Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 93

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 93
✓ / Armann Jakobsson og Asdís Egilsdóttir Er Oddaverjaþætti treystandi? y «r F ÞORLÁKSSÖGU HELGA eru til tvær M l‘ll megingerðir.1 Lengi var talið að mun- 7----B-ur þeirra væri óverulegur og fælist einkum í breyttu orðalagi. Árið 1968 færði Jón Böðvarsson aftur á móti rök fyrir því að sögurnar væru hvor annarri ólíkar í grund- vallaratriðum og væri hvor skrifuð undir sinni ritstjórnarstefnu. Aðalmunurinn á gerðunum er Oddaverjaþáttur. Jón taldi að hann ætti sér skýran stað innan B-gerðar og væri liður í nreðvitaðri endurskoðun sögunnar. B-gerð væri því nánast önnur saga en A-gerð.2 Jón dró fram veigamikil rök til að styðja þessa tilgátu. Hann benti á að í A-gerð væri mikil áhersla lögð á samband Þorláks og Oddaverja. Eyjólfur Sæmundarson væri lof- aður sem eins konar andlegur faðir Þorláks, Jóni Loftssyni væri sýnd mikil virðing og sér- stakt kapp væri lagt á að lofa Pál byskup. I B- gerð væri aftur á móti dregið úr öllu þessu, í Oddaverjaþætti væri dregin fram önnur mynd af Jóni og sonur hans, fólið Þorsteinn, bættist við. Eins telur Jón að minna sé gert úr veru Þorláks í Kirkjubæ með Bjarnhéðni en Þykkvabæ og eins sé ekki sagt að Ögmundur ábóti á Helgafelli sé skörungur. Þetta telur Jón Böðvarsson benda til að höfundur B- gerðar sé kanúki en í Kirkjubæ var hins vegar nrunkalaustur af Benediktsreglu og í Helga- felli var ekki algjörlega farið eftir kanónísk- um rétti í fyrstu. I B-gerð sé ekki sagt berum orðum að Þorlákur hafi verið undir löglegum vígslualdri þegar hann tók vígslur en þar sé á hinn bóginn sagt frá bréfum erkibyskups um staðamál sem ekki sé getið í A-gerð. Þetta fari heim við það að B-gerð felli allt niður sem lúti að áhrifum leikra á kirkju.3 Jón Böðvarsson nefnir þann möguleika að höfundur B-gerðar Þorlákssögu hafi ekki haft A-gerð við höndina og hann telur muninn á gerðunum benda til að sú yngri sé samin á dögum Árna byskups Þorlákssonar. Deila má urn hversu þungvæg þau atriði sem munar á sögunum séu, þar eru í mörgum tilvikum smá- atriði á ferð sem ekki þurfa endilega að sýna meðvitaða ritstjórnarstefnu. Óhætt virðist hins vegar að taka undir höfuðniðurstöðu Jóns, að yngri gerðin sýni þess nrerki að vera sett sanran á dögurn Árna byskups Þorláks- sonar og staðamála hinna síðari og í því megi skilja áherslu hennar á staðamál. En hver er niðurstaða Jóns um heimildar- gildi gerðanna tveggja? Urn A-gerð segir hann: „Eldri sagan er eflaust sönn persónu- lýsing. En réttu máli virðist vísvitandi hallað á þann hátt að geta ekki sumra atriða og at- burða, sem meginmáli skipta. Stefnu Þorláks í kirkjumálum er leynt, þótt staðamál væru mikilvægustu stjórnmálaátök 13. aldar.“4 Hann tekur undir þá niðurstöðu Finns Jóns- sonar að frásögn B-gerðar sýni mun rækilegri þekkingu á efninu. í bæði A- og B-gerð sé eitthvað fellt úr hinni uppliaflegu gerð sög- unnar sem Jón gerir raunar ekki skýra grein fyrir hvernig líti þá út. Sérstaklega er tekið til þess að öllu sem við kemur staðamálum fyrri sé „sleppt'1 úr A-gerð en á móti felli B-gerð út allt sem við kemur áhrifum leikmanna á kirkjustjórn. Urn þetta hafa allir fræðimenn síðan verið á einu máli. Jón Helgason segir um átökin í Oddaverjaþætti: „Þrátt fyrir að þessar átaka- lýsingar beri merki þess að vera settar á svið af höfundi með mikla leikræna hæfileika er í þeim slíkt ríkidæmi smáatriða að eðlilegt er að draga þá ályktun að höfundurinn hafi þekkt fróða heimildarmenn."5 Jónas Krist- jánsson tekur undir þetta og segir um staða- mál fyrri: „Þessu vandhæfa efni var því af skiljanlegum ástæðum sleppt í hinni elztu Óhætt virðist hins vegar að taka undir höfuðniðurstöðu Jóns, að yngri gerðin sýni þess merki að vera sett saman á dögum Árna byskups Þorlákssonar og staðamála hinna síðari og í því megi skilja áherslu hennar á staðamái 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.