ... Jæja, einhver sagði mér að það hefði verið sagt, að hér á ströndinni þyrfti maður ekkert annað en að rétta hend- ina út um glugga þá gæti maður náð í öll þau aldin sem maður vildi. Ég fyrir mitt leyti trúi ekki að nokkur Islendingur leggi trúnað á þetta, þið íslendingar eruð svo gáfað fólk, ég veit að þið yfirleitt trúið ekki þessu. Sannleik- urinn er þetta að hér vaxa aldin en það verð- ur mikið fyrir því að hafa að ná góðum ár- angri. Ég þekki þýskt fólk þar sem að konurn- ar vinna út í garði frá kl. 6 til í myrkri á kvöld- in. Svo talaði ég við Pólverja famíliu urn dag- inn, ég spurði konuna: „Verðuru ekki þreytt að vinna svona langan vinnutíma?“ „Nei, nei,“ segir hún, „veðrið er svo gott.“ „Er ekki gott veður í Póllandi?“ sagði ég. „Stundum," segir hún, „en ég kom frá Síberíu.“ Ég bað guð að hjálpa mér og fór að verða forvitin og langaði að spyrja og spyrja. Svo ég segi: „Er ekki voðalegt að vera þar,?“ „Nokkuð svo“ segir hún. „Hvernig er það, gastu nokkuð lát- ið vaxa þar?“ „Já“, segir hún, „ég byrjaði plönturnar mínar inni því sumarið er stutt en heitt svona líkt og í Manitoba.“... Jæja, annars er merkilegt hvað þetta Mið- Evrópufólk er myndarlegt og duglegt. Það fær óræktað land, eftir 2-3 ár eru þetta orðin blómabú hjá því og mesta myndarfólk rnargt af því. ... þegar fólk er orðið gamalt þá flytur það hingað í góða veðrið frá austurfylkjunum, hefur þá lítil efni og svo er ellistyrkurinn svo því getur liðið vel, nerna hvað margir fá gikt hér í rigningunni og sólarleysinu á veturna og rakinn mikill. Þá er að segja frá mannfólkinu það er líka mikið öðruvísi en austar frá, lifir öðruvísi lífi, þetta er líka hafnarborg og mér er sagt að það sé af því að hér er allt svo frítt. Bjórstofur fyr- ir bæði konur og karla, en best að fara ekki lengra út í þau mál. En eftir mína reynslu og margt sem ég hefi séð mundi ég ráðleggja öll- um sem ,..15 nokkurn veginn að hlynna að sín- um og sínu umhverfi, því þótt við gæturn safn- að auði, sem auðvitað allir vona, þá ber allt að sama brunni. Þess hefi ég oft séð dærni að þegar maður er búinn að safna þá er rétt tími til að fara ofaní gröfina, og þið vitið hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.