Ný saga - 01.01.1999, Page 86
✓
Aðalsteinn Arni Baldursson
Erindi liðins tíma
IHITA KJARAMÁLAUMRÆÐUNNAR hefur
stundum verið haft á orði að tvær þjóðir
byggi þetta land, önnur rík en hin fátæk.
Það má líka greina á milli þeirra sem eiga sér
vísindi og fræði að daglegu viðfangsefni og
hinna sem standa utan fræðaheimsins og
koma lítt að því starfi sem þar fer fram. Áætla
má að viðhorfin séu eftir þessu mismunandi.
Fagfólk á sviði sagnfræði og félagsvísinda
hlýtur að hafa nokkuð aðra afstöðu til sagna-
ritunar en við hin sem frekar komum að sög-
unni sem áhugamáli eða jafnvel hreinni
neysluvöru í mynd kauptilboða og rað-
greiðslna. Það er ef til vill ástæða til þess að
spyrja hvort sagan standi okkur svo nærri sem
við viljum vera láta. Við erum gjörn á að tala
um okkur sem „bókaþjóð“ og skírskotum til
sögulegrar arfleifðar. Stundum er líka, því til
áréttingar, hampað tilkomumikilli tölfræði
um útgefna bókatitla á hvert mannsbarn. Allt
segir þetta þó lítið um raunverulegan áhuga
almennings á sagnfræði og viðleitni fræði-
manna til að halda til haga heimildum um for-
tíð okkar og koma henni á framfæri í aðgengi-
legu formi bóka og tímarita. Hugsanlega væri
frekar ástæða til að spyrja hvort áhugi fólks á
íslenskri sögu og sagnfræði hafi ekki farið
hraðminnkandi á liðnum árum og hvort sagn-
fræðin hafi ekki einangrast sem afkimi innan
þjóðmenningarinnar sem viðfangsefni fárra
manna. Samkeppni fjölmiðla af öllu tagi um
athygli fólks, ekki síst þeirra sem yngri eru,
hefur farið stöðugt harðnandi á liðnum árum
og framboð af afþreyingu er orðið áberandi.
Eitthvað verður undan að láta og frá þessari
vægðarlausu samkeppni komast ekki allir
sem sigurvegarar. Verður það hlutskipti bók-
arinnar og sögunnar að lúta í gras? Getum við
ætlað að í þeim nútíma sem við lifum líti fólk
til sögunnar sem áhugamáls og uppbyggilegr-
ar afþreyingar á sama hátt og forðum?
Sjálfsagt hættir okkur til nokkurrar bölsýni
þegar við lítum til þeirra aðstæðna sem bókin
og sagan eiga nú við að búa. Ég held samt að
alls ótímabært sé að lýsa yfir andláti íslenskr-
ar sagnfræði og ritmenningar. Þvert á móti
sýnist mér mikil gróska vera í íslenskum fræð-
um og menningu. Það eru ekki aðeins sagn-
fræðingar og annað fagfólk í íslenskum fræða-
heimi sem leitast við að tryggja hlut íslenskr-
ar sögu og þjóðararfleifðar því almenningur
virðist hafa engu minni áhuga en forðum á
efni um sögu sína og menningu. Þannig hafa
einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki í vax-
andi mæli axlað hluta þeirrar ábyrgðar að
halda til haga þjóðarsögunni og heimildum
um hana. Æviminningar skipa jafnan drjúgan
hluta jólalesningarinnar og stórafmæli og
önnur tímamót hafa orðið félagasamtökum
og fyrirtækjum tilefni til að láta taka saman
sögu sína til útgáfu. Það leynist saga í geng-
inni ævi og löngu starfi. Almenningur deilir
þeim áhuga með fræðimönnum að vilja skoða
þá sögu og halda henni til haga. Bilið á milli
fræðasamfélagsins og veruleikans þar fyrir
utan er ef til vill ekki eins breitt og í fyrstu
kann að sýnast og óbrúanlegt er það alls ekki.
Ekki verður samt fram hjá því litið að ým-
islegt skilur á milli fræðimannsins og leik-
mannsins. Fræðimaðurinn þekkir viðfangs-
efni sitt, veit hvar bera verður næst niður í
rannsóknum, er vel að sér um notkun heim-
ilda og býr yfir aðferðum sem gera honum
mögulegt að lesa það úl úr gögnum sem okk-
ur leikmönnum er hulið. Gjarnan hefur hann
það líka í sínu valdi að ákveða hvað ber að
rannsaka og skrifa um. Hann er dálítið eins
og konungur í ríki sínu. Hlutirnir horfa öðru-
84