Ný saga - 01.01.1999, Side 90

Ný saga - 01.01.1999, Side 90
✓ Aðalsteinn Arni Baldursson sem liðinn er frá því fyrstu félög verkafólks litu dagsins ljós. Ásýnd atvinnulífsins hefur einnig breyst; í stað kaupmannafyrirtækjanna gömlu, sem fengust við allt á milli himins og jarðar (þótt vafalítið þætti starfsemi þeirra með fábrotnasta lagi í dag) hafa komið ný og sérhæfð fyrirtæki sem haslað hafa sér völl í mismunandi atvinnugreinum. Tækninýjungar og tilkoma nýrra atvinnugreina hafa einnig orðið til að greina á milli hópa félagsmanna í stéttarfélögunum með því að störfin hafa breyst. Allt hangir hér saman; nýjungar, tækni- legs eðlis eða af annarri rót, hafa leitt til meiri og minni breytinga í atvinnulífi bæjarins og félagasamtökum þess. Mynd 2. Félagar í Verkalýðs- félagi Húsavíkur við aðgerð á fiski fyrr á öldinni. „Forfeður okkar sem mörkuðu sporin mega ekki gleymast. Það er okkar að varðveita sögu þeirra og koma henni á framfæri við komandi kynslóðir". En saga verkalýðshreyfingar er ekki að- eins saga skipulegra félagasamtaka og starfs þeirra. Öðrum þræði hlýtur hún einnig að vera saga vinnunnar, atvinnulífsins og að nokkru fyrirtækjanna. Hún fléttast einnig saman við sögu stjórnmála, stjórnmálahreyf- inga og bæjarstjórnarmála. Eitt af því sem sennilega verður talið meðal helstu sérkenna á sögu húsvískrar verkalýðshreyfingar er þátttaka hennar í atvinnustarfsemi á vegum bæjarins. Að þeim málum komu stéttarfélög- in sem einn megin burðarás á móti atvinnu- fyrirtækjum í bænum og bæjaryfirvöldum. Þótt vitað væri að angar verkalýðshreyfingar- innar á Húsavík hefðu allt frá fyrstu tíð teygst víða þá var það kannski ekki nema fáum ein- um af hinum eldri félagsmönnum sem ljóst var hve margslungin saga hreyfingarinnar var og hve þáttur hennar var í raun ríkur, ekki að- eins á sviði kjaramála og verkalýðsmála, held- ur einnig á vettvangi atvinnulífs og í stjórn- málum. Stundum voru þessi áhrif augljós og bein, slundum óljósari en greinanleg samt. Ásamt því að vera atkvæðamikill aðiii í sinni heimabyggð þá hafa stéttarfélögin, eins og þorpssamfélagið allt á Húsavík, verið und- irorpin margvíslegum ytri áhrifum. Félög launafólks eru hluti stærri félagshreyfingar: heildarsamtaka, svæðasambanda og sérsam- banda. Vöxtur heildarsamtaka launafólks, ekki síst pólitískir vaxtarverkir verkalýðs- hreyfingarinnar, hafa oftar en ekki orðið til að skipa málum innan lítilla félaga í fjarlæg- um byggðum sem og í stjórnmálalífi staðanna. Svipaða sögu er að segja af landsmálayfir- völdum; á stundum hefur stefna þeirra í efna- hags-, atvinnu- og félagsmálum haft veruleg áhrif á þróun atvinnulífs þorpa og bæja úti um land og léð starfi, stefnu og skipulagi félaga- samtaka atvinnulífsins, þ.e. félögum launa- fólks og atvinnurekenda, nýja ásýnd. Loks skal ekki líta fram hjá þætti íslenskrar nátt- úru, en sennilega voru þau áhrif sem árstíð- irnar höfðu á vöxt og viðgang allrar atvinnu- starfsemi og launavinnu einna mest og vörðu lengst. Hinn ytri rammi var ekkert síður flók- inn og margbrotinn en sú mynd sem greina mátti innan hans. Öllum þessum þáttum vildum við gefa gaum svo að sem skýrust mynd fengist af þró- un verkalýðshreyfingar og atvinnulífs á Húsa- vík og samhengi einstakra þátta sögunnar og atburðarás yrði sem ljósust. Það sem við sáum ekki fyrir var á hve mikið umfang slíkt sjónar- horn kallar. Við hugsuðum okkur eitt bindi sem tæki höfund tvö ár að taka saman. Á end- anum urðu bindin þrjú og árin fimm. Ásamt því að vera saga sjálfra stéttarfélag- anna þá varð sú saga sem Verkalýðsfélag Húsavíkur gaf út ekkert síður saga verkalýðs- hreyfingarinnar á staðnum í víðari skilningi, atvinnulífs og stjórnmála. Hugmyndin að því að svo margbrotin saga væri skrifuð var á kreiki allt frá fyrstu tíð en var síðar útfærð nánar á fundum ritnefndar og í meðförum höfundar. Ritnefndin var skipuð með það að leiðarljósi að í henni færu saman reynsla heimamannsins og þekking á staðháttum og 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.