Ný saga - 01.01.1999, Page 101

Ný saga - 01.01.1999, Page 101
Er Oddaverjaþætti treystandi? Stefánsson, einn þeirra sem trúir frásögn Oddaverjaþáttar um staðamál, bendir rétti- lega á að ekkert hafi gerst: „Þótt [Þorlákur] krefðist óskoraðs forræðis fyrir kirkjum og kirknafé, fylgdi hann því í reynd ekki fastar fram en svo, að staða kirkjubænda breyttist ekki að ráði, þótt hann fengi kröfunr sínurn framgengt í orði kveðnu.“51 Þetta er hin sagn- fræðilega staðreynd, á hinn bóginn er Odda- verjaþáttur soðinn saman að frumkvæði Árna Þorlákssonar og lýsir eigin atferli hans en ekki Þorláks, aðeins er skipt urn nafn á bysk- upum. Þorlákur er þar vegna þess að hann er hinn helgi byskup og mestur stuðningur í honum. Einnig hefur mátt nýta sér fæð þeirra Jóns Loftssonar út af Ragnheiði byskupssyst- ur til að búa til deilu þeirra um yfirráð yfir Oddastað, áþekka raunverulegri deilu Árna og Oddaverja sem þá hefur staðið yfir. Þeir sent hafa viljað trúa Oddaverjaþætti þrátt fyrir þögn annarra heimilda hafa helst gripið til bréfs Eysteins erkibyskups til ís- lenskra höfðingja frá 1179 eða 1180 þar sem þeir eru hvattir til hlýðni við „boðorð“ Þor- láks byskups. Þau orð hafa verið túlkuð svo að hér víki byskup að staðamálum.52 Líklegra virðist að átt sé við skriftaboð Þorláks bysk- ups sem varðveist hafa.53 Sjö afrit af bréfum erkibyskups til íslendinga frá þessum árum eru varðveitt og er þar m.a. fjallað um kirkna- frið, vopnaburð og vígaferli klerka, hórdóm, munaðlífi og þeir eru áminntir sem taka kon- ur herfangi. Jón Loftsson og Gissur Hallsson eru sérstaklega áminntir fyrir „ohreinlife ... og kvenna far.“54 Staðamál eru hvergi nefnd, það þarf að lesa þau á milli línanna. Full ástæða hefði þó væntanlega verið til að geyma bréf Eysteins erkibyskups þess efnis. En þau eru ekki til. Oddaverjaþáttur er ótrúverðug heimild. Hann er ritaður allnokkru síðar en atburðirn- ir sem þar er greint frá gerðust. Þó er þar eigi að síður meira af beinni ræðu en í eldri sög- um. Þar er ekki fátt urn kraftaverk og sagan ber svipmót samtíma síns fremur en sögutím- ans. Ýrnsar staðhæfingar um menn og málefni fá ekki staðist frekari athugun. Eigi að síður hafa menn valið að telja hann trúverðugri heimild en A-gerð Þorlákssögu og hver fræði- maðurinn á fætur öðrurn hefur þulið sömu tuggu um að A-gerð þegi yfir einhverju sem síðan sé upplýst í B-gerð sögunnar og einkum í Oddaverjaþætti. Því rniður stendur Odda- verjaþáttur ekki undir því trausti. Gagnrýnin skoðun sýnir að heimildargildi hans ber að taka með miklum fyrirvara. Þá þarf jafnframt að endurmeta eðli og urnfang staðamála hinna fyrri. Tilvísanir 1 Þær eru oflast kallaðar A og B. A er talin eldri, rituð um aldamótin 1200. B-gerð er rituð seinna en 1220 en í raun- inni er ekki vitað hvenær á 13. öld hún er rituð þó að sterk rök hnígi til að hún sé e.t.v. frá ofanverðri öldinni. 2 Jón Böðvarsson, „Munur eldri og yngri gerðar Þorláks sögu“, Saga 6 (1968), bls. 81-94. 3 Sama rit, bls. 84-92. 4 Sama rit, bls. 93. 5 „Sk0nt disse sammenstód nok bærer præg af at være iscenesat af en forf. med dramatisk talent, runtmer de en sádan rigdom pá detaljer, at man má fá det indtryk at han har haft adgang til velunderrettede meddelere." Jón Helgason, „Þorláks saga helga." Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til reformationstid XX (Kaupmannahöfn, 1976), d. 388-90. 6 Jónas Kristjánsson, „Bókmenntasaga." Saga íslands II (Reykjavík, 1975), bls. 244. 7 Sverrir Tómasson, „Kristnar trúarbókmenntir í óbundnu máli“, íslensk bókmenntasaga I. Vésteinn Ólason rit- stýrði (Reykjavík, 1992), bls. 477. Á hinn bóginn er lat- ínutextinn sambærilegur við A-gerð Þorlákssögu en ólík- ur B-gerð þegar að því kentur að ræða deilumál. í latínu- textanum er hjá því sneitt að Þorlákur hafi átt við slíkan vanda að stríða og raunar gengið mun lengra í því en í A- gerð, til að ntynda í frásögn af því þegar Þorlákur tekur við staðarforráðum í Skálholti. 8 Sama rit, bls. 475. 9 Sjá t.d. Magnús Stefánsson, „Kirkjuvald eflist“, Saga ís- lands II (Reykjavík, 1975), bls. 96-104. 10 Jón Böðvarsson, „Munur eldri og yngri gerðar Þorláks sögu“, bls. 82. Hann nefnir þá fræðintenn í nntgr. 11 Sama ril, bls. 83. 12 Unt þetta veröur nánar fjallað í formála byskupasagnaút- gáfu Hins íslenska fornritafélags sem nú er senn á leið í útgáfu (16. bindi). 13 Byskupa sQgur. 2. hæfte. Jón Helgason gaf út. Editiones Arnamagnæane, ser. A, vol. 13,2 (Kaupmannahöfn, 1978), bls. 179. Undirrituð hafa samræmt stafsetningu til nútímahorfs hér og annarstaðar. 14 Sama rit, bls. 184. 15 Sama rit, bls. 187. 16 Sarna rit. bls. 193-94. Er þar meðal anrtars fjallað um kirknafrið, vopnaburð og vígaferli kierka, hórdóm, mun- aðlífi og þeir eru áminntir sem taka konur herfangi. Jón Loftsson og Gissur Hallsson eru sérstaklega áminntir fyrir „ohreinlife... og kvenna far“ Oddaverjaþáttur er ótrúverðug heimild. Hann er ritaður all- nokkru síðar en atburðirnir sem þar er greint frá gerðust 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.