Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 FA B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Gullostur Hvítmygluostur.Hvítmyglanereinnig inni í ostinum. Áhugaverður ostur með mildu bragði sem gott er að njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi ostur er einn af flaggskipunum í ostafjölskylduni frá MS. Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar ostasamlokur eða ostasnittur. Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is Ostabakki - antipasti Grillaðar paprikur, sól- eða ofn- þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin, hráskinka og þurrkaðar pylsur. Gullostur, gráðaostur með ferskri peru, blár Kastali. Steyptur villisveppaostur skorinn út í litla hringi. Maribóostur með kúmeni. Kryddað apríkósumauk. Baguette-brauð. Uppskriftina að kryddaða apríkósu- maukinu má finna á vefnum www.ostur.is Advice-hópurinn, sem mælti gegn samþykkt Icesave-laganna í að- draganda þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar á laugaradg, skorar á stjórn- völd að halda uppi vörnum í deilunni við Breta og Hollendinga og segir að niðurstaða kosninganna sé hvatning til þess. Fulltrúar hópsins neita því að þjóðin sé klofin eftir kosningarnar og segja úrslitin afgerandi. Advice boðaði til blaðamannafundar í Þjóð- menningarhúsinu í gær og þar kom fram að hópurinn hyggst blanda sér áfram í umræðuna um Icesave. Aðspurðir hvort hópurinn ætlaði sér frekari landvinninga í pólitík svöruðu fulltrúarnir neitandi. Hóp- urinn fagnaði því að þjóðin hefði fengið að taka upplýsta ákvörðun. Advice birti fjölda auglýsinga í að- draganda kosninganna. Full- trúarnir voru spurðir hver stæði straum af kostnaði af þeim og svör- uðu á þá leið að einstaklingar hefðu fjármagnað baráttuna alfarið með frjálsum framlögum. Alls hefðu um 7-8 milljónir safnast. Stjórnvöld haldi uppi vörnum í deilunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Nei Advice hópurinn fagnaði ákaft er fyrstu tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni voru ljósar. „Það er kannski nauðsynlegt að efna til víðtæk- ustu undir- skriftasöfnunar, sem nokkru sinni hefur verið efnt til á Íslandi til þess að knýja þessa ríkisstjórn frá,“ spyr Styrm- ir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, í leiðara á síðu Evrópuvakt- arinnar í gær. Styrmir segir að með þjóðar- atkvæðagreiðslunni hafi Ísland „tekið forystu meðal þjóða heims í baráttu fólks gegn alþjóðlegum fjármálamörkuðum, sem hafa leit- azt við að láta skattgreiðendur borga fyrir mistök fjármálamann- anna sjálfra og notið til þess stuðn- ings pólitískra forystumanna og annarra ráðandi afla í hverju land- inu á fætur öðru“. Hann segir að nú verði „horft til Íslands sem fyrirmyndar um það með hvaða hætti almenningur get- ur hrakið á brott þá, sem með ósvífnum hætti hafa reynt að þvinga alþýðu manna til þess að borga skuldir, sem þeim eru óvið- komandi. Það er ástæða til að óska íslenzku þjóðinni til hamingju með þessa niðurstöðu. Afkomendur þeirra, sem fyrir ellefu hundruð árum vildu ekki láta kúga sig í Noregi hafa sýnt hverrar gerðar þeir eru.“ Styrmir segir að ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna geti ekki setið áfram eins og ekkert hafi ískorist. Það megi þó ráða af fyrstu viðbrögðum oddvita stjórnarinnar að það hyggist þeir gera. Hann seg- ir að hafi oddvitar stjórnarinnar ekki frumkvæði að því að segja af sér verði þjóðin að reiða sig á að þingmenn í stjórnarflokkunum knýi fram afsögn og kosningar. Nauðsynlegt að safna undirskriftum gegn ríkisstjórninni? Styrmir Gunnarsson Áfram-hópurinn, sem studdi „já“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ice- save-lögin, hefur lokið störfum. Gengið verður frá uppgjöri styrkja og birtar niðurstöður um leið og verkefninu verður slitið formlega, að því er segir á heimasíðu hópsins. „Í nafni þjóðarhags er brýnt að dvelja hvorki við úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar né láta þau verða tilefni til enn frekari sundr- ungar. Nú þarf umfram allt sam- stöðu og fumlaust verklag til að vinna þjóðina áfram, út úr efna- hagsþrengingum og stöðnun,“ seg- ir í frétt á heimasíðu Áfram- hópsins. Áfram birtir uppgjör Morgunblaðið/Árni Sæberg Já Áfram-hópur bíður úrslitanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.