Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐANUmræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
MEÐAL EFNIS:
Páskamatur.
Sælkerauppskriftir.
Páskaskreytingar.
Ferðir innanlands.
Landsbyggðin um páskana.
Skíðasvæðin.
Viðburðir um páskana.
Sæla í sveitinni.
Börn og páskar.
Páskegg.
Merkilegir málshættir.
Trúin og fólkið.
Ásamt fullt af
spennandi efni.
Pás
kab
laði
ð
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. apríl.
Páskablaðið
SÉ
RB
LA
Ð
Morgunblaðið gefur út sérblað
tileinkað páskahátíðinni. Farið
verður um víðan völl og komið inn á
viðburði páskahelgarinnar.
Girnilegar uppskriftir af veislumat
og öðru gómsætum réttum ásamt
páskaskreytingum, páskeggjum,
ferðalögum og fleira.
Kostnaður við
rekstur bifreiða hefur
stóraukist síðustu ár,
sem kemur sér sérlega
illa fyrir hreyfihaml-
aða. Frá janúar 2007
til janúar 2011 hækk-
aði heildarrekst-
urskostnaður bifreiða
á ári, samkvæmt töl-
um frá FÍB, úr kr.
822.743 í kr. 1.281.275
eða um tæp 56%, ef tekið er mið af
nýrri meðalbifreið, sem eyðir 9 lítr-
um á 100 km og er keyrð 15.000 km
á ári. Á sama tíma hefur uppbót
vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfi-
hamlaða lítið sem ekkert hækkað.
Uppbót vegna reksturs bifreiða
Heimild er í lögum um félagslega
aðstoð nr. 99/2007 að veita hreyfi-
hömluðum uppbót vegna reksturs
bifreiða. Uppbótin er til að mæta
kostnaði við rekstur bifreiða ef bóta-
þega er nauðsyn að hafa bifreið
vegna hreyfihömlunar og sýnt er að
hann geti ekki komist af án uppbót-
arinnar. Uppbótin hefur lækkað
mikið að raungildi, en hún á að taka
breytingum með sama hætti og aðr-
ar bætur samkvæmt lögunum. Upp-
bót vegna reksturs bifreiðar hefur
ekki hækkað frá því í byrjun árs
2009. Frá 2007 hækkaði uppbótin úr
kr. 9.902 á mánuði fyrir skatt í
10.828 eða um rúm 9%. Dreginn er
tekjuskattur af uppbótinni. Á sama
tíma hækkaði heildarreksturskostn-
aður eins og áður segir um rúm 56%.
Hversu margir bensínlítrar
fást fyrir uppbótina?
Bensínkostnaður er einn liður af
mörgum í rekstri bifreiða. Verð á
bensínlítra hefur hækkað um tæp
90% frá janúar 2007 til janúar 2011
eða úr 116,8 kr. pr. lítra í 220 kr. Í
janúar 2007 gat fólk keypt 50 bens-
ínlítra fyrir uppbót vegna reksturs
bifreiða, en í janúar 2011 er talan
komin niður í 30 lítra. Í apríl er með-
alverð á bensínlítra komið í um 235
kr., sem er hækkun um tæp 7% frá
því í janúar.
SJÁ TÖFLU
Samanburður við hækkanir á
akstursgjaldi ríkisstarfsmanna
Til samanburðar hefur aksturs-
gjald ríkisstarfsmanna frá 1. desem-
ber 2006 til 1. apríl 2011 hækkað frá
68 kr. pr. km. í 104 kr. pr. km (miðað
við almennt gjald fyrstu 10.000 km)
eða um 53%. Akstursgjald ríkis-
starfsmanna hefur frá því það var 68
kr. pr. km í desember 2006 verið
hækkað sjö sinnum. Á grundvelli
grunns fyrir útreikning aksturs-
gjalds ríkisstarfsmanna, sem ferða-
kostnaðarnefnd ákvað, var reikn-
aður út reksturskostnaður bifreiðar
á heilu ári miðað við 15.000 kíló-
metra. Grunnur akstursgjaldsins
skiptist í fastan kostnað og breyti-
legan kostnað. Núgildandi fyrir-
komulag byggist á framreikningi
grunnupphæðar með verðbreyt-
ingum einstakra kostnaðarliða.
Grunnur útreiknings fyrir reksturs-
kostnað bifreiða og þar með hækk-
anir á akstursgjaldinu tekur í dag
mið af neysluverðsvísitölu Hagstofu
Íslands.
Hækkun í % á tímabilinu 2007 til apríl 2011
Akstursgjald ríkisstarfsmanna 53%
Uppbót vegna reksturs bifreiða 9%
Akstursgjald ríkisstarfsmanna er
hækkað í samræmi við hækkanir á
rekstrurskostnaði bifreiða. Uppbót
vegna reksturs bifreiða hins vegar
er ekki í neinu samræmi við rekst-
urskostnað. Að auki geta hreyfi-
hamlaðir sem fá uppbótina ekki talið
fram kostnað á móti henni á skatt-
framtali sínu eins og starfsmenn,
sem fá greitt akstursgjald frá vinnu-
veitanda sínum.
Krafa ÖBÍ
Löngu tímabært er að endur-
skoða reglur um uppbót vegna
reksturs bifreiða, sem hreyfihaml-
aðir eiga kost á að fá, ef þeir upp-
fylla ákveðin skilyrði. Krafa ÖBÍ er
að reglum um þennan bótaflokk
verði breytt þannig að þær séu í
samræmi við raunkostnað og að
upphæðin verði hækkuð sem því
nemur.
Uppbót vegna rekst-
urs bifreiða ekki í
neinu samræmi við
reksturskostnað
Eftir Sigríði Hönnu
Ingólfsdóttur og
Guðríði Ólafsdóttur
Sigríður Hanna
Ingólfsdóttir
» Löngu tímabært er
að endurskoða regl-
ur um uppbót vegna
reksturs bifreiða, sem
hreyfihamlaðir eiga kost
á að fá, ef þeir uppfylla
ákveðin skilyrði.
Sigríður Hanna er félagsráðgjafi
ÖBÍ, Guðríður félagsmálafulltrúi
ÖBÍ.
Guðríður
Ólafsdóttir
Fjöldi bensínlítra sem fást fyrir uppbót vegna reksturs bifreiðar á árunum 2007-2011
Uppbót eftir skatt Meðalverð á bensín
Ár – janúar (kr. á mánuði) kr. /lítri * Fjöldi bensínlítra
2007 5.845 116,8 50,04
2008 6.109 139,5 43,79
2009 6.800 144 47,22
2010 6.798 200 33,99
2011 6.799 220 30,90
Í tilefni þess að
MFM-miðstöðin stóð
fyrir málþingi um mat-
ar- og sykurfíkn nýlega
langar mig að vekja at-
hygli landsmanna á
þessu málefni. MFM-
miðstöðin er með-
ferðar- og fræðslu-
miðstöð sem hefur það
markmið að vinna með
einstaklingum sem eru
að berjast við matar-
og sykurfíkn og átraskanir. Mið-
stöðin vinnur bæði með líkamlegar
og andlegar hliðar sjúkdómsins, sem
og tilfinningalega þætti.
Matar- og/eða sykurfíkn er fíkni-
sjúkdómur. Sjúkdómurinn hefur
bæði líkamlegar, andlegar og tilfinn-
ingalegar hliðar. Sá sem á við mat-
arfíkn að stríða ánetjast matvælum
með efnafræðilegum hætti og líkami
einstaklinga með matarfíkn vinnur
lífefnafræðilega öðruvísi úr mat held-
ur en líkami „venjulegra“ ein-
staklinga. Margir matarfíklar
hneigjast til þess að ánetjast
ákveðnum tegundum matvæla, s.s.
sykri, hveiti, glúteni, fitu, salti, koff-
íni og/eða mat í miklu magni, rétt
eins og alkóhólistinn sem ánetjast
alkóhóli eða vímuefnum. Eftir því
sem fíknin þróast og ágerist, verða
matarfíklar vanmáttugir yfir hinni
líkamlegu löngun sinni og er þá stutt
í þráhyggjuna og afneitun á því sem
er að gerast. Þráhyggjan birtist oft
með þeim hætti að matarfíkillinn er
gagntekin af mat. Hugsanir hans
fara í miklum mæli að snúast um að
ná sér í, undirbúa og borða ákveðin
matvæli. Þá er sífellt verið að velta
fyrir sér hvað sé hollt og hvað sé
óhollt og hugsanir um komandi lík-
amsræktarátök verða yfirgnæfandi:
Á morgun skal ég
byrja, eftir helgi, á
mánudaginn, eftir
páskafrí,jólafrí, sum-
arfrí o.s.frv. Þráhyggju
gagnvart mat fylgir
nær undantekning-
arlaust þráhyggja
gagnvart útiliti og
þyngdarbreytingum.
Sem dæmi um nokk-
ur einkenni og merki
um matarfíkn má nefna
óeðlilegar langanir í til-
tekin matvæli, röskun á
sjálfsmynd, lotu- og
laumuát, ásamt almennri skömm og
ótta í tengslum við mat. Sumir mat-
arfíklar stela mat eða peningum til
að kaupa mat en aðrir upplifa vanlíð-
an í aðstæðum þar sem þeir hafa ekki
aðgang að mat. Matarfíklar breiða
oft yfir tilfinningar sínar þegar verið
er að tala um mat, át eða þyngd og
leitast við að leiða umræðuna að ein-
hverju öðru. Þar eru tengslin á milli
sjúkdómsins og launungarinnar aug-
ljós. Fíknin sjálf þrífst hins vegar á
óheiðarleika og einangrun.
Einstaklingur sem er að kljást við
matar- eða sykurfíkn verður vonlaus,
pirraður og niðurdreginn þegar allar
tilraunir til að stjórna mataræðinu
bregðast. Það að hreyfa sig meira og
borða minna, jafn einfalt og það virð-
ist, er ekki að ganga sem skyldi. Sú
leið hefur verið fullreynd og virkar
ekki. Eftir situr niðurbrotinn ein-
staklingur, uppgefinn á því að reyna
sömu lausnirnar aftur og aftur, en án
árangurs. Slíkur einstaklingur þarf
hjálp við að takast á við tilfinningar
sínar og hugsanir.
Heilbrigðiskerfið býður ekki uppá
þær lausnir sem matarfíklar þarfn-
ast. Vissulega er til fullt af fólki sem
náð hefur árangri með því að hreyfa
sig meira og borða minna en eftir sit-
ur stór hópur fólks með sveitt enni
en engan árangur. Spurningin sem
eftir situr er þá sú, hvernig eigi að
hjálpa þeim einstaklingum. Svarið
við þeirri spurningu birtist mér þeg-
ar ég skráði mig í meðferð vegna
matarfíknar hjá MFM-miðstöðinni.
Ég hef verið í bata frá matar- og
sykurfíkn í að verða 3 ár og er nú 35
kg léttari heldur en þegar ég fyrst
skráði mig í meðferðina. Ég var búin
að reyna alla megrunarkúra, átök og
skyndilausnir sem fyrirfundust, en
án árangurs. Um það geta bæði vinir
og ættingjar vitnað. Alltaf sat ég hins
vegar eftir með bullandi samviskubit
og hugsanir um hversu ömurleg ég
væri að geta ekki staðið í stykkinu.
Mergur málsins var hins vegar sá, að
þær lausnir sem ég reyndi virkuðu
einhverra hluta vegna ekki fyrir mig.
Það var ekki fyrr en ég hóf meðferð
mína hjá MFM-miðstöðinni, að ég
viðurkenndi vanmátt minn gagnvart
matarfíkninni og hóf hina löngu veg-
ferð í átt til bata.
Í dag líður mér vel. Ég hef náð sátt
við sjálfa mig og held mig frá þeim
matvælum sem vekja upp í mér fíkn-
ina. Ég tek einn dag í einu og geri
mér grein fyrir að vegurinn er
þröngur, en hann mun ég feta engu
að síður. Fyrir þá sem þetta lesa og
sjá sjálfa sig í mér, vil ég bara segja
eitt. Ekki gefast upp. Fyrst ég gat
náð árangri, þá getur þú það.
Matar- og sykurfíkn – Leið til bata
Eftir Lilju Guðrúnu
Guðmundsdóttur »Matar- og/eða syk-
urfíkn er fíkni-
sjúkdómur. Sjúkdóm-
urinn hefur bæði
líkamlegar, andlegar og
tilfinningalegar hliðar.
Lilja Guðrún
Guðmundsdóttir
Höfundur er fíkniráðgjafi.
Morgunblaðið birtir alla útgáfu-
daga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til
að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í umræðunni eða
í bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem
eru skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana.
Móttaka aðsendra greina