Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
✝ Carl AndreasBergmann úr-
smiður fæddist
hinn 16. nóv-
ember 1926 í
Reykjavík. Hann
lést á heimili sínu
í faðmi fjölskyld-
unnar laugardag-
inn 2. apríl, 84
ára að aldri.
Foreldrar hans
voru Andreas Sig-
urður Jakob Bergmann, f.
18.8. 1893, d. 6.11. 1987, og
Guðmunda Guðmundsdóttir
Bergmann, f. 24.6. 1894, d.
3.8. 1974.
Systkin Carls eru Jón G.
Bergmann, f. 31.10. 1920, d.
22.11. 2010, Guðrún Ingibjörg
Schneider, f. 19.4. 1922, d.
6.4. 1990, og Sigrún Berg-
mann, f. 4.7. 1923.
Carl kvæntist 19. mars
1960 Guðrúnu K. Skúladóttur,
f. 3.4. 1940 í Hnífsdal. Guðrún
lifir eiginmann sinn. Þau
bjuggu fyrstu árin á Ljós-
vallagötu 24 og byggðu síðan
hús á Skriðustekk 6 og
bjuggu þar í 30 ár. Börn
Bergmann, f. 25.9. 1972, maki
Ólafur Þór Guðmundsson,
synir þeirra eru Viktor
Freyr, Elvar Snær og Jason
Leó.
Carl var nemandi í Miðbæj-
arskólanum í Reykjavík og
hóf nám í úrsmíði 1941, þá
aðeins 15 ára gamall. Lauk
sveinsprófi 1946 og meist-
araprófi 1950. Hann vann
fyrstu árin hjá Magnúsi
Benjamínssyni og fór síðan og
vann í eitt ár sem úrsmiður í
Danmörku, kom þá heim og
opnaði verkstæði og síðar
verslun á Njálsgötu.
Carl flutti síðan verslunina
árið 1963 að Skólavörðustíg 5
þar sem hann var til 1990
þegar hann flutti verslunina í
síðasta sinn og rak síðan
verkstæði og úraverslun sína
við Laugaveg 55 fram til
dauðadags. Carl var þekktur
knattspyrnumaður á yngri ár-
um, lék með meistaraflokki
Fram í knattspyrnu á árunum
1949-1956, aðallega í stöðu
útherja. Carl var knatt-
spyrnudómari og eftirlitsdóm-
ari á vegum KSÍ. Hann var
heiðursfélagi Fram og KSÍ.
Carl verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju í dag,
11. apríl 2011, kl. 13.
þeirra eru: 1)
Skúli Bergmann,
f. 2.1. 1960, maki
Soffía Trausta-
dóttir, börn
þeirra: Guðrún,
Trausti, Bergur
og Brynjar. Sam-
býlismaður Guð-
rúnar heitir Atli
og synir þeirra
eru Mikael Skúli
og Sindri Rafn. 2)
Guðmundur Karl Bergmann,
f. 1.11. 1962, maki Hugrún
Davíðsdóttir, börn þeirra:
Snædís, Andri og Bjarki. 3)
Helga Bergmann, f. 10.2.
1965, fyrrverandi maki henn-
ar og barnsfaðir er Sveinn
Kristján Sveinsson, börn
þeirra: Carl Andreas, María
Rún og Viktoría Ýr. Sam-
býlismaður Helgu er Karl Dúi
Karlson. Sambýliskona Carls
Andreasar heitir Laufey og
dóttir þeirra heitir Kamilla
Sif. 4) Bryndís Bergmann, f.
5.11. 1969, sambýlismaður
Pétur Gísli Jónsson, dóttir
hans Sigríður Birta og dóttir
þeirra heitir Íris. 5) Lilja M.
Gúdda gúdda, sagðirðu, heils-
aðir á dönsku. Það er nú ekki
auðvelt að setjast niður og rekja
ævi þína í stuttu máli, núna síð-
ustu daga og vikur gátum við
samt rifjað upp dálítið um gamla
daga og sagðir þú mér frá því
þegar þú sigldir út með Gullfossi
til Danmerkur til að vinna við úr-
smíðar. Þú og Gísli Hafliðason
áttuð saman Plymouth 3́9 og
fékkst þú að taka hann með til
Danmerkur, í Danmörku voru á
þessum tíma höft og máttu Dan-
ir ekki keyra frá Nyköbing til
Kaupmannahafnar, en þú máttir
það vegna þess að þú varst
skráður inn í landið sem ferða-
maður og máttir því keyra um
allt, ég sé þig alveg fyrir mér,
mesti töffarinn í Köben og þó
víða væri leitað. Þarna varstu að
vinna í ca. eitt ár en langaði þá að
koma heim þó þetta væru ágætis
uppgrip. Þú keyptir öll þau verk-
færi sem þú þurftir í Danmörku
og komst heim og opnaðir verk-
stæði á Njálsgötunni, í næsta
húsi var lítil búð og þar var ung
kona að vinna og þökk sé því hve
mikill sælkeri þú varst, þá varst
þú tíður gestur þar að kaupa
slikkerí og kynntist mömmu þar.
Fyrstu árin bjugguð þið á Ljós-
vallagötu 24 í sannkölluðu fjöl-
skylduhúsi afa Andreasar og
ömmu Mundu, þaðan á ég hell-
ing af góðum minningum þó ég
hafi aðeins verið 6 ára þegar við
fluttum á Skriðustekk 6 í alveg
frábært hús sem fjölskyldan bjó
í í 30 ár.
Aldrei man ég eftir að hafa
verið sár út í þig utan einu sinni,
þegar þú bannaðir mér að kaupa
skellinöðruna, það varð samt úr
að á endanum fékk ég að kaupa
nöðruna og þegar ég lá fótbrot-
inn og með illa tætt hné á slysó
nokkrum dögum seinna, komstu
til mín og faðmaðir mig og kysst-
ir og sagðir, „það var nú bara
þetta sem ég var svo hræddur
um“.
Í 48 ár hef ég alltaf getað leit-
að til þín, sama hvaða vandræði
ég hef komið mér í, alltaf hefur
þú staðið eins og klettur í hafinu
og stutt við bakið á okkur öllum
og það verður erfitt að sætta sig
við að kletturinn sé farinn en við
eigum endalaust góðar minning-
ar um þig til að ylja okkur við.
Það má kannski þakka fyrir það
þegar maður lítur til baka að ævi
þín hafi verið býsna góð í 84 ár,
alltaf verið hraustur og í góðu
formi og húmorinn í topplagi
fram að hinstu stundu. Barngóð-
ur varstu með eindæmum og
hjálplegur við alla sem á vegi
þínum urðu, fjölskyldan og sam-
heldni hennar var þér allt, fót-
bolti var alltaf ofarlega í huga
þér og ætla ég ekki að fara út í
þá sögu hér, það munu eflaust
aðrir gera. 1. október var dag-
urinn sem þú byrjaðir að læra
úrsmíði og þegar þú hringdir og
óskaðir mér til hamingju með
daginn rifjaðir þú upp hvað þú
værir búinn að starfa lengi í fag-
inu, síðast þegar sá dagur rann
upp voru 69 ár síðan þú byrjaðir
og sagðir þú alltaf að þú ætlaðir
að vera í búðinni meðan þú stæð-
ir í lappirnar og það gerðir þú
svo sannarlega. Samkvæmt 95
ára reglu opinberra starfsmanna
hefðir þú átt að vera hættur að
vinna fyrir 30 árum. Ég gæti ef-
laust haldið endalaust áfram að
skrifa um þig en verð að hætta
hér, ég á eftir að sakna þín enda-
laust mikið og alltaf munt þú
eiga stórt pláss í hjarta mér.
Hvíldu í friði, pabbi minn.
Þinn elskandi sonur,
Guðmundur Karl.
Gúddag, gúddag, gúddag.
Þetta voru orðin sem hljómuðu
svo oft þegar ég tók upp símann
og það varst þú, elsku pabbi
minn, sem varst að hringja og at-
huga hvernig við hefðum það.
Þetta gerðir þú oft í viku og jafn-
vel á hverjum degi ef svo bar
undir. Símtalið stóð ekkert endi-
lega lengi og endaði oftast með:
„Nennekkimeir“ og svo hlóst þú
þínum innilega hlátri. En samt
var það að nenna ekki alls ekki
til í þínum huga. Það var alveg
sama hvað var, alltaf varst þú
boðinn og búinn til að hjálpa til,
hvort sem það var að passa
barnabörnin sem þú gerðir svo
ótal oft, á nóttu sem degi. Skutla
eða sækja, svo ekki sé minnst á
allar sund/ísferðirnar sem þau
fóru með þér. Það var alltaf hægt
að hringja í afa Kalla, hann sagði
alltaf já, sögðu krakkarnir. Börn
hændust að þér og þú elskaðir að
hafa þau í kringum þig. Meira að
segja í búðinni þinni vildir þú t.d.
alltaf hafa kúkú-klukku til að
sýna þeim krílum sem komu inn
með foreldrum sínum og þau
fylgdust spennt með og skríktu
þegar þau sáu fuglinn skjótast
út.
En það voru ekki bara börnin
sem hændust að þér, þú áttir
fjöldann allan af tryggum við-
skiptavinum sem komu ár eftir
ár að versla við þig, meira að
segja Valsarar og KR-ingar
sagðir þú einhvern tímann í
blaðaviðtali og skelltir upp úr.
Þú varst svo fallegur, kærleiks-
ríkur, góðhjartaður og gjafmild-
ur maður. Aldrei heyrði ég þig
tala styggðaryrði um nokkurn
einasta mann, þú fannst alltaf
það fallega í fólki og vildir gera
vel við alla. Þú trúðir ekki á að
það væri til neitt óheiðarlegt eða
slæmt í neinum sem lýsir því
einna best hversu óhræddur þú
varst við að „skreppa“ út í Hag-
kaup og svo seinna í Bónus við
hliðina, skildir búðina eftir opna
á meðan svo hver sem var gat
farið inn og látið greipar sópa.
Æskuminningarnar eru
margar og man ég vel eftir því
þegar ég fékk matareitrun og
það þurfti að koma mat ofan í
mig til að „fita mig“ eftir veik-
indin. Þá fannst þú upp á þeim
skemmtilega leik „hundur undir
borði“ þar sem ég fór undir borð
og þú laumaðir gafflinum undir
og varst voða hissa þegar „voff-
inn“ var búinn að stela matnum
þínum. Alltaf svo stutt í grín og
glens hjá þér. Man föstudags-
kvöldin sem við sátum saman
fjölskyldan, horfðum á bíómynd
og „gúffuðum“ í okkur Síríus-
súkkulaði, lakkrís og drukkum
Egils appelsín. Sunnudagana
sem við horfðum á „Grenjað á
Gresjunni“ og þurrkuðum burt
tárin í laumi. Ómissandi var að fá
pabba til að koma og þvo á okkur
systrum hárið þegar við fórum í
bað. Þá hallaðir þú höfði okkar
aftur og söngst: aftur á bak og út
á hlið karí-óka! Þessi siður flutt-
ist síðar yfir á mín börn og
fannst þeim það jafn skemmti-
legt og mér forðum daga.
Já, þú kenndir mér margt,
elsku pabbi minn, og þó svo að ég
læri ekki nema brotabrot af
manngæsku þinni þá yrði ég sátt
með það.
Ég kveð þig með söknuði í
hjarta með parti af orðunum sem
þú sendir til okkar nóttina sem
þú kvaddir þennan heim úr lag-
inu
Föðurást: Enginn finnst mér
vera fallegri en þú, fingur er þú
til mín teygir, mynda ég brú, úr
ást. Það er ást, einlæg ást.
Þín dóttir,
Helga.
Elsku hjartans pabbi minn, ég
á svo erfitt með að trúa því að þú
sért farinn frá okkur. Þú varst
alltaf svo ungur í anda. Ég sakna
þín svo sárt að mig verkjar í
hjartað, við vorum svo miklir
vinir, töluðum saman í síma alla
vega tvisvar á dag og höfðum
nóg um að tala. Ég á svo margar
yndislegar minningar um þig,
elsku pabbi, ég get ekki gert upp
á milli þeirra, allar eru mér svo
ofboðslega kærar.
Þegar mamma var á spítalan-
um svo veik á síðasta ári fórum
við saman til hennar á hverju
kvöldi og þú talaðir alltaf um
hvað þú værir nú orðinn lipur af
öllu labbinu, það væri það eina
sem þú gætir fundið jákvætt út
úr þessu öllu saman, en eftir að
mamma fór loksins að hressast
þá tókst þú við, elsku pabbi
minn, að veikjast.
Viktor Freyr, Elvar Snær og
Jason Leó eiga eftir að sakna afa
síns svo mikið. Jason Leó skilur
ekki af hverju það hafi ekki verið
hægt að lækna afa eins og
ömmu, hann sagði í gær: Þið
verðið að reyna að lækna afa
minn, hann verður að koma til
okkar aftur. Nú getur afi ekki
farið með mér í sund og ekki
spilað við mig eða neitt. Þú varst
jafn góður pabbi og þú varst
yndislegur afi.
Elsku pabbi minn, ég passa
mömmu fyrir þig. Hér er ein af
bænunum sem þú fórst með mér
á hverju kvöldi. Guð geymi þig,
elsku yndislegi pabbi minn, ég
veit þú verður alltaf hjá okkur í
anda, elska þig af öllu mínu
hjarta.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín dóttir,
Lilja.
Í dag kveð ég elsku pabba
minn, sem var mér svo ótrúlega
kær. Það er erfitt að finna orð á
svona stundu og kveðja svona
dásamlegan mann. Þetta gerðist
allt svo hratt, í nóvember var
hann enn að vinna alla daga og
talaði um að vinna minnst ár í
viðbót. Hann var svo ákveðinn að
hann yrði aftur hress, síðast
þremur dögum áður en hann
kvaddi, ætlaði hann að vera kom-
inn aftur í búðina eftir í mesta
lagi tvær vikur. Ég á mér marg-
ar góðar minningar með honum í
búðinni hans, á Skólavörðustíg 5.
Aðeins átta ára gamalli tókst
mér að laga vekjaraklukku, ég
man hvað hann var rosalega
stoltur af mér. Ég skildi það enn
betur 20 árum seinna þegar
hann sagði mér að hann hefði
fyrst fengið áhugann á úrsmíði
þegar honum tókst 15 ára að
gera við vekjaraklukku ömmu
sinnar. Ég grínaðist stundum
með það að hann hlyti að vera
með smá grískt blóð í æðunum,
ég sé hann enn fyrir mér þar
sem hann stendur í dyrunum á
búðinni sinni á Laugaveginum,
að grínast í fólkinu sem labbaði
fram hjá og spyr það hvort það
vildi ekki koma inn og versla hjá
honum, svo skellihló hann. Sem
krakki fékk ég oft að fara með
honum á völlinn. Í minningunni
horfði ég meira á hann og hans
Frammara-vini sem sátu með
okkur í stúkunni og vissu allt um
fótbolta, en ég horfði á leikinn,
mér fannst þeir ótrúlega merki-
legir og virðulegir kallar og
pabbi rosalega mikilvægur að
þekkja alla þessa merku fót-
boltakalla. Frammari var hann
af lífi og sál og þegar Íris mín
þriggja ára hrópaði fyrir hann:
„Hverjir eru bestir?“ „Fram“,
ljómaði hann og brosti hringinn.
Við grínuðumst oft með það að
hann væri lágvaxnari en mamma
og sögðum að hann hefði þurft að
standa uppi á kókkassa í Hilm-
arsbúð á Njálsgötunni til að
kyssa mömmu á lagernum, þeg-
ar þau voru að kynnast. Hann
var þekktur sem Kalli Berg-
mann, úrsmiður, Frammari, út-
herjinn knái en ég kallaði hann
„pabba litla“. Hann var samt alls
ekki lítill í mínum huga, og hjart-
að hans var enn stærra. Hann
vildi allt fyrir alla gera, hvort
sem það voru börnin hans,
barnabörn, vinir, ættingjar,
kúnnar eða fólk sem hafði villst
af lífsins vegi.
Laugavegurinn og líf mitt
verður afar tómlegt án hans.
Með sorg í hjarta kveð ég pabba
litla með þessum orðum og ljóði,
og úrið mitt er stopp.
Stöðvið allar klukkur, takið símana
úr sambandi. Hindrið hundinn í að
gelta með gómsætu beini. Þaggið
niður í píanóunum og berið
kistuna út við veikan trumbuslátt.
Látið syrgjendurna koma. Látið
flugvélarnar hnita hringi og krota
skilaboð á himininn. Hann er dá-
inn. Setjið svartar slaufur á hvítar
dúfurnar. Látið umferðarlögregl-
una bera svarta hanska. Hann var
suður mitt og norður, vestur mitt
og austur. Vinnuvikan mín og
sunnudagshvíld. Hádegi mitt og
miðnætti, tal mitt og söngur. Ég
hélt að slík ást entist að eilífu. Mér
skjátlaðist. Stjarnanna er ekki
þörf lengur. Slökkvið á þeim öll-
um. Pakkið tunglinu inn og hlutið
sólina í sundur. Látið hafið fjara út
og hreinsið skóginn. Því ekkert
lætur lengur neitt gott af sér
leiða.
(W.H. Auden.)
Hvíl í friði, elsku pabbi minn,
takk fyrir allt.
Þín
Bryndís.
Elsku tengdapabbi er látinn.
Alltaf erfitt að horfa á eftir
ástvinum fara frá okkur en ég
minnist Kalla með þakklæti og
virðingu.
Hann var mikill fjölskyldu-
maður og var aldrei glaðari en
þegar hann var með fólkið sitt
hjá sér.
Börnin minnast allra sund-
ferðanna og ísbíltúranna.
Nokkrar ferðirnar voru farnar á
fótboltavellina en Kalli var mikill
Frammari og kenndi krökkun-
um ungum að segja áfram Fram
með misjöfnum árangri og oft
var mikið hlegið.
Kalli hafði einstaklega góða
nærveru, hógvær og rólegur.
Hann kom fram við alla sem
jafningja. Hann stóð vaktina í
búðinni sinni í yfir 60 ár og var
það augljóslega stór hluti af lífi
hans. Þangað komu margir vinir
og kunningjar að líta til hans og í
spjall. Börnunum fannst alltaf
spennandi að fara í afabúð og
sérstaklega að hlusta og horfa á
gúgú-klukkuna sem hann trekkti
upp þar til foreldrarnir sögðu
stopp. Einu sinni enn sögðu
börnin endurtekið og afi trekkti
alltaf upp.
Hugurinn reikar og margar
minningar koma upp. Í veikind-
um Kalla hafa Gunna og börnin
hjúkrað honum með aðstoð
heimahlynningar af kærleik og
umhyggju. Hann dó heima þar
sem honum leið best.
Hans verður saknað.
Ég þakka fyrir fallega sam-
fylgd.
Hvíli hann í friði.
Hugrún Davíðsdóttir.
Faðir minn Carl Andreas
Bergmann lést laugardaginn 2.
apríl á heimili sínu, eftir stutta
kvalalausa baráttu við krabba-
mein.
Hann var Úrsmiður að mennt
með stóru úi. Og vann við það til
dauðadags.
Pabbi minn var frekar smá-
vaxinn maður með stórt hjarta
sem engum vildi illt, enda hef ég
aldrei heyrt neinn tala illa um
hann. Hann var vinur vina sinna
og annarra ef svo mætti kalla.
Útigangsmenn og fólk sem var
illa statt í lífinu kom til hans,
bæði á Skólavörðustíginn þegar
verslun hans var þar, og svo á
Laugaveginn. Hann gaf þeim
aur fyrir mat, ef þeir voru
drukknir fór hann með þeim og
keypti mat fyrir þá frekar en að
gefa þeim pening, því þá vissi
hann að það yrði keypt vín fyrir
peninginn.
Hann var mikill barnakall.
Nóg var að afabörnin hringdu í
hann eina frídaginn sem hann
tók sér frá vinnu, sem var sunnu-
dagur, og spyrðu hvort hann
kæmi í sund. Hann kom og sótti
þau og fór með þau í sund. Þau
vissu líka að boðið var upp á ís
eftir sundið enda var hann mikill
sælkeri og ísmaður. Þess má
geta að það síðasta sem hann
borðaði áður en hann lést var
Lúxus-ís. Hann hafði mikinn
áhuga á fótbolta og spilaði með
knattspyrnufélaginu Fram alla
sína spilamennsku. Þótt faðir
hans væri Valsmaður í húð og
hár hélt hann tryggð við sitt fé-
lag alla tíð, en hafði nú samt góð-
ar tilfinningar til Vals, svona
bara fyrir pabba sinn og Nonna
bróður sem var einnig Valsari.
Ekki man ég eftir því að rifist
hafi verið yfir sigri eða tapi
Fram fyrir Val nema þá bara í
stríðni og þá bara rétt eftir leik.
Ofarlega eru mér í minni
heimsóknir á Ljósvallagötuna til
afa og ömmu þegar við vorum
flutt á Stekkinn. Fjölskyldan átti
í þá daga heima á öllum hæðum;
þangað var farið á jólum, sungn-
ir sálmar og jólalög og teknir
upp pakkar. Þá mátti maður
drekka eins mikið af Spur cola
og maður kom niður og var
drukkið ótæpilega þessi kvöld
enda ekki daglegur drykkur í þá
daga. Einnig man ég eftir þegar
við fórum og heimsóttum afa
þegar litasjónvarpið kom. Afi
hafði keypt litasjónvarp og fjöl-
skyldan kom til að horfa, kveikt
var á því löngu áður en útsend-
ingin byrjaði og horft á stilli-
myndina! Pabbi var alla tíð
heilsuhraustur og vel á sig kom-
inn, enda stundaði hann íþróttir
frá barnæsku og varð aldrei mis-
dægurt fyrr en þessi erfiði sjúk-
dómur bankaði upp á.
Ég gæti skrifað fleiri síður um
hann en læt þetta duga. Nú ert
þú eflaust búinn að hitta afa
Andrés, ömmu Mundu, Bíbí
systur, Nonna bróður þinn og
Jónas frænda og fleiri góða vini
og vandamenn! Ekki slæmur fé-
lagsskapur það.
Elsku pabbi, þakka fyrir lífið
sem þú gafst mér og þann tíma
sem við áttum saman.
Hvíl í friði.
Þinn sonur,
Skúli.
Við elskum þig, elsku besti afi
okkar, við söknum þín óendan-
lega mikið. Þú hefur alltaf verið
svo góður og skemmtilegur. Allt-
af þegar við hringdum í þig og
spurðum hvort þú vildir koma
með okkur í sund eða einhvað
annað þá var alltaf sagt: „Já, ég
kem strax.“ Og alltaf komstu að
horfa á okkur keppa í íshokkí,
vildir helst ekki missa af því.
Við munum aldrei gleyma þér.
Guð geymi þig, hjartans afi
okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Afadrengirnir þínir,
Viktor Freyr, Elvar
Snær og Jason Leó.
Elsku besti afi minn er dáinn.
Það koma margar minningar
upp í huga minn eins og sund-
ferðirnar í Breiðholtslaug á
sunnudögum, en þá tók hann
barnabörnin með sér í sund og ís
á eftir.
Afi var alltaf í góðu skapi,
fíflaðist og kitlaði okkur barna-
börnin, okkur fannst ekki leið-
inlegt að ærslast með afa.
Þegar ég kom á Laugaveginn
sem barn kom ég alltaf við í búð-
inni og afi gaf mér pening til að
fara í Kjörgarð að kaupa nammi
og gos. Og alltaf þegar við kom-
um í búðina þurftum við að sjá
kúkú-klukkuna, vekjaratrom-
muapann og allar sniðugu vekj-
araklukkurnar, afi var alltaf svo
þolinmóður að sýna okkur þær
aftur og aftur þangað til fuglinn
sofnaði inni í klukkunni.
Ég á eftir að sakna þess að
koma í búðina til þín, jólaskapið
kom ekki fyrr en maður var bú-
inn að reka inn nefið og segja
gleðileg jól. Ég var stundum með
þér í búðinni meðan jólatraffíkin
var, það eru mér ómetanlegar
stundir.
Vonandi eru margar klukkur
uppi á himni sem þú getur lagað.
Carl A. Bergmann