Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 95
Er Oddaverjaþætti treystandi?
yfir stað og stund og á þetta bæði við um sög-
una sjálfa og jarteinirnar. I sögunni er Þorlák-
ur nánast einn á sviðinu en lítið ber á sam-
starfsmönnum hans eða íslenskum höfðingj-
um þó að vísu séu höfðingjar af ætt Odda-
verja og Haukdæla nefndir. Ekki er þannig
greint frá deilurn Slurlu Þórðarsonar og Páls
Sölvasonar sem lýst er í Sturlusögu og Þorlák-
ur kemur þar við. Þorlákur hefur sem dýrling-
ur alrnenn einkenni en rninna ber á sérkenn-
um í fari hans.12
Áberandi er hve oft er talað urn „menn“ í
Þorlákssögu í stað þess að nefna nöfn og má
það heita almennt stíleinkenni á sögunni.
Þorlákur er námfús á unga aldri, svo að
„mörgum vitrum mönnum“ fundust orð um.13
Það eru ónefndir „margir vitrir menn“ sem
sjá að Þorlákur er til margra stórra hlula fall-
inn en ónefndir „frændur“ sem fá Þorlák til
að biðja ónefndrar ekkju.14 Þegar Þorlákur er
í Kirkjubæ er „vitra manna mál“ að þar megi
finna mann sem gæti valdið hinum mesta
vanda.15 Þegar Þorlákur er ábóti í Veri „fundu
það rnargir menn að þar var til mikils góðs að
sjá er hann var“ en þó að rnargt sé þá þegar til
vitnis um kraft hans „fóru vitrir menn varlega
meðr þeirri umræðu að kalla það berar jar-
teinir“.16 Og þegar Þorlákur snýr heim til ís-
lands vígður byskup eru „menn ... stórlega
fegnir hans til komu“.17 Engin nöfn eru nefnd
nema í undantekningartilvikum. Það þarf
ekki að nefna nöfn til vitnis urn ágæti Þorláks,
sagan lætur sér nægja að tala um „menn“.
Þetta gildir ekki aðeins um vini Þorláks. Þeg-
ar Þorlákur er kjörinn byskup hefur hann sig
lítt í frammi en „rnargir voru aðrir fjölorðir,
þeir er þessi stórmæli horfðu miður til handa
en honum“.18 Ekki þykir ástæða að nefna
hverjir eiga þarna í hlut. Eins er með þá sem
ekki láta sér segjast og láta af syndum sínum
þó að byskupinn sjálfur ávíti þá, hann „for-
boðaði... suma en bannsetti suma“.19
En þó að A-gerð tali þannig um „menn“ og
„suma“ og „aðra“ en nefni engan kemur þó
allt fram sem merkast þykir í ævi og störfum
Þorláks. Þannig kernur þar skýrt frarn að Þor-
lákur fylgdi harðari reglu í hjúskaparmálum
en aðrir byskupar og sama á við um aðra ný-
skipan Þorláks, tíunduð eru örlæti hans við
fátæka, iðjusemi hans við bænir og messu-
f eput.hjqur 'ímútwUöirhogu.
inrii c juii Ttel uujirti*.htiun foijiEj
anytkdtnm liptiliUhi' '' Ad. ji
A cttþoilaht byi ')ú' ljttfði
’jjn uctr nr ttali íimihminht
v i úm íumnvtreprrimtípiflifeöítcr.
^ liout f'úti uiii lontiiginijif fflnð-Tnlrljim6-:
fliniugflrftutiajTlli. |wi itto Jwt íjgmítt'’...
omtf fon mikiHíjflmtr ni ap'ivtlldar tnrantíit. auh
1 tijt ?fmilttu-Atiti ijitt ffjit Vmt'Mrt
m t''.tiitl; VK’ tir houtn tniHv. þm' lara klmiuitjtA.
bti hithnht hp 15 nl mirú ftli Min mmgmin qmr
? brit' jtam itobOiap Ijut rtiilniifcúlipPlih &tn If,
. Ijiitib Úht tmlí ftrrMAUö nr hntnut nlktrHlunr,oJi|
‘ •'luHuiit jr 1 fmn líjiíivvmi.Btgnrttz tttít pu þwnt-s
fífagbir'-r TiutiibiJ m tmbitii fcr juu (rm K Utiþbt-'
. m-j'nrtiiugii íiaUtitt- fttli' í&'fiiitpttr ? ymmnr ’
pbflr- Bji fujj&t rtrílfijirttt fuiljf ptrtúftguríjm 1
1 tfdUii auhf ny)mi. vrf-onm tótm?hntoqU
fTíutxViúninrtr ? prtptni nfaítfl rfrtíoninibyE.
írtntu hobtr e fhijmr tlþminartoöii.ximl
flfl.t ýnfttmifl stiri 7 hrptm jmpn bphjcmftnÍ
ttt nibjit :tr jiuntl þtii fitiiifl rpirnbi 1 iioirni'jf
]n gnngir Er p n mr.
söng. Ekki er því við því að búast að í umfjöll-
un um hjónabandsbrot séu einstök dæmi
nefnd. í 15. kafla segir að Þorlákur hafi stutt
við hjónabandið „en lagði þeim mönnurn
þunga hluti á hendur í fégjöldum og skriftum
er af því brugðu stórum.“ Einnig er sagt að
Þorlákur „rauf þau ráð öll á sínum dögum
sem hann vissi að ólögum ráðin vera, hvort
sem hlut áttu í rneiri menn eða minni. Eigi
varð hann við suma menn né höfðingja með
öllu samhuga því að hann samþykkti það eitt
við þá er vel santdi.“20 Engin nöfn eru nefnd
en annarstaðar í sögunni er þess getið að Þor-
lákur hafi haft þunga skapraun af systrum sín-
um, Eyvöru og Ragnheiði, en sú síðarnefnda
var frilla Jóns Loftssonar. Á hinn bóginn er
ekkert minnst á Bæjar-Högna mál sem fyrir
utan Oddaverjaþátt eru nefnd í Sturlungu.
Mynd 1.
Blaðsíða úr handriti
af Þorlákssögu
helga, AM 383 4to.
93