Ný saga - 01.01.1999, Síða 96

Ný saga - 01.01.1999, Síða 96
/ / t Armann Jakobsson og Asdís Egilsdóttir Hér er greini- lega ætlunin að skapa nýja dýrlingsmynd af Þorláki. Hann er ekki lengur aðeins kirkjuhöfðingi heldur einnig píslarvottur, eins og aðrir helgir byskupar sem fylgdu eftir kirkju- rétti og voru ofsóttir fyrir Mynd 2. Altarisklæði frá Hólum með myndum þriggja íslenskra dýrlinga. Heilagur Þorlákur er lengst til hægri. Hinir eru Jón biskup Ögmundar- son og Guðmundur góði. Augljóslega mun þó átt við þau líka þegar rætt er um „suma menn“ og „höfðingja" sem Þorlákur var ekki samhuga við, ekki síður en frillulífi Jóns Loftssonar. í ljósi þessara hugmynda- og stíleinkenna A-gerðar Þorlákssögu virðist heldur langsótt að halda að þannig sé sagt frá deilum Þorláks við höfðingja til þess að hlífa Jóni Loftssyni. Þegar A-gerð Þorlákssögu er rituð hefur hegðun Jóns verið öllum kunn og ekki til neins að þegja yfir henni. Enda er það ekki gert, samviskusamlega er greint frá deilum Þorláks við höfðingja út af hjúskaparbrotum og engin fjöður dregin yfir það. Það er ósennilegt að þessi háttur hefði verið hafður á ef ætlunin hefði verið að sýna Jóni og syni hans og Ragnheiðar, Páli byskupi, sérstaka tillitssemi. Á hinn bóginn eru engin nöfn nefnd enda er það ekki háttur A-gerðar Þor- lákssögu, sama hverjir eiga í hlut. Heimildargildi Oddaverjaþáttar Auk Oddaverjaþáttar er það einkum formáli B-gerðar sem munar frá A-gerð. Bæði þar og í formála Oddaverjaþáttar er tekið sérstak- lega fram að „í fornum framburði sögunn- ar“21 hafi ekki næg áhersla verið lögð á það mótlæti sem Þorlákur byskup hafi orðið að þola í embætti. Eins og Jón Böðvarsson benti á og t.d. Sverrir Tómasson hefur tekið undir eru þessi formálsorð skýrastur vitnisburður um nýja ritstjórnarstefnu B-gerðar Þorláks- sögu. Formáli Oddaverjaþáttar hefst á þessa leið: MéZZEEgáÁmm En sakir þess að greint er nokkuð af sælu siðferði þessa blessaða byskups og ei síður af hans byskuplegri röksemd með heilagri hófsemd, því er vel fallið þessu næst að með eiginlegu máli og atburðum heyrist þeir vottar er það prófa hversu maklegur Þorlákur var að bera hirðisnafnið og reikn- ast eilíflega milli þeirra byskupa er fram fylgdu lögum almáttugs guðs í fremsta megni og eigi hlífðu heldur sjálfs síns lík- ama undan ofsóknarsverði, þó að guð er öll hefir völdin skipi bæði fyrir sína ásján rosas og lilia, sér lil lofs og dýrðar.22 Hér er greinilega ætlunin að skapa nýja dýr- lingsmynd af Þorláki. Hann er ekki lengur að- eins kirkjuhöfðingi heldur einnig píslarvottur, eins og aðrir helgir byskupar sem fylgdu eftir kirkjurétti og voru ofsóttir fyrir. Aðaláherslan í Oddaverjaþætti verður síðan á tilraunir Þor- láks til að koma á nýjum siðum, í hjúskapar- málum og víðar. Frá þeim var einnig sagt í A- gerð en í B-gerð er aftur á rnóti lögð meiri áhersla á móllætið sem af þessu hlaust en urn það er lítt fjallað í A-gerð þó að fram komi að Þorlákur „bar þolinmæðlega meingerðir manna“.23 Þessi skýra hneigð B-gerðarinnar verður fyrst á vegi þess sem hyggst skera úr um heirn- ildargildi B-gerðar og Oddaverjaþáttar. Jón Böðvarsson sýndi fram á að hún hefði áhrif á frásögnina þó að bæði hann og aðrir hafi eft- ir sem áður talið B-gerð betri heimild en A- gerð. Annað sem huga þarf að í því sambandi er aldur sögunnar en það hefur nokkuð farist hjá hingað til. Það er ólíklegra að nrenn kom- ist upp með rangfærslur í samtíðarsögu en sögu sem rituð er heilli öld síðar en atburðir gerðust og þeir eru hætlir að vera nrönnum í fersku minni. Flestir eru á einu máli um að A- gerð sé rituð skömmu eftir andlát Þorláks, B- gerð er hins vegar yngri, „talin samin eftir 1222 því að Sæmundar Jónssonar, Loftssonar, er þar minnst eins og hann sé látinn fyrir nokkru".24 Að mati Jóns Böðvarssonar er hún samin á dögurn Árna byskups Þorlákssonar.25 Samkvæmt því er hún rituð nær öld síðar en Þorlákur varð byskup og rýrir það eitt sér heimildargildi hennar verulega. Þessu lil stuðnings má benda á að í þællinum eru ýrnis stíleinkenni sem hafa þótt ungleg. Þar rná 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.