Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 93
✓ /
Armann Jakobsson og Asdís Egilsdóttir
Er Oddaverjaþætti
treystandi?
y «r F ÞORLÁKSSÖGU HELGA eru til tvær
M l‘ll megingerðir.1 Lengi var talið að mun-
7----B-ur þeirra væri óverulegur og fælist
einkum í breyttu orðalagi. Árið 1968 færði
Jón Böðvarsson aftur á móti rök fyrir því að
sögurnar væru hvor annarri ólíkar í grund-
vallaratriðum og væri hvor skrifuð undir sinni
ritstjórnarstefnu. Aðalmunurinn á gerðunum
er Oddaverjaþáttur. Jón taldi að hann ætti sér
skýran stað innan B-gerðar og væri liður í
nreðvitaðri endurskoðun sögunnar. B-gerð
væri því nánast önnur saga en A-gerð.2
Jón dró fram veigamikil rök til að styðja
þessa tilgátu. Hann benti á að í A-gerð væri
mikil áhersla lögð á samband Þorláks og
Oddaverja. Eyjólfur Sæmundarson væri lof-
aður sem eins konar andlegur faðir Þorláks,
Jóni Loftssyni væri sýnd mikil virðing og sér-
stakt kapp væri lagt á að lofa Pál byskup. I B-
gerð væri aftur á móti dregið úr öllu þessu, í
Oddaverjaþætti væri dregin fram önnur mynd
af Jóni og sonur hans, fólið Þorsteinn, bættist
við. Eins telur Jón að minna sé gert úr veru
Þorláks í Kirkjubæ með Bjarnhéðni en
Þykkvabæ og eins sé ekki sagt að Ögmundur
ábóti á Helgafelli sé skörungur. Þetta telur
Jón Böðvarsson benda til að höfundur B-
gerðar sé kanúki en í Kirkjubæ var hins vegar
nrunkalaustur af Benediktsreglu og í Helga-
felli var ekki algjörlega farið eftir kanónísk-
um rétti í fyrstu. I B-gerð sé ekki sagt berum
orðum að Þorlákur hafi verið undir löglegum
vígslualdri þegar hann tók vígslur en þar sé á
hinn bóginn sagt frá bréfum erkibyskups um
staðamál sem ekki sé getið í A-gerð. Þetta
fari heim við það að B-gerð felli allt niður
sem lúti að áhrifum leikra á kirkju.3
Jón Böðvarsson nefnir þann möguleika að
höfundur B-gerðar Þorlákssögu hafi ekki haft
A-gerð við höndina og hann telur muninn á
gerðunum benda til að sú yngri sé samin á
dögum Árna byskups Þorlákssonar. Deila má
urn hversu þungvæg þau atriði sem munar á
sögunum séu, þar eru í mörgum tilvikum smá-
atriði á ferð sem ekki þurfa endilega að sýna
meðvitaða ritstjórnarstefnu. Óhætt virðist
hins vegar að taka undir höfuðniðurstöðu
Jóns, að yngri gerðin sýni þess nrerki að vera
sett sanran á dögurn Árna byskups Þorláks-
sonar og staðamála hinna síðari og í því megi
skilja áherslu hennar á staðamál.
En hver er niðurstaða Jóns um heimildar-
gildi gerðanna tveggja? Urn A-gerð segir
hann: „Eldri sagan er eflaust sönn persónu-
lýsing. En réttu máli virðist vísvitandi hallað á
þann hátt að geta ekki sumra atriða og at-
burða, sem meginmáli skipta. Stefnu Þorláks
í kirkjumálum er leynt, þótt staðamál væru
mikilvægustu stjórnmálaátök 13. aldar.“4
Hann tekur undir þá niðurstöðu Finns Jóns-
sonar að frásögn B-gerðar sýni mun rækilegri
þekkingu á efninu. í bæði A- og B-gerð sé
eitthvað fellt úr hinni uppliaflegu gerð sög-
unnar sem Jón gerir raunar ekki skýra grein
fyrir hvernig líti þá út. Sérstaklega er tekið til
þess að öllu sem við kemur staðamálum fyrri
sé „sleppt'1 úr A-gerð en á móti felli B-gerð út
allt sem við kemur áhrifum leikmanna á
kirkjustjórn.
Urn þetta hafa allir fræðimenn síðan verið
á einu máli. Jón Helgason segir um átökin í
Oddaverjaþætti: „Þrátt fyrir að þessar átaka-
lýsingar beri merki þess að vera settar á svið
af höfundi með mikla leikræna hæfileika er í
þeim slíkt ríkidæmi smáatriða að eðlilegt er
að draga þá ályktun að höfundurinn hafi
þekkt fróða heimildarmenn."5 Jónas Krist-
jánsson tekur undir þetta og segir um staða-
mál fyrri: „Þessu vandhæfa efni var því af
skiljanlegum ástæðum sleppt í hinni elztu
Óhætt virðist
hins vegar
að taka undir
höfuðniðurstöðu
Jóns, að yngri
gerðin sýni
þess merki að
vera sett
saman á dögum
Árna byskups
Þorlákssonar
og staðamála
hinna síðari og
í því megi skilja
áherslu hennar
á staðamái
91