Ný saga - 01.01.1999, Page 92

Ný saga - 01.01.1999, Page 92
Aðalsteinn Árni Baldursson meginstarf snýr að baráttunni fyrir bættum kjörum launafólks, almennri velferð og rétt- látara þjóðfélagi. Að markmiðum sínum hafa þau sótt á tvennum vígstöðvum, á vinnumark- aðinum og á vettvangi stjórnmálanna. Þeim var aldrei ætlað að vera menningarfélög, þótt mörg þeirra hafi alla tíð sinnt menningarleg- um málefnum ásamt sínum meginverkefnum. En eins og ég nefndi hér að framan þá er tím- inn þeirrar náttúru að hann skapar sögu og býr til menningararfleifð. Og félag sem hátt í heila öld hefur starfað að hagsmunamálum félagsmanna sinna, tekið ríkan þátt í upp- byggingu byggðar og atvinnu, slíkt félag á mikla sögu. Þannig hefur tíminn búið félaginu nýjar skyldur og ný verkefni sem leggjast við hin upphaflegu stefnumið og meginstarf: Að standa vörð um sögu sína og gera hana að- gengilega félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á sögu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar og þróun atvinnulífs. Sú staðreynd að stöðugt fleiri stéttarfélög hafa ráðist í út- gáfu sögu sinnar og enn önnur eru með þess háttar fyrirætlanir á prjónunum endurspeglar ekki aðeins sagnfræðilegan áhuga félags- manna þeirra heldur einnig að hinar nýju skyldur eru þeim fullljósar. Þetta snýst þó ekki aðeins unt einberan sagnfræðilegan áhuga eða menningarlegar skyldur. Þótt verkalýðssaga sé ekkert einka- mál launafólks eða stéttarfélaga þá eru það engin undur að þeim sé frekar en öðrum í mun að rannsóknum á sögu þjóðfélagsstétt- anna, samtaka þeirra og atvinnulífsins sé sinnt. Ef til vill er það frekar nú en oft áður að stéttarfélögum og hreyfingu launafólks er þörf á að saga íslenskar verkalýðshreyfingar sé tekin saman, að hún verði þýðingarmikill þáttur í starfi þeirra og hornsteinn nýrrar framtíðarsýnar. Eg nefndi það hér á undan að það væri í sögunni sem hugsjónirnar, stefnu- málin og baráttan eru geymd. Þar geymist skilningur á og vegvísar að starfi okkar í dag. Þegar við nú, við aldaskil, lítum til baka get- um við með vissu sagt að starf verkalýðs- hreyfingarinnar hafi skilað okkur fram á við, hreyfingin hafi verið í stöðugri sókn, hún hafi eflst og félög hennar styrkst. En við horfum einnig inn í mjög óvissa framtíð. Við getum ekki gengið að því vísu að sóknin verði áber- andi eða að styrkurinn muni aldrei bresta. ís- lensk verkalýðshreyfing stendur sterk í dag og það gera líka stéttarfélög hjá frændþjóðum okkar annars staðar á Norðurlöndunr. En leynist vísir að því sem koma skal í þeirri þró- un sem orðið hefur í öðrum löndum Evrópu þar sem stéttarfélögin hafa kiknað undan þungri sókn langvarandi atvinnuleysis, efna- hagsstefnu sem lítt byggir á sjónarmiðum fé- lagshyggju og samfélagslegs réttlætis og loks viðleitni fyrirtækja til að rjúfa þau tengsl sem eru á milli launafólks og félaga þess með margvíslegri endurskipulagningu og hagræð- ingu? Verður það hlutskipti íslenskra stéttar- félaga á nýrri öld að snúast til varnar tilveru- rétti sínum, að fá að starfa í þágu félagslegra hagsmuna og verja einstaklingana því hlut- skipti að standa einir og án samstöðunnar að samningum við fyrirtækin um laun og starfs- kjör? Hver yrði samningsstaða einstaklings- ins á vinnumarkaði þar sem ekki er lengur stoð í starfi stéttarfélaga eða þau jafnvel ekki lengur til? A undanförnum árum hefur vinnumarkað- ur í löndum Evrópu tekið stakkaskiptum og sú þróun stendur enn. Hvert stefnir í þeini efnum er ógerlegt að segja, aðeins að váboð- ar leynast í hlutskipti félagasamtaka launa- fólks víða í Evrópu. Á tímum sem þessum er íslenskri verkalýðshreyfingu þörf á leiðar- ljósi. Auðvitað getur sagan ein aldrei orðið sá vörðusteinn sem mótar starf og stefnu hreyf- ingarinnar og félaganna. Skilningur á samtím- anurn og skýr hugmynd unt hvert stefnir vega ekki síður þungt. En saga félaganna gegnir hér mikilvægu hlutverki. Þar er kjölfestuna að finna, þar liggja leyndardómarnir að því starfi sem unnið hefur verið og þar er að finna þá vegvísa til framtíðar sem traustastir standa. Kannski að með útgáfu á sögu húsvískrar verkalýðshreyfingar hafi Verkalýðsfélag Húsa- víkur aðeins verið að svara kalli þeirra tíma sem við nú lifum, hvað sem öðrum sjónarmið- um líður? Kannski má líta á útgáfuna sem lið í að árétta hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í uppbyggingu íslensks þjóðfélags á öldinni sem er að líða og staðfestingu á þeim ásetn- ingi að það verði eigi minna og byggi á sömu sjónarmiðum félagslegrar ábyrgðar og rétt- lætis á því árþúsundi sem senn gengur í garð? 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.